Áskorun um lægri greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu Gunnar Ólafsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Um síðustu mánaðamót tók við völdum ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég vil nota tækifærið og óska ráðherrum til hamingju og megi þeim vegna vel í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál: „Ríkisstjórnin ætlar að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara. Þar þarf að meta árangur núverandi kerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, t.d. ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu.“ Ég fagna þessari stefnuyfirlýsingu og nota tækifærið og skora á ráðherra að hrinda eftirfarandi þáttum í framkvæmd: Sameina greiðsluþátttökukerfin í eitt einfalt kerfi sem er byggt á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Hámarksþak notenda í nýju greiðsluþátttökukerfi verði 50.000 kr. á tólf mánaða tímabili. Hámarksþak aldraðra, öryrkja og barna verði 33.400 kr. á tólf mánaða tímabili. Ríkið taki þátt í að greiða fyrir sömu heilbrigðisþjónustu og það gerir í dag og sömu lyf. Til viðbótar verði sett í greiðsluþátttökukerfið tannlækningar barna og lífeyrisþega, sálfræðiþjónusta og sýklalyf fyrir alla. Bætt verði við ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja læknisþjónustu og meðferð um langan veg. Þetta mundi auka gegnsæi greiðsluþátttökukerfisins og einfalda til muna núverandi fyrirkomulag þar sem í gildi eru tvö mismunandi greiðsluþátttökukerfi, eitt fyrir heilbrigðisþjónustu og annað fyrir lyf. Í öðru lagi væri sameiginlegt hámarksþak töluvert lægra en núverandi fyrirkomulag. Flestir sjúklingar sem nota heilbrigðisþjónustuna mikið greiða hámarksþak bæði fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Kostnaður þessa fólks getur orðið allt að 131.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Þó að náist að hafa eitt sameiginlegt greiðsluþátttökukerfi með hámarksþak við 50.000 kr. yrðum við enn með hærra hámarksþak en tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð greiðir enginn meira á ári en 3.300 SEK (um 40.000 ISK) fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Nú er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar enda hefur verið kallað eftir því, m.a. með áskorun sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Framangreindar tillögur geta kostað ríkissjóð um 5-6 milljarða króna á ári. Það er grundvallaratriði að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu en kannanir hafa sýnt að fimmtungur landsmanna hefur frestað heimsókn til læknis vegna kostnaðar. Ég hvet því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til dáða í þessu máli. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðamót tók við völdum ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ég vil nota tækifærið og óska ráðherrum til hamingju og megi þeim vegna vel í sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um heilbrigðismál: „Ríkisstjórnin ætlar að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og gera það gagnsærra og skilvirkara. Þar þarf að meta árangur núverandi kerfis með hliðsjón af veikasta fólkinu og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, t.d. ferða- og uppihaldskostnað, tannlækningar og sálfræðiþjónustu.“ Ég fagna þessari stefnuyfirlýsingu og nota tækifærið og skora á ráðherra að hrinda eftirfarandi þáttum í framkvæmd: Sameina greiðsluþátttökukerfin í eitt einfalt kerfi sem er byggt á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Hámarksþak notenda í nýju greiðsluþátttökukerfi verði 50.000 kr. á tólf mánaða tímabili. Hámarksþak aldraðra, öryrkja og barna verði 33.400 kr. á tólf mánaða tímabili. Ríkið taki þátt í að greiða fyrir sömu heilbrigðisþjónustu og það gerir í dag og sömu lyf. Til viðbótar verði sett í greiðsluþátttökukerfið tannlækningar barna og lífeyrisþega, sálfræðiþjónusta og sýklalyf fyrir alla. Bætt verði við ferðakostnaði fyrir þá sem þurfa að sækja læknisþjónustu og meðferð um langan veg. Þetta mundi auka gegnsæi greiðsluþátttökukerfisins og einfalda til muna núverandi fyrirkomulag þar sem í gildi eru tvö mismunandi greiðsluþátttökukerfi, eitt fyrir heilbrigðisþjónustu og annað fyrir lyf. Í öðru lagi væri sameiginlegt hámarksþak töluvert lægra en núverandi fyrirkomulag. Flestir sjúklingar sem nota heilbrigðisþjónustuna mikið greiða hámarksþak bæði fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Kostnaður þessa fólks getur orðið allt að 131.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Þó að náist að hafa eitt sameiginlegt greiðsluþátttökukerfi með hámarksþak við 50.000 kr. yrðum við enn með hærra hámarksþak en tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð greiðir enginn meira á ári en 3.300 SEK (um 40.000 ISK) fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Nú er lag að lækka hámarksþök einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar enda hefur verið kallað eftir því, m.a. með áskorun sem Kári Stefánsson stóð fyrir. Framangreindar tillögur geta kostað ríkissjóð um 5-6 milljarða króna á ári. Það er grundvallaratriði að lækka greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu, því þannig næst jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu en kannanir hafa sýnt að fimmtungur landsmanna hefur frestað heimsókn til læknis vegna kostnaðar. Ég hvet því Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til dáða í þessu máli. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun