Aukanemendur hræða ekki háskólana Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Rektor Háskóla Íslands segir skólann hafa tekið við miklum fjölda nemenda eftir efnahagshrunið. Skólinn geti gert það aftur. Vísir/Valli Háskóli Íslands reiknar með að fá um 200 nýnema aukalega haustið 2018 þegar margir framhaldsskólanna útskrifa tvo árganga; bæði árgang sem hefur farið í gegnum fjögurra ára nám til stúdentsprófs og árgang sem lýkur stúdentsprófi á þremur árum. Búist er við því að meginþunginn verði haustið 2019. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem mun skapast með heildarfjölgun nýnema, en segir að rýna þurfi dreifinguna innan skólans. Hann bendir á að sumir skólar, eins og Menntaskólinn við Hamrahlíð, hafi um langt skeið útskrifað einhvern hluta nemenda sinna á innan við fjórum árum. Tölur bendi til þess að nú þegar séu um fimm prósent nemenda Háskóla Íslands að hefja nám áður en þeir ná 20 ára aldri. Háskóli Íslands hefur reynt að glöggva sig á þróuninni út frá stærð fæðingarárganga, hversu stór hluti stúdenta komi að jafnaði til Háskóla Íslands og hvenær endurskipulagningin tók gildi hjá mismunandi framhaldsskólum. „Við skjótum á að vegna breytinganna fái Háskóli Íslands um 200 fleiri nemendur árið 2018 en ellegar væri. Svo verði þeir um 500 árið 2019 og kannski 300 árið 2020. Þetta eru mjög grófar spár sem við höfum og miða við það að 65 til 70 prósent nýstúdenta komi í Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli.Jón Atli Benediktssonvísir/pjetur„Tölfræðin okkar segir að 35 prósent innritist á sama ári og þeir ljúka stúdentsprófi, 35 prósent innritast einu ári eftir stúdentspróf og 15 prósent innritast tveimur árum eftir stúdentspróf. Þetta dreifist því svolítið,“ bætir hann við. Jón Atli bendir á að eftir hrunið hafi Háskóli Íslands tekið á móti mjög mörgum nemendum á stuttum tíma og skólinn telji sig geta gert það aftur vegna fyrrgreindra breytinga. Rektor Háskólans í Reykjavík tekur undir með Jóni Atla. „Við erum nú búnir að vita af þessari fjölgun sem mun koma þegar fyrstu hóparnir fara að skila sér úr styttra framhaldsskólanámi. Við höfum alltaf gert ráð fyrir því að taka inn fleiri þá og það stendur alveg,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor. Ari Kristinn segir erfitt að sjá fyrir hvernig nemendafjöldinn muni þróast. Í fyrsta lagi hafi framhaldsskólarnir ekki allir tekið upp styttra nám á sama tíma. Síðan bætist það við að það klári ekki allir nemendur námið sitt á hárréttum tíma og því muni fjöldi nýstúdenta dreifast yfir nokkur ár. „Í versta tilfelli hefði þetta orðið næstum því tvöfaldur árgangur en það verður ekkert í líkingu við það,“ segir Ari Kristinn og bætir við að háskólasamfélagið sé ágætlega tilbúið til að takast á við fjöldann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Háskóli Íslands reiknar með að fá um 200 nýnema aukalega haustið 2018 þegar margir framhaldsskólanna útskrifa tvo árganga; bæði árgang sem hefur farið í gegnum fjögurra ára nám til stúdentsprófs og árgang sem lýkur stúdentsprófi á þremur árum. Búist er við því að meginþunginn verði haustið 2019. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur ekki þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem mun skapast með heildarfjölgun nýnema, en segir að rýna þurfi dreifinguna innan skólans. Hann bendir á að sumir skólar, eins og Menntaskólinn við Hamrahlíð, hafi um langt skeið útskrifað einhvern hluta nemenda sinna á innan við fjórum árum. Tölur bendi til þess að nú þegar séu um fimm prósent nemenda Háskóla Íslands að hefja nám áður en þeir ná 20 ára aldri. Háskóli Íslands hefur reynt að glöggva sig á þróuninni út frá stærð fæðingarárganga, hversu stór hluti stúdenta komi að jafnaði til Háskóla Íslands og hvenær endurskipulagningin tók gildi hjá mismunandi framhaldsskólum. „Við skjótum á að vegna breytinganna fái Háskóli Íslands um 200 fleiri nemendur árið 2018 en ellegar væri. Svo verði þeir um 500 árið 2019 og kannski 300 árið 2020. Þetta eru mjög grófar spár sem við höfum og miða við það að 65 til 70 prósent nýstúdenta komi í Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli.Jón Atli Benediktssonvísir/pjetur„Tölfræðin okkar segir að 35 prósent innritist á sama ári og þeir ljúka stúdentsprófi, 35 prósent innritast einu ári eftir stúdentspróf og 15 prósent innritast tveimur árum eftir stúdentspróf. Þetta dreifist því svolítið,“ bætir hann við. Jón Atli bendir á að eftir hrunið hafi Háskóli Íslands tekið á móti mjög mörgum nemendum á stuttum tíma og skólinn telji sig geta gert það aftur vegna fyrrgreindra breytinga. Rektor Háskólans í Reykjavík tekur undir með Jóni Atla. „Við erum nú búnir að vita af þessari fjölgun sem mun koma þegar fyrstu hóparnir fara að skila sér úr styttra framhaldsskólanámi. Við höfum alltaf gert ráð fyrir því að taka inn fleiri þá og það stendur alveg,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor. Ari Kristinn segir erfitt að sjá fyrir hvernig nemendafjöldinn muni þróast. Í fyrsta lagi hafi framhaldsskólarnir ekki allir tekið upp styttra nám á sama tíma. Síðan bætist það við að það klári ekki allir nemendur námið sitt á hárréttum tíma og því muni fjöldi nýstúdenta dreifast yfir nokkur ár. „Í versta tilfelli hefði þetta orðið næstum því tvöfaldur árgangur en það verður ekkert í líkingu við það,“ segir Ari Kristinn og bætir við að háskólasamfélagið sé ágætlega tilbúið til að takast á við fjöldann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira