Staðan aldrei betri en nú Gísli Hauksson skrifar 25. október 2017 07:00 Líf mannsins á jörðinni hefur í raun aldrei verið betra en í dag. Þrátt fyrir að daglega dynji á okkur fréttir af eymd, átökum, þrengingum, mengun og öðrum hamförum þá er mikilvægt að hafa í huga að maðurinn hefur náð ótrúlegum árangri í því að bæta lífsgæði sín. Það er alveg sama hvert litið er. Allar tölur sem mæla lífsgæði eru betri nú en þær voru fyrir 50 eða 100 árum og vart þarf að taka fram hvernig þær eru í samanburði við mælanlegar tölur fyrir iðnbyltinguna. Sænski rithöfundurinn Johan Norberg gaf í fyrra út bókina Framfarir (e. Progress) þar sem hann fer með vönduðum hætti yfir þær framfarir sem hafa orðið á undanförnum áratugum og öldum. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu í þessari viku í samstarfi Almenna bókafélagsins og GAMMA. Það að lífið sé betra nú en áður er ekki aðeins skoðun Norbergs heldur er fullyrðingin studd með margvíslegum staðreyndum. Norberg lýsir því hvernig fátækt og hungur hefur minnkað verulega og bendir á að það dragi hraðar úr ólæsi, barnaþrælkun og ungbarnadauða en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Lífslíkur við fæðingu hafa aukist yfir tvöfalt meira á síðustu öld en á næstu 200.000 árum á undan. Líkurnar á því að barn sem fæðist nú nái eftirlaunaaldri eru miklu meiri en líkurnar á að forfeður þess næðu að verða fimm ára. „Sannleikurinn er sá ef okkur langar til að hverfa til liðins tíma, að þá voru gömlu góðu dagarnir skelfilegir,“ segir Norberg í bók sinni.Tökum framtíðinni fagnandi Undirtitill bókar Norbergs er: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi. Hann fjallar í tíu köflum um þær framfarir sem hafa orðið á ýmsum sviðum og bætt hafa lífsgæði mannkyns, þar á meðal um baráttuna gegn hungri í heiminum, aukið hreinlæti, bættar lífslíkur og minnkandi fátækt. Hættan á að einstaklingar standi frammi fyrir stríði, deyi af völdum náttúruhamfara eða búi við alræðisstjórn er minni en nokkru sinni fyrr. Norberg fjallar einnig um umhverfið og orkumál, útbreiðslu læsis, aukið frelsi og jafnrétti. Allt er þetta árangur stöðugrar og sjálfsprottinnar þróunar manna sem fengu frelsi til að lifa eigin lífi og bæta heiminn. „Þetta eru framfarir sem enginn leiðtogi, stofnun eða ríkisstjórn getur stjórnað að ofan,“ segir Norberg.Vanþekking er ógn Bók Norbergs fjallar um sigra mannkynsins en hann bendir þó á að mistök væru að taka þessum framförum sem sjálfsögðum. Opið hagkerfi, tækniframfarir og frelsi leiða til framþróunar og bættra lífskjara en í gegnum tíðina hafa sérhagsmunahópar reynt að berjast gegn slíkum breytingum. Við sjáum þess merki enn þann dag í dag, t.d. í andstöðu við alþjóðavæðingu og einstaklingsfrelsi. Lýðskrumarar, jafnt á hægri- sem vinstrivæng stjórnmálanna, reyna að telja okkur trú um að heimurinn sé hættulegur. Einu raunverulegu ógnirnar sem steðja að okkur í dag eru þröngsýni, vanþekking og þeir sem telja sig vita betur en aðrir hvort og þá hvernig heimurinn á að þróast.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Líf mannsins á jörðinni hefur í raun aldrei verið betra en í dag. Þrátt fyrir að daglega dynji á okkur fréttir af eymd, átökum, þrengingum, mengun og öðrum hamförum þá er mikilvægt að hafa í huga að maðurinn hefur náð ótrúlegum árangri í því að bæta lífsgæði sín. Það er alveg sama hvert litið er. Allar tölur sem mæla lífsgæði eru betri nú en þær voru fyrir 50 eða 100 árum og vart þarf að taka fram hvernig þær eru í samanburði við mælanlegar tölur fyrir iðnbyltinguna. Sænski rithöfundurinn Johan Norberg gaf í fyrra út bókina Framfarir (e. Progress) þar sem hann fer með vönduðum hætti yfir þær framfarir sem hafa orðið á undanförnum áratugum og öldum. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu í þessari viku í samstarfi Almenna bókafélagsins og GAMMA. Það að lífið sé betra nú en áður er ekki aðeins skoðun Norbergs heldur er fullyrðingin studd með margvíslegum staðreyndum. Norberg lýsir því hvernig fátækt og hungur hefur minnkað verulega og bendir á að það dragi hraðar úr ólæsi, barnaþrælkun og ungbarnadauða en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Lífslíkur við fæðingu hafa aukist yfir tvöfalt meira á síðustu öld en á næstu 200.000 árum á undan. Líkurnar á því að barn sem fæðist nú nái eftirlaunaaldri eru miklu meiri en líkurnar á að forfeður þess næðu að verða fimm ára. „Sannleikurinn er sá ef okkur langar til að hverfa til liðins tíma, að þá voru gömlu góðu dagarnir skelfilegir,“ segir Norberg í bók sinni.Tökum framtíðinni fagnandi Undirtitill bókar Norbergs er: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi. Hann fjallar í tíu köflum um þær framfarir sem hafa orðið á ýmsum sviðum og bætt hafa lífsgæði mannkyns, þar á meðal um baráttuna gegn hungri í heiminum, aukið hreinlæti, bættar lífslíkur og minnkandi fátækt. Hættan á að einstaklingar standi frammi fyrir stríði, deyi af völdum náttúruhamfara eða búi við alræðisstjórn er minni en nokkru sinni fyrr. Norberg fjallar einnig um umhverfið og orkumál, útbreiðslu læsis, aukið frelsi og jafnrétti. Allt er þetta árangur stöðugrar og sjálfsprottinnar þróunar manna sem fengu frelsi til að lifa eigin lífi og bæta heiminn. „Þetta eru framfarir sem enginn leiðtogi, stofnun eða ríkisstjórn getur stjórnað að ofan,“ segir Norberg.Vanþekking er ógn Bók Norbergs fjallar um sigra mannkynsins en hann bendir þó á að mistök væru að taka þessum framförum sem sjálfsögðum. Opið hagkerfi, tækniframfarir og frelsi leiða til framþróunar og bættra lífskjara en í gegnum tíðina hafa sérhagsmunahópar reynt að berjast gegn slíkum breytingum. Við sjáum þess merki enn þann dag í dag, t.d. í andstöðu við alþjóðavæðingu og einstaklingsfrelsi. Lýðskrumarar, jafnt á hægri- sem vinstrivæng stjórnmálanna, reyna að telja okkur trú um að heimurinn sé hættulegur. Einu raunverulegu ógnirnar sem steðja að okkur í dag eru þröngsýni, vanþekking og þeir sem telja sig vita betur en aðrir hvort og þá hvernig heimurinn á að þróast.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun