Áskorun um lægri greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu Gunnar Ólafsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Um síðustu mánaðamót tók við völdum ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég vil nota tækifærið og óska ráðherrum til hamingju og megi þeim vegna vel í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál: „Ríkisstjórnin ætlar að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara. Þar þarf að meta árangur núverandi kerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, t.d. ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu.“ Ég fagna þessari stefnuyfirlýsingu og nota tækifærið og skora á ráðherra að hrinda eftirfarandi þáttum í framkvæmd: Sameina greiðsluþátttökukerfin í eitt einfalt kerfi sem er byggt á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Hámarksþak notenda í nýju greiðsluþátttökukerfi verði 50.000 kr. á tólf mánaða tímabili. Hámarksþak aldraðra, öryrkja og barna verði 33.400 kr. á tólf mánaða tímabili. Ríkið taki þátt í að greiða fyrir sömu heilbrigðisþjónustu og það gerir í dag og sömu lyf. Til viðbótar verði sett í greiðsluþátttökukerfið tannlækningar barna og lífeyrisþega, sálfræðiþjónusta og sýklalyf fyrir alla. Bætt verði við ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja læknisþjónustu og meðferð um langan veg. Þetta mundi auka gegnsæi greiðsluþátttökukerfisins og einfalda til muna núverandi fyrirkomulag þar sem í gildi eru tvö mismunandi greiðsluþátttökukerfi, eitt fyrir heilbrigðisþjónustu og annað fyrir lyf. Í öðru lagi væri sameiginlegt hámarksþak töluvert lægra en núverandi fyrirkomulag. Flestir sjúklingar sem nota heilbrigðisþjónustuna mikið greiða hámarksþak bæði fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Kostnaður þessa fólks getur orðið allt að 131.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Þó að náist að hafa eitt sameiginlegt greiðsluþátttökukerfi með hámarksþak við 50.000 kr. yrðum við enn með hærra hámarksþak en tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð greiðir enginn meira á ári en 3.300 SEK (um 40.000 ISK) fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Nú er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar enda hefur verið kallað eftir því, m.a. með áskorun sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Framangreindar tillögur geta kostað ríkissjóð um 5-6 milljarða króna á ári. Það er grundvallaratriði að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu en kannanir hafa sýnt að fimmtungur landsmanna hefur frestað heimsókn til læknis vegna kostnaðar. Ég hvet því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til dáða í þessu máli. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðamót tók við völdum ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég vil nota tækifærið og óska ráðherrum til hamingju og megi þeim vegna vel í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál: „Ríkisstjórnin ætlar að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara. Þar þarf að meta árangur núverandi kerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, t.d. ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu.“ Ég fagna þessari stefnuyfirlýsingu og nota tækifærið og skora á ráðherra að hrinda eftirfarandi þáttum í framkvæmd: Sameina greiðsluþátttökukerfin í eitt einfalt kerfi sem er byggt á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Hámarksþak notenda í nýju greiðsluþátttökukerfi verði 50.000 kr. á tólf mánaða tímabili. Hámarksþak aldraðra, öryrkja og barna verði 33.400 kr. á tólf mánaða tímabili. Ríkið taki þátt í að greiða fyrir sömu heilbrigðisþjónustu og það gerir í dag og sömu lyf. Til viðbótar verði sett í greiðsluþátttökukerfið tannlækningar barna og lífeyrisþega, sálfræðiþjónusta og sýklalyf fyrir alla. Bætt verði við ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja læknisþjónustu og meðferð um langan veg. Þetta mundi auka gegnsæi greiðsluþátttökukerfisins og einfalda til muna núverandi fyrirkomulag þar sem í gildi eru tvö mismunandi greiðsluþátttökukerfi, eitt fyrir heilbrigðisþjónustu og annað fyrir lyf. Í öðru lagi væri sameiginlegt hámarksþak töluvert lægra en núverandi fyrirkomulag. Flestir sjúklingar sem nota heilbrigðisþjónustuna mikið greiða hámarksþak bæði fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Kostnaður þessa fólks getur orðið allt að 131.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Þó að náist að hafa eitt sameiginlegt greiðsluþátttökukerfi með hámarksþak við 50.000 kr. yrðum við enn með hærra hámarksþak en tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð greiðir enginn meira á ári en 3.300 SEK (um 40.000 ISK) fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Nú er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar enda hefur verið kallað eftir því, m.a. með áskorun sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Framangreindar tillögur geta kostað ríkissjóð um 5-6 milljarða króna á ári. Það er grundvallaratriði að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu en kannanir hafa sýnt að fimmtungur landsmanna hefur frestað heimsókn til læknis vegna kostnaðar. Ég hvet því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til dáða í þessu máli. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar