Stríðsiðnaðurinn nærður Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem stjórnin í Washington kýs að stofna til. Hagsmunir vopnaframleiðenda Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnaframleiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum bandalagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölusamninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins gera illt verra. Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afganistan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta stefnu. Flotaæfingarnar eru hneisa Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa. Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Höfundar eru formaður og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Pálsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Liðna daga hafa landsmenn fengið fréttir af stórfelldum flotaæfingum Natóherja hér við land. Ekki skortir háfleyga stuðningsmenn hernaðarbandalagsins sem lofsyngja viðbúnaðinn og telja hann stuðla að friði og öryggi. Ekkert er fjær sanni. Staðreyndin er sú að Atlantshafsbandalagið hefur engu jákvæðu hlutverki að gegna á sviði öryggismála í heiminum. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það sé það fyrirbæri í veröldinni sem helst grafi undan öryggi almennings. Nató hefur allt frá stofnun sinni fyrst og fremst gegnt því hlutverki að framfylgja stefnu Bandaríkjastjórnar í alþjóðamálum og verið hentugt tæki til að nota í stríðum þeim sem stjórnin í Washington kýs að stofna til. Hagsmunir vopnaframleiðenda Aðildarríki Nató eru í hópi mestu vopnaframleiðenda og vopnakaupenda heims. Hagsmunir vopnaframleiðenda eru einatt í forgangi hjá leiðtogum bandalagsríkja, líkt og sjá hefur mátt á liðnum vikum þegar Bandaríkjamenn hafa undirritað stóra vopnasölusamninga við bæði Sádi-Arabíu og Katar á sama tíma og löndin eru komin í hár saman. Linnulaus innspýting vopna inn á svæði sem þegar logar í ófriði mun aðeins gera illt verra. Nató var í aðalhlutverki í Líbýustríðinu fyrir sex árum og hefur nú í sextán ár staðið í hernaði í Afganistan sem ekki sér fyrir enda á. Bæði þessi stríð eru veigamiklar ástæður fyrir flóttamannabylgju síðustu ára. Þrátt fyrir algjört skipbrot íhlutunarstefnu sinnar sýnir Nató og aðildarríki þess engin merki um breytta stefnu. Flotaæfingarnar eru hneisa Nató hefur með eldflaugakerfum sínum stuðlað að því að endurvekja kjarnorkuvopnakapphlaupið og meðlimir þess hafa staðið gegn öllum tilraunum til að banna slík vopn. Af þessu má sjá að það eru engir aufúsugestir sem hafst hafa við í íslenskri landhelgi á síðustu dögum. Gleymum því ekki að megintilgangur heræfinga er einmitt sá að undirbúa stríð og þjálfa sig í manndrápum. Flotaæfingar Nató á Íslandi eru hneisa. Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson. Höfundar eru formaður og ritari Samtaka hernaðarandstæðinga
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar