Dæmdur í fangelsi fyrir mútugreiðslur Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Vogunarsjóðurinn Och-Ziff er skráður í kauphöllina í New York. Vísir/EPA Sonur fyrrverandi forsætisráðherra Gabon hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að aðstoða bandaríska vogunarsjóðinn Och-Ziff Capital Management við að múta háttsettum afrískum embættismönnum. Sjóðurinn keypti í mars á þessu ári 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Maðurinn, Samuel Mebiame, játaði sök í lok síðasta árs og viðurkenndi að hafa boðið embættismönnum mútur í umboði vogunarsjóðsins. Í staðinn fékk Och-Ziff greiðan aðgang að embættismönnunum sem tryggði sjóðnum mjög ábatasama viðskiptasamninga víða í álfunni. Í frétt Reuters segir að Mebiame hafi meðal annars boðið embættismönnum fé, yfir eitt hundrað milljónir dala, sportbíla og leiguflugvélar. Och-Ziff og forstjóri sjóðsins, Daniel Och, féllust í september í fyrra á að greiða 412 milljónir dala, sem jafngildir um 55 milljörðum íslenskra króna, í sekt vegna málsins. Um var að ræða hæstu sekt sem lögð hefur verið á vogunarsjóð vegna mútugreiðslna. Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur jafnframt ákært tvo fyrrverandi stjórnendur sjóðsins fyrir hlut þeirra í málinu. Fyrr í sumar var greint frá því að Och-Ziff hefði ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka ef sjóðurinn kýs að nýta sér kauprétt síðar á árinu og eignast þannig stærri hlut í bankanum. Virkur telst sá eignarhlutur sem er tíu prósent hlutafjár eða meira. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins mun sjóðurinn hafa fengið ábendingu um að ekki væri víst að hann myndi hljóta náð fyrir augum FME sem virkur eigandi í bankanum. Einkum valdi þar sú staðreynd að umtalsvert rót hafi verið á sjóðnum eftir háværa umræðu um mútugreiðslurnar í Afríku. Birtist í Fréttablaðinu Gabon Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sonur fyrrverandi forsætisráðherra Gabon hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að aðstoða bandaríska vogunarsjóðinn Och-Ziff Capital Management við að múta háttsettum afrískum embættismönnum. Sjóðurinn keypti í mars á þessu ári 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Maðurinn, Samuel Mebiame, játaði sök í lok síðasta árs og viðurkenndi að hafa boðið embættismönnum mútur í umboði vogunarsjóðsins. Í staðinn fékk Och-Ziff greiðan aðgang að embættismönnunum sem tryggði sjóðnum mjög ábatasama viðskiptasamninga víða í álfunni. Í frétt Reuters segir að Mebiame hafi meðal annars boðið embættismönnum fé, yfir eitt hundrað milljónir dala, sportbíla og leiguflugvélar. Och-Ziff og forstjóri sjóðsins, Daniel Och, féllust í september í fyrra á að greiða 412 milljónir dala, sem jafngildir um 55 milljörðum íslenskra króna, í sekt vegna málsins. Um var að ræða hæstu sekt sem lögð hefur verið á vogunarsjóð vegna mútugreiðslna. Bandaríska verðbréfaeftirlitið hefur jafnframt ákært tvo fyrrverandi stjórnendur sjóðsins fyrir hlut þeirra í málinu. Fyrr í sumar var greint frá því að Och-Ziff hefði ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka ef sjóðurinn kýs að nýta sér kauprétt síðar á árinu og eignast þannig stærri hlut í bankanum. Virkur telst sá eignarhlutur sem er tíu prósent hlutafjár eða meira. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins mun sjóðurinn hafa fengið ábendingu um að ekki væri víst að hann myndi hljóta náð fyrir augum FME sem virkur eigandi í bankanum. Einkum valdi þar sú staðreynd að umtalsvert rót hafi verið á sjóðnum eftir háværa umræðu um mútugreiðslurnar í Afríku.
Birtist í Fréttablaðinu Gabon Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira