Katarar samþykkja að koma betur fram við verkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2017 23:17 Aðstæðum verkamanna í Katar hefur verið lýst sem þrælahaldi. Vísir/AFP Yfirvöld í Katar hafa samþykkt gera breytingar á starfsumhverfi erlendra verkamanna og að komið verði betur fram við þá. Ríkið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir það hvernig komið hefur verið fram við erlenda verkamenn og hefur ástandinu margsinnis verið lýst sem þrælahaldi. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað í landinu á undanförnum árum og þá að miklu leyti vegna Heimsmeistaramótsins í fótbolta sem haldið verður þar í landi árið 2022. Um ein og hálf til tvær milljónir erlendra verkamanna vinna við þær framkvæmdir og hundruð þeirra hafa dáið á undanförnum árum. Flestir þeirra koma frá Asíu. Verkamennirnir hafa meðal annars kvartað yfir því að vegabréf þeirra hafi verið tekin af þeim við komuna til Katar og að þeir hafi ekki fengið greidd þau laun sem þeim hafi verið lofað, svo eitthvað sé nefnt.Sjá einnig: Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í KatarForsvarsmenn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) ætluðu samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar að funda um ástandið í morgun og ákveða hvort að tilefni væri til að stofnunin, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna, myndi framkvæma opinbera rannsókn á aðstæðum verkamanna í Katar.Meðal þess sem Katarar ætla að gera er að koma á lágmarkslaunum, ganga þannig frá málum að samningar verkamanna séu á skrá hjá ríkinu svo ekki sé hægt að breyta þeim og að tryggja að vinnuveitendur geti ekki meinað verkamönnum að yfirgefa landið. Þar að auki verði verkamönnum gert auðveldara að kvarta yfir vinnuaðstæðum sínum. Ekki liggur fyrir hvenær umbótunum verður komið á. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir of snemmt að fagna þar sem loforð sem þessi hafi verið gefin og brotin áður. Nauðsynlegt sé að bíða og sjá hvað úr verði. Hvort lögum verði breytt og sjá hvort að umbótum verði í raun komið á. Hér má sjá heimildarmynd um aðstæður verkamanna í Katar sem Guardian birti árið 2014. Tengdar fréttir 1.400 látnir við byggingu HM-valla í Katar Starfsaðstæður verkamanna hafa ekkert batnað frá síðustu heimsókn sænsks stéttarfélags til Katar fyrir um ári. 7. nóvember 2014 17:47 Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í Katar Alþjóðasamök verkalýðsfélaga áætlar að um fjögur þúsund verkamenn muni að óbreyttu láta lífið vegna framkvæmdanna. 29. maí 2015 10:25 260 Indverjar látið lífið í ár við smíði HM-leikvanga í Katar Þegar enn eru 7 ár þangað til að flautað verður til leiks hafa á annað þúsund verkamanna látið lífið við smíði knattspyrnuvallanna sem notaðir verða á heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022. 30. nóvember 2015 23:36 Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Yfirvöld í Katar hafa samþykkt gera breytingar á starfsumhverfi erlendra verkamanna og að komið verði betur fram við þá. Ríkið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir það hvernig komið hefur verið fram við erlenda verkamenn og hefur ástandinu margsinnis verið lýst sem þrælahaldi. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað í landinu á undanförnum árum og þá að miklu leyti vegna Heimsmeistaramótsins í fótbolta sem haldið verður þar í landi árið 2022. Um ein og hálf til tvær milljónir erlendra verkamanna vinna við þær framkvæmdir og hundruð þeirra hafa dáið á undanförnum árum. Flestir þeirra koma frá Asíu. Verkamennirnir hafa meðal annars kvartað yfir því að vegabréf þeirra hafi verið tekin af þeim við komuna til Katar og að þeir hafi ekki fengið greidd þau laun sem þeim hafi verið lofað, svo eitthvað sé nefnt.Sjá einnig: Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í KatarForsvarsmenn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) ætluðu samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar að funda um ástandið í morgun og ákveða hvort að tilefni væri til að stofnunin, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna, myndi framkvæma opinbera rannsókn á aðstæðum verkamanna í Katar.Meðal þess sem Katarar ætla að gera er að koma á lágmarkslaunum, ganga þannig frá málum að samningar verkamanna séu á skrá hjá ríkinu svo ekki sé hægt að breyta þeim og að tryggja að vinnuveitendur geti ekki meinað verkamönnum að yfirgefa landið. Þar að auki verði verkamönnum gert auðveldara að kvarta yfir vinnuaðstæðum sínum. Ekki liggur fyrir hvenær umbótunum verður komið á. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir of snemmt að fagna þar sem loforð sem þessi hafi verið gefin og brotin áður. Nauðsynlegt sé að bíða og sjá hvað úr verði. Hvort lögum verði breytt og sjá hvort að umbótum verði í raun komið á. Hér má sjá heimildarmynd um aðstæður verkamanna í Katar sem Guardian birti árið 2014.
Tengdar fréttir 1.400 látnir við byggingu HM-valla í Katar Starfsaðstæður verkamanna hafa ekkert batnað frá síðustu heimsókn sænsks stéttarfélags til Katar fyrir um ári. 7. nóvember 2014 17:47 Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í Katar Alþjóðasamök verkalýðsfélaga áætlar að um fjögur þúsund verkamenn muni að óbreyttu láta lífið vegna framkvæmdanna. 29. maí 2015 10:25 260 Indverjar látið lífið í ár við smíði HM-leikvanga í Katar Þegar enn eru 7 ár þangað til að flautað verður til leiks hafa á annað þúsund verkamanna látið lífið við smíði knattspyrnuvallanna sem notaðir verða á heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022. 30. nóvember 2015 23:36 Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
1.400 látnir við byggingu HM-valla í Katar Starfsaðstæður verkamanna hafa ekkert batnað frá síðustu heimsókn sænsks stéttarfélags til Katar fyrir um ári. 7. nóvember 2014 17:47
Gríðarlegur fjöldi dauðsfalla vegna byggingar á HM-völlum í Katar Alþjóðasamök verkalýðsfélaga áætlar að um fjögur þúsund verkamenn muni að óbreyttu láta lífið vegna framkvæmdanna. 29. maí 2015 10:25
260 Indverjar látið lífið í ár við smíði HM-leikvanga í Katar Þegar enn eru 7 ár þangað til að flautað verður til leiks hafa á annað þúsund verkamanna látið lífið við smíði knattspyrnuvallanna sem notaðir verða á heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022. 30. nóvember 2015 23:36
Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01