#metoo Áshildur Bragadóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Economic Forum (WEF) undir yfirskriftinni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónarhornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttisbarátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf samstöðu meðal þjóðar. Með samtakamætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helmingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafnrétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kynbundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launamun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttismála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Economic Forum (WEF) undir yfirskriftinni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónarhornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttisbarátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf samstöðu meðal þjóðar. Með samtakamætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helmingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafnrétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kynbundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launamun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttismála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun