Úrelt kerfi RAI veltir allt að 11 milljörðum króna árlega Jórunn María Ólafsdóttir og María Fjóla Harðardóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Á milli Sjúkratrygginga Íslands og flestra hjúkrunarheimila landsins er í gildi samningur um þjónustu heimilanna við aldraða. Meðal þess sem samningurinn gerir kröfu um er að á heimilunum sé haldin mjög nákvæm skráning um „raunverulegan aðbúnað íbúa“ sem opinberlega kallast skráning RAI-mats. Umfangið er mikið þar sem þrisvar á ári er svarað um 400 spurningum um hvern og einn íbúa. Því er ljóst að gífurlegir fjármunir og dýrmætur tími heilbrigðisstarfsfólks á hjúkrunarheimilum fer í RAI-matið.Fjárveitingar fylgja ekki þróuninni Mælitækinu er meðal annars ætlað að meta gæði þjónustunnar sem heimilin veita, þörf íbúa fyrir hjúkrun og aðstoð ásamt því að móta einstaklingsbundna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn íbúa og halda utan um heilsufarsupplýsingar viðkomandi. Niðurstöður RAI-mats eru samanburðarhæfar milli tímabila, hjúkrunarheimila og annarra landa og gefa góða mynd af gæðamálum. Niðurstöðurnar eru einnig lagðar til grundvallar við veitingu fjármagns til einstakra hjúkrunarheimila. Sem dæmi um það voru greiddir um það bil 26 milljarðar króna á árinu 2016 til hjúkrunarheimila í gegnum ofangreindan samning þar sem um 11 milljarðar skiptast eftir niðurstöðum RAI-mælitækisins. Gæðamatshlutinn er gífurlega gagnlegur í núverandi útgáfu mælitækisins og því viljum við halda. Sá hluti sem snýr að útdeilingu fjármagns er umdeildari og úreltari þar sem hann nær síður yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfi hjúkrunarheimila á síðustu árum og áratugum. Sífellt flóknari meðferð veikari einstaklinga, sem áður var veitt á sjúkrahúsum er nú veitt á hjúkrunarheimilum landsins.Gamalt mælitæki Vandinn sem blasir við þeim sem vinna með RAI-mælitækið er að það er tæplega 20 ára gamalt. Nýrri og betri útgáfur eru til, en ekki fæst fjármagn til að uppfæra kerfið og færa hjúkrunarheimilin nær nútímanum. Ekki hefur heldur fengist fjármagn til að leiðrétta innbyggðar skekkjur í núverandi útgáfu þrátt fyrir ábendingar þess efnis til velferðarráðuneytisins. Nýrri útgáfa myndi einnig gefa möguleika á að tengjast þeim mælitækjum sem Landspítali og heimahjúkrun nota fyrir skjólstæðinga sína, og auka þannig samfellu í meðferð og öryggi upplýsinga.Eftirliti verulega ábótavant Í dag er staðan sú að það er enginn opinber aðili sem hefur virkt eftirlit með skráningu hjúkrunarheimila í mælitækið. Hingað til hefur verið brotalöm á því að opinber aðili kenni starfsmönnum hjúkrunarheimila hvernig eigi að skrá gögn í mælitækið svo að skráning uppfylli opinberar kröfur. Afleiðingin er því ósamræmd skráning í kerfið og staðreyndin sú að hið opinbera gerir kröfu um notkun mælitækis sem ekki er tryggt að notað sé með samræmdum og réttum hætti. Fagráð sem m.a. hafði það hlutverk var lagt niður í sumar án þess að viðfangsefninu væri fundinn viðunandi farvegur. Ef ekkert verður að gert munum við áfram sitja uppi með úrelt mælitæki sem ráðstafar, eins og áður segir, milljörðum króna til hjúkrunarheimila.Geri gangskör að breytingum Við köllum eftir að velferðarráðuneytið taki ábyrgð og gegni réttmætri skyldu sinni og skipi nú þegar í stað nefnd um mælitækið. Við köllum einnig eftir að umrædd nefnd verði skipuð fulltrúum notanda jafnt sem eftirlitsaðila. Nefndin þarf að hafa heimild og bolmagn til að standa fyrir kennslu og uppfærslu á kerfinu sem og virkt eftirlit með notkun þess. Á þeim grunni er hægt að byggja upp trúverðugt verkfæri í stað þess að sitja uppi með úrelt mælitæki. Jórunn María Ólafsdóttir er hjúkrunarforstjóri í Brákarhlíð Borgarnesi.María Fjóla Harðardóttir er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á milli Sjúkratrygginga Íslands og flestra hjúkrunarheimila landsins er í gildi samningur um þjónustu heimilanna við aldraða. Meðal þess sem samningurinn gerir kröfu um er að á heimilunum sé haldin mjög nákvæm skráning um „raunverulegan aðbúnað íbúa“ sem opinberlega kallast skráning RAI-mats. Umfangið er mikið þar sem þrisvar á ári er svarað um 400 spurningum um hvern og einn íbúa. Því er ljóst að gífurlegir fjármunir og dýrmætur tími heilbrigðisstarfsfólks á hjúkrunarheimilum fer í RAI-matið.Fjárveitingar fylgja ekki þróuninni Mælitækinu er meðal annars ætlað að meta gæði þjónustunnar sem heimilin veita, þörf íbúa fyrir hjúkrun og aðstoð ásamt því að móta einstaklingsbundna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn íbúa og halda utan um heilsufarsupplýsingar viðkomandi. Niðurstöður RAI-mats eru samanburðarhæfar milli tímabila, hjúkrunarheimila og annarra landa og gefa góða mynd af gæðamálum. Niðurstöðurnar eru einnig lagðar til grundvallar við veitingu fjármagns til einstakra hjúkrunarheimila. Sem dæmi um það voru greiddir um það bil 26 milljarðar króna á árinu 2016 til hjúkrunarheimila í gegnum ofangreindan samning þar sem um 11 milljarðar skiptast eftir niðurstöðum RAI-mælitækisins. Gæðamatshlutinn er gífurlega gagnlegur í núverandi útgáfu mælitækisins og því viljum við halda. Sá hluti sem snýr að útdeilingu fjármagns er umdeildari og úreltari þar sem hann nær síður yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfi hjúkrunarheimila á síðustu árum og áratugum. Sífellt flóknari meðferð veikari einstaklinga, sem áður var veitt á sjúkrahúsum er nú veitt á hjúkrunarheimilum landsins.Gamalt mælitæki Vandinn sem blasir við þeim sem vinna með RAI-mælitækið er að það er tæplega 20 ára gamalt. Nýrri og betri útgáfur eru til, en ekki fæst fjármagn til að uppfæra kerfið og færa hjúkrunarheimilin nær nútímanum. Ekki hefur heldur fengist fjármagn til að leiðrétta innbyggðar skekkjur í núverandi útgáfu þrátt fyrir ábendingar þess efnis til velferðarráðuneytisins. Nýrri útgáfa myndi einnig gefa möguleika á að tengjast þeim mælitækjum sem Landspítali og heimahjúkrun nota fyrir skjólstæðinga sína, og auka þannig samfellu í meðferð og öryggi upplýsinga.Eftirliti verulega ábótavant Í dag er staðan sú að það er enginn opinber aðili sem hefur virkt eftirlit með skráningu hjúkrunarheimila í mælitækið. Hingað til hefur verið brotalöm á því að opinber aðili kenni starfsmönnum hjúkrunarheimila hvernig eigi að skrá gögn í mælitækið svo að skráning uppfylli opinberar kröfur. Afleiðingin er því ósamræmd skráning í kerfið og staðreyndin sú að hið opinbera gerir kröfu um notkun mælitækis sem ekki er tryggt að notað sé með samræmdum og réttum hætti. Fagráð sem m.a. hafði það hlutverk var lagt niður í sumar án þess að viðfangsefninu væri fundinn viðunandi farvegur. Ef ekkert verður að gert munum við áfram sitja uppi með úrelt mælitæki sem ráðstafar, eins og áður segir, milljörðum króna til hjúkrunarheimila.Geri gangskör að breytingum Við köllum eftir að velferðarráðuneytið taki ábyrgð og gegni réttmætri skyldu sinni og skipi nú þegar í stað nefnd um mælitækið. Við köllum einnig eftir að umrædd nefnd verði skipuð fulltrúum notanda jafnt sem eftirlitsaðila. Nefndin þarf að hafa heimild og bolmagn til að standa fyrir kennslu og uppfærslu á kerfinu sem og virkt eftirlit með notkun þess. Á þeim grunni er hægt að byggja upp trúverðugt verkfæri í stað þess að sitja uppi með úrelt mælitæki. Jórunn María Ólafsdóttir er hjúkrunarforstjóri í Brákarhlíð Borgarnesi.María Fjóla Harðardóttir er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun