Við leitum svara með þér og Bleiku slaufunni Ásgeir R. Helgason skrifar 19. október 2017 07:00 Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs. Sífellt fleiri læknast hins vegar vegna skilvirkari greininga og bættra meðferðarúrræða. Árið 1976 voru 2.298 Íslendingar á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Árið 2016 voru þeir 13.983 og áætlað er að þeir verði um 18.300 árið 2026. Ljóst er að efla þarf ráðgjöf og stuðning til að mæta auknum fjölda.Stuðningi og ráðgjöf ábótavant Í nýrri könnun sem Maskína vann fyrir Krabbameinsfélagið meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára (valdir af handahófi úr Þjóðskrá) kom fram að rúmlega helmingur svarenda átti náinn ættingja sem greinst hafði með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern sem greinst hafði með sjúkdóminn. Þá höfðu 5% greinst sjálf með krabbamein. Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar. Alls töldu 80% að sálrænum einkennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein voru sömu skoðunar. Stuðningur við aðstandendur á meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% þeirra sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar. Þegar svör aðstandenda krabbameinssjúklinga voru skoðuð sérstaklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi. Helmingur allra svarenda taldi stuðning við aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein ófullnægjandi að lokinni meðferð, en 30% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein töldu sig ekki hafa fengið fullnægjandi stuðning að meðferð lokinni.Ráðgjafarþjónusta án endurgjalds Þrátt fyrir að umönnun og meðferð þeirra sem greinast með krabbamein sé á margan hátt til fyrirmyndar er ljóst að mikið svigrúm er til að efla þjónustuna, ekki síst varðandi réttindamál, sálrænan stuðning og stuðning við aðstandendur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Alla virka daga er boðið upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun og fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Ráðgjafarþjónustunnar leitar. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Á landsbyggðinni er hægt að sækja stuðning og ráðgjöf hjá átta þjónustuskrifstofum sem starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafarþjónustuna auk þess sem mörg svæðafélaganna eru dyggur bakhjarl á sínu svæði. Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er safnað fyrir Ráðgjafarþjónustunni í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á www.bleikaslaufan.is. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs. Sífellt fleiri læknast hins vegar vegna skilvirkari greininga og bættra meðferðarúrræða. Árið 1976 voru 2.298 Íslendingar á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Árið 2016 voru þeir 13.983 og áætlað er að þeir verði um 18.300 árið 2026. Ljóst er að efla þarf ráðgjöf og stuðning til að mæta auknum fjölda.Stuðningi og ráðgjöf ábótavant Í nýrri könnun sem Maskína vann fyrir Krabbameinsfélagið meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára (valdir af handahófi úr Þjóðskrá) kom fram að rúmlega helmingur svarenda átti náinn ættingja sem greinst hafði með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern sem greinst hafði með sjúkdóminn. Þá höfðu 5% greinst sjálf með krabbamein. Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar. Alls töldu 80% að sálrænum einkennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein voru sömu skoðunar. Stuðningur við aðstandendur á meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% þeirra sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar. Þegar svör aðstandenda krabbameinssjúklinga voru skoðuð sérstaklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi. Helmingur allra svarenda taldi stuðning við aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein ófullnægjandi að lokinni meðferð, en 30% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein töldu sig ekki hafa fengið fullnægjandi stuðning að meðferð lokinni.Ráðgjafarþjónusta án endurgjalds Þrátt fyrir að umönnun og meðferð þeirra sem greinast með krabbamein sé á margan hátt til fyrirmyndar er ljóst að mikið svigrúm er til að efla þjónustuna, ekki síst varðandi réttindamál, sálrænan stuðning og stuðning við aðstandendur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Alla virka daga er boðið upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun og fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Ráðgjafarþjónustunnar leitar. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Á landsbyggðinni er hægt að sækja stuðning og ráðgjöf hjá átta þjónustuskrifstofum sem starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafarþjónustuna auk þess sem mörg svæðafélaganna eru dyggur bakhjarl á sínu svæði. Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er safnað fyrir Ráðgjafarþjónustunni í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á www.bleikaslaufan.is. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar