Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Engin leið er að sjá hvaða áhrif haftalosunin hefur á þróun á gjaldeyrismarkaði. vísir/gva Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri DohopUndir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann. Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var. Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri DohopUndir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann. Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var. Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00