Körfubolti

Njarðvíkingar vilja fá Kristin heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn (lengst til hægr) var í íslenska U-20 ára landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM á Krít í sumar.
Kristinn (lengst til hægr) var í íslenska U-20 ára landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM á Krít í sumar. mynd/kkí
Kristinn Pálsson leikur væntanlega með Njarðvík í Domino's deild karla í körfubolta eftir áramót.

Kristinn hætti að spila með háskólaliði Marist í Bandaríkjunum á dögunum. Hann var á sínu þriðja tímabili með Marist. Kristinn lék áður með unglingaliðinu Stella Azzurrra í Róm á Ítalíu.

Kristinn er uppalinn hjá Njarðvík og líklegast þykir að hann fari þangað. Það er allavega ósk þjálfara liðsins, Daníels Guðmundssonar.

„Ég get ekki sagt neitt fyrr en það er búið að rita eitthvað á blað en það er ósk okkar að fá hann heim og vonandi tekst það,“ sagði Daníel í samtali við Vísi eftir sigur Njarðvíkur á Hetti í gær.

Kristinn, sem er 19 ára, var í íslenska U-20 ára landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM í sumar. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki á Smáþjóðaleikunum í sumar.

Njarðvík situr í 5. sæti Domino's deildarinnar með 14 stig eftir 11 leiki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×