Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2017 21:30 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull sakmvæmt Helmut Marko. Vísir/Getty Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. Kvyat hefur verið á mála hjá Red Bull allan sinn feril í Formúlu 1. Hann var færður til systurliðsins Toro Rosso eftir slakt gengi á síðasta ári. Sæti hans hjá Red Bull tók Max Verstappen. Kvyat ók í bandaríska kappsktrinum um liðna helgi. Hann tók þá sæti Pierre Gasly sem hafði öðrum hnoöppum að hneppa í Súperformúlu mótaröðinni í Japan. Kvyat ók þá við hlið Brendon Hartley sem þreytti frumraun sína í Formúlu 1. Hartley var kallaður inn í Toro Rosso liðið til að fylla skarð Carlos Sainz sem færði sig yfir til Renault fyrir bandaríska kappaksturinn. Í samtali við Bild sagði Marko að trúin á getu Kvyat hefði dvínað og að hann sé að mati liðsins ekki rétti maðurinn fyrir það „Kvyat mun ekki snúa aftur. Við teljum hann ekki færan um viðsnúning til framtíðar,“ sagði Marko. „Gasly og Hartley munu klára tímabilið sem ökumenn Toro Rosso, svo munum við meta stöðuna,“ bætti Marko við að lokum. Ferill Kvyat í Formúlu 1 er því að öllum líkindum að endastöð kominn. Hann hefur ekki verið orðaður við annað lið í mótaröðinni. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00 Brendon Hartley mun fylla autt sæti hjá Toro Rosso Brendon Hartley, fyrrum ökumaður í uppeldisakademíu Red Bull liðsins mun taka sæti Carlos Sainz í bandaríska kappakstrinum. Hann mun aka við hlið Daniil Kvyat sem snýr aftur í fjarveru Pierre Gasly. 13. október 2017 22:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. Kvyat hefur verið á mála hjá Red Bull allan sinn feril í Formúlu 1. Hann var færður til systurliðsins Toro Rosso eftir slakt gengi á síðasta ári. Sæti hans hjá Red Bull tók Max Verstappen. Kvyat ók í bandaríska kappsktrinum um liðna helgi. Hann tók þá sæti Pierre Gasly sem hafði öðrum hnoöppum að hneppa í Súperformúlu mótaröðinni í Japan. Kvyat ók þá við hlið Brendon Hartley sem þreytti frumraun sína í Formúlu 1. Hartley var kallaður inn í Toro Rosso liðið til að fylla skarð Carlos Sainz sem færði sig yfir til Renault fyrir bandaríska kappaksturinn. Í samtali við Bild sagði Marko að trúin á getu Kvyat hefði dvínað og að hann sé að mati liðsins ekki rétti maðurinn fyrir það „Kvyat mun ekki snúa aftur. Við teljum hann ekki færan um viðsnúning til framtíðar,“ sagði Marko. „Gasly og Hartley munu klára tímabilið sem ökumenn Toro Rosso, svo munum við meta stöðuna,“ bætti Marko við að lokum. Ferill Kvyat í Formúlu 1 er því að öllum líkindum að endastöð kominn. Hann hefur ekki verið orðaður við annað lið í mótaröðinni.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00 Brendon Hartley mun fylla autt sæti hjá Toro Rosso Brendon Hartley, fyrrum ökumaður í uppeldisakademíu Red Bull liðsins mun taka sæti Carlos Sainz í bandaríska kappakstrinum. Hann mun aka við hlið Daniil Kvyat sem snýr aftur í fjarveru Pierre Gasly. 13. október 2017 22:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00
Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans. 8. október 2017 06:00
Brendon Hartley mun fylla autt sæti hjá Toro Rosso Brendon Hartley, fyrrum ökumaður í uppeldisakademíu Red Bull liðsins mun taka sæti Carlos Sainz í bandaríska kappakstrinum. Hann mun aka við hlið Daniil Kvyat sem snýr aftur í fjarveru Pierre Gasly. 13. október 2017 22:00