Opið bréf til Ríkisútvarpsins – fréttaskýringaþáttarins Kveiks Arnar Sverrisson skrifar 21. desember 2017 07:00 Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Þakka prýðilega umfjöllun um brottkast fiskjar og ástandið í Burma. Óska þættinum velgengni. Skynsamleg rannsóknarblaðamennska er svo sannarlega gagnleg. Blaðamaður þáttarins lýsti eftir tillögum að efni. Tillaga mín er þessi: Beinið sjónum að fréttaflutningi RÚV, sérstaklega að öllu því, er að samskiptum kynjanna lýtur, réttindum og stöðu karla/feðra og kvenna/mæðra með hliðsjón af réttindum barna. Lög bjóða, að fréttamenn RÚV skuli leitast við að varpa ljósi á málefnin frá öllum hliðum, sýna aðgát, gera sér far um réttmæti, sanngirni og sannleika, sýna vönduð vinnubrögð í hvívetna. Þar við bætist, að fréttamenn skulu ekki vera hliðhollir ákveðnum hugmyndafræðilegum hagsmunum. Í umfjöllun um fyrrgreind efni gæti pottur verið brotinn. Áhyggjur mínar grundvallast eingöngu á eigin áhorfi, stundum stopulu, um nokkurra ára skeið. (Þessi tillaga á þá skiljanlega fyrst og fremst við sjónvarp.) Ég fór fyrst verulega að sperra eyrun, þegar flutt var þáttaröð í tilefni aldarafmælis almenns kosningaréttar á Íslandi. Þar var rangfært, að konur hefðu ekki haft kosningarétt fyrir 1915. Kosningarétt til sveitarstjórna höfðu ákveðnar konur rétt eins og karlar frá 1881. Fjöldi karla hafði heldur ekki kosningarétt til Alþingis fyrir 1915. Ég minnist þess ekki, að sambærileg umfjöllun um karla hafi átt sér stað. Mig hefur oft og tíðum rekið í rogastans síðan, þó að einstök atriði hafi liðið mér skýrt úr minni. Uppþot kvenfrelsara af ýmsu tagi og efni þeim tengt er áberandi. Margsinnis hafa býsna áreiðanlegar rannsóknaniðurstöður verið virtar að vettugi í umfjöllun um ofbeldi á heimilum og ofbeldi yfirleitt. Síðustu vikur hefur þó gagnrýnisleysið keyrt úr hófi fram. Ríkisútvarpið gerist vettvangur söfnunar fyrir Kvennaathvarfið, sem er félagsskapur rekinn á hugmyndafræðigrunni kvenfrelsunar. Þar eru t.d. börn vistuð í trássi við feður sína og þeim meinaðar samvistir við þau. Það er lögbrot. Aukin heldur eru börnin hrifin úr skóla sínum. Kastljós stendur gagnrýnislaust upp á gátt fyrir hverri konu, sem segist kúguð af karlmönnum. Þar eru m.a. bornar fram ávirðingar, dylgjur og ærumeiðingar. Karlar, sem auðvelt er að auðkenna, eru jafnvel „teknir af lífi“ fyrir framan alþjóð. Skilningur fréttamanna þáttarins er á þá leið, beint og óbeint, að með fréttamennsku sinni stuðli þeir að því, að konur „skili skömminni“, og kyndi undir „hreinsunareldi“, sem kyntur er körlunum til hreinsunar og yfirbóta. Þetta minnir óneitanlega á karlabrennur fyrr á öldum. En þá var hugmyndafræðin önnur. Fréttamennirnir seilast langt í túlkun orða viðmælenda sinna í fyrrgreinda veru. Í viðtali við konu, sem í áratugi hefur barist fyrir réttri feðrun sinni, túlkaði fréttamaður t.d. ranga feðrun móðurinnar sem leið hennar til að „skila skömminni“, því einu sinni var litið niður á konur, sem eignuðust börn í lausaleik, sagði hann. Að þessu sögðu skora ég á starfsfólk Kveiks að rannsaka ítarlega, hvort lög um RÚV og almennt siðgæði sé haft að leiðarljósi í áðurnefndri umfjöllun. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar