#metoo Áshildur Bragadóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Economic Forum (WEF) undir yfirskriftinni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónarhornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttisbarátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf samstöðu meðal þjóðar. Með samtakamætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helmingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafnrétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kynbundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launamun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttismála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Economic Forum (WEF) undir yfirskriftinni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónarhornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttisbarátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf samstöðu meðal þjóðar. Með samtakamætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helmingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafnrétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kynbundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launamun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttismála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun