Er íslenska heilbrigðiskerfið of sjúklingavænt? Einar Guðmundsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Að undanförnu hefur staða og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins verið mikið rædd í fjölmiðlum. Það er ánægjuleg nýlunda, en í gegnum áratugi hafa fjölmiðlar sýnt heilbrigðiskerfinu lítinn áhuga, og þá einna helst ef hægt var að benda á handvömm lækna. Fámenn íslensk stjórnsýsla hefur ekki haft úr að spila nægilegri þekkingu til að móta framtíðarsýn, og því leitað út fyrir landsteinana að heilbrigðiskerfum til að kópíera. Stjórnsýsla flestra landa reynir hins vegar eftir bestu getu að draga upp eins konar glansmynd af sjálfri sér, birta jákvæða tölfræði o.s.frv. og neikvæðum hliðum stjórnsýslunnar er erfitt að henda reiður á. Þegar kemur að heilbrigðiskerfum annarra landa hafa Íslendingar þá sérstöðu að flestir íslenskir læknar hafa unnið í þessum kerfum, og kynnst þeim í raun, kostum og göllum, hafa því að segja má „inside information“. Vandinn er hins vegar sá að íslensk stjórnsýsla virðist veigra sér við að leita til lækna, og eiga í hugmyndafræðilegum samskiptum við þá, eða þiggja þeirra ráð. Læknar eru gjarnan afgreiddir sem hugsjónamenn um sjálfa sig, en ekki hina sjúku. Aðrir telja sig vita betur hvað sjúklingunum er fyrir bestu, og á síðustu áratugum hefur kerfisbundið verið unnið að því að draga úr áhrifum lækna í hinum svokölluðu „velferðarsamfélögum“. Á sama tíma og áhrif lækna hafa farið minnkandi, hefur kostnaður heilbrigðiskerfa farið hratt vaxandi. Samt er enn til fólk sem trúir því að læknastéttin sé aðalorsök vaxandi kostnaðar.Stofulæknaplágan Miklar áhyggjur af tilvist stofulækna hafa komið fram hjá Landlækni, stjórnsýslu og ýmsum stjórnmálamönnum, sérstaklega á vinstri kantinum, því vinstri menn hafa alltaf viljað skilgreina lækna sem hluta af auðvaldinu, og verið algjörlega blindir fyrir því að flestir læknar eru komnir af alþýðunni, og hafa lifað og starfað fyrir alþýðuna, má segja dag og nótt. Sjálfstætt starfandi læknar hafa orðið einhvers konar ógn við „velferðarkerfið“, auðvald, sem stýrist bara af græðgi, og hefur engan annan ávinning af því að starfa sjálfstætt en meiri peninga. Betri þjónusta, betri tími og aðstaða til að nýta þekkingu, betri afköst, betri starfsaðstaða, betra húsnæði, betri vinnustaðamórall, meira sjálfstæði, möguleikar á framþróun og nýsköpun, minni ytri truflanir, minni afskiptasemi læknislærðra og ólæknislærðra yfirmanna, greiðslur fyrir unna yfirvinnu; allt þetta er látið sem vind um eyru þjóta og hangið á græðgiskenningunni. Eins og í opinbera kerfinu, eru það aðeins þeir læknar sem vinna eins og þrælar, sem þéna vel í þessu kerfi.Bandaríska grýlan Gagnrýnendum sjálfstætt starfandi lækna er nokkur vorkunn, þar sem bandaríska heilbrigðiskerfið hræðir. En bandaríska kerfið hræðir ekki bara Ögmund Jónasson, og aðra góða stjórnmálamenn, heldur hræðir það gjörvalla íslenska læknastétt, aldrei hef ég heyrt íslenskan lækni mæra það kerfi, eða hvetja til að það kerfi verði tekið upp hérlendis, og hafa þó margir okkar lært og starfað í því kerfi. Bandaríska kerfið er bæði einkavætt og einkarekið. Einkavætt vegna þess að sjúklingurinn þarf sjálfur að tryggja sig fyrir heilsuáföllum og greiðir þannig sjálfur alla sína heilbrigðisþjónustu, sem síðan er keypt á uppsettu verði af einkareknum heilbrigðistofnunum. Kostnaðurinn í þessu kerfi hefur náð miklum hæðum, en við skulum ekki gleyma því að „velferðarlöndin“ hafa getað sparað sér mikið fé til rannsókna með því að gerast afætur af gríðarlegri rannsóknastarfsemi bandarískrar læknastéttar, lyfjafyrirtækja og fleiri.Samvinna við lækna Læknastéttin varð til fyrir þúsundum ára, fyrst sem sjálfstætt starfandi læknar, sem ráku eigin læknastofur, og samvinna við „velferðarkerfin“ er því nýlunda í sögulegu samhengi, enda eru velferðarkerfin ekki gömul. Sú samvinna lækna við stjórnvöld um uppbyggingu velferðarkerfa hefur almennt reynst bæði sjúklingum og læknum vel. Á Íslandi hefur þróast óvenju sjúklingavænt heilbrigðiskerfi, þar sem sjúklingar hafa getað valið annars vegar um góða opinbera heilbrigðisþjónustu, eða góða þjónustu sjálfstætt starfandi lækna. Fjármagnið hefur, fram að þessu, fylgt sjúklingnum, (og já; fjármagnið fylgir sjúklingnum, ekki lækninum, þó annað sé sífellt gefið í skyn). Slíkir valkostir eru ekki sambærilegir í velferðarkerfum Norðurlanda, þar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar eru allt of fáir til að almenningur geti notið þeirra. Það kerfisbundna fjársvelti, sem Landspítali og Heilsugæslan hafa búið við í áratugi, er uppskrift að hnignandi opinberu heilbrigðiskerfi. Að halda því fram að sjálfstætt starfandi stofulæknar séu aðalvandi heilbrigðiskerfisins, er skammsýni, sem hvorki mun gagnast hinum sjúku né íslensku þjóðinni almennt. Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur staða og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins verið mikið rædd í fjölmiðlum. Það er ánægjuleg nýlunda, en í gegnum áratugi hafa fjölmiðlar sýnt heilbrigðiskerfinu lítinn áhuga, og þá einna helst ef hægt var að benda á handvömm lækna. Fámenn íslensk stjórnsýsla hefur ekki haft úr að spila nægilegri þekkingu til að móta framtíðarsýn, og því leitað út fyrir landsteinana að heilbrigðiskerfum til að kópíera. Stjórnsýsla flestra landa reynir hins vegar eftir bestu getu að draga upp eins konar glansmynd af sjálfri sér, birta jákvæða tölfræði o.s.frv. og neikvæðum hliðum stjórnsýslunnar er erfitt að henda reiður á. Þegar kemur að heilbrigðiskerfum annarra landa hafa Íslendingar þá sérstöðu að flestir íslenskir læknar hafa unnið í þessum kerfum, og kynnst þeim í raun, kostum og göllum, hafa því að segja má „inside information“. Vandinn er hins vegar sá að íslensk stjórnsýsla virðist veigra sér við að leita til lækna, og eiga í hugmyndafræðilegum samskiptum við þá, eða þiggja þeirra ráð. Læknar eru gjarnan afgreiddir sem hugsjónamenn um sjálfa sig, en ekki hina sjúku. Aðrir telja sig vita betur hvað sjúklingunum er fyrir bestu, og á síðustu áratugum hefur kerfisbundið verið unnið að því að draga úr áhrifum lækna í hinum svokölluðu „velferðarsamfélögum“. Á sama tíma og áhrif lækna hafa farið minnkandi, hefur kostnaður heilbrigðiskerfa farið hratt vaxandi. Samt er enn til fólk sem trúir því að læknastéttin sé aðalorsök vaxandi kostnaðar.Stofulæknaplágan Miklar áhyggjur af tilvist stofulækna hafa komið fram hjá Landlækni, stjórnsýslu og ýmsum stjórnmálamönnum, sérstaklega á vinstri kantinum, því vinstri menn hafa alltaf viljað skilgreina lækna sem hluta af auðvaldinu, og verið algjörlega blindir fyrir því að flestir læknar eru komnir af alþýðunni, og hafa lifað og starfað fyrir alþýðuna, má segja dag og nótt. Sjálfstætt starfandi læknar hafa orðið einhvers konar ógn við „velferðarkerfið“, auðvald, sem stýrist bara af græðgi, og hefur engan annan ávinning af því að starfa sjálfstætt en meiri peninga. Betri þjónusta, betri tími og aðstaða til að nýta þekkingu, betri afköst, betri starfsaðstaða, betra húsnæði, betri vinnustaðamórall, meira sjálfstæði, möguleikar á framþróun og nýsköpun, minni ytri truflanir, minni afskiptasemi læknislærðra og ólæknislærðra yfirmanna, greiðslur fyrir unna yfirvinnu; allt þetta er látið sem vind um eyru þjóta og hangið á græðgiskenningunni. Eins og í opinbera kerfinu, eru það aðeins þeir læknar sem vinna eins og þrælar, sem þéna vel í þessu kerfi.Bandaríska grýlan Gagnrýnendum sjálfstætt starfandi lækna er nokkur vorkunn, þar sem bandaríska heilbrigðiskerfið hræðir. En bandaríska kerfið hræðir ekki bara Ögmund Jónasson, og aðra góða stjórnmálamenn, heldur hræðir það gjörvalla íslenska læknastétt, aldrei hef ég heyrt íslenskan lækni mæra það kerfi, eða hvetja til að það kerfi verði tekið upp hérlendis, og hafa þó margir okkar lært og starfað í því kerfi. Bandaríska kerfið er bæði einkavætt og einkarekið. Einkavætt vegna þess að sjúklingurinn þarf sjálfur að tryggja sig fyrir heilsuáföllum og greiðir þannig sjálfur alla sína heilbrigðisþjónustu, sem síðan er keypt á uppsettu verði af einkareknum heilbrigðistofnunum. Kostnaðurinn í þessu kerfi hefur náð miklum hæðum, en við skulum ekki gleyma því að „velferðarlöndin“ hafa getað sparað sér mikið fé til rannsókna með því að gerast afætur af gríðarlegri rannsóknastarfsemi bandarískrar læknastéttar, lyfjafyrirtækja og fleiri.Samvinna við lækna Læknastéttin varð til fyrir þúsundum ára, fyrst sem sjálfstætt starfandi læknar, sem ráku eigin læknastofur, og samvinna við „velferðarkerfin“ er því nýlunda í sögulegu samhengi, enda eru velferðarkerfin ekki gömul. Sú samvinna lækna við stjórnvöld um uppbyggingu velferðarkerfa hefur almennt reynst bæði sjúklingum og læknum vel. Á Íslandi hefur þróast óvenju sjúklingavænt heilbrigðiskerfi, þar sem sjúklingar hafa getað valið annars vegar um góða opinbera heilbrigðisþjónustu, eða góða þjónustu sjálfstætt starfandi lækna. Fjármagnið hefur, fram að þessu, fylgt sjúklingnum, (og já; fjármagnið fylgir sjúklingnum, ekki lækninum, þó annað sé sífellt gefið í skyn). Slíkir valkostir eru ekki sambærilegir í velferðarkerfum Norðurlanda, þar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar eru allt of fáir til að almenningur geti notið þeirra. Það kerfisbundna fjársvelti, sem Landspítali og Heilsugæslan hafa búið við í áratugi, er uppskrift að hnignandi opinberu heilbrigðiskerfi. Að halda því fram að sjálfstætt starfandi stofulæknar séu aðalvandi heilbrigðiskerfisins, er skammsýni, sem hvorki mun gagnast hinum sjúku né íslensku þjóðinni almennt. Höfundur er geðlæknir.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun