Alvarleg staða í þjónustu við eldra fólk í Árnessýslu Unnur Þormóðsdóttir skrifar 16. desember 2017 13:44 Í kjölfar lokunar hjúkrunarrýma á Kumbaravogi og Blesastöðum í Árnessýslu hefur skapast ófremdarástand í málefnum þeirra sem á slíkum rýmum þurfa að halda. Þegar rýmum fækkar gefur það auga leið að þjónusta við þessa einstaklinga verður að eflast og aukast til muna og er það heilbrigðisráðuneytis og fjármálaráðuneytis að bregðast tafarlaust við. Heimahjúkrun þarf að auka mikið, auk þess sem þetta ástand hefur veruleg áhrif á sjúkradeild HSU á Selfossi. Þar eru 18 rými sem eru ætluð öllum íbúum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftavellssýslu, nú eru þau að mestu teppt af einstaklingum sem bíða eftir að komast inn í hjúkrunarrými og geta alls ekki beðið heima. Þegar ákvörðun um lokun var tekin af ráðuneyti mátti það ljóst vera að ástandið yrði erfitt og því þyrfti að flýta byggingu nýs heimilis, það hefur þó tekið mikinn tíma að hefjast handa og mun heimilið aldrei verða tilbúið fyrr en árið 2020. Þangað til verður að hjálpa öllu því fólki sem er í mikilli þörf fyrir hjúkrunarrými. Heimahjúkrun hefur þyngst stöðugt síðan heimilum var lokað og er nú svo komið að heilsugæslan á Selfossi annar ekki þeirri þjónustuþörf sem á hennar svæði er. Rekin er kvöld og helgarþjónusta, fyrir utan venjubundna dagþjónustu, með einum sjúkraliða sem fer um Hveragerði, Ölfus, Árborg og Flóa. Hjúkrunarfræðingar sinna einnig kvöld og helgarþjónustu á sama svæði. Enn verður að bæta í þjónustuna en ekki er gert ráð fyrir fjármunum í fjárlögum sem munu dekka þá aukningu. Hafa ber í huga að við lokun rýma þá er ríkið að spara peninga í daggjöldum sem eðlilegt væri að nota á svæðinu til að sinna því fólki sem annars væri komið inn í hjúkrunarrými. Það er á engan hátt boðlegt að neyðarlokun skapi sparnað fyrir ríkið á kostnað íbúa. Er það ósk mín að fjármagn verði tryggt tafarlaust til að við getum sinnt fólki heima þetta er neyðarástand sem bregðast verður við strax.Staðreyndir: Á Suðurlandi eru 242 hjúkrunarrými á 10 heimilum en þau voru 260 á 12 heimilum þar til fyrir um ári síðan, daggjöld fyrir 18 rýmum eru ónýtt á svæðinu en verið getur að peningarnir fyrir þeim séu nýttir annarsstaðar á landinu og er það óásættanlegt.Af þeim 242 hjúkrunarrýmum í landshlutanum eru einungis 5 þeirra skilgreind sem hvíldarrými.Á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Árnessýslu þann 16 desember 2017 eru 23 einstaklingar og 23 einstaklingar bíða eftir hvíldarrýmum.Í Árnessýslu eru 16.467 íbúar skv. þjóðskrá, hjúkrunarrými eru 90 auk þriggja hvíldarrýma. Af þeim 18 sjúkrarýmum sem eru fyrir Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu voru nú á tímabili 12 teppt af einstaklingum sem áttu mat í hjúkrunarrými, það eru tæp 67% rýmanna. Höfundur er hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Selfossi og formaður Færni og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í kjölfar lokunar hjúkrunarrýma á Kumbaravogi og Blesastöðum í Árnessýslu hefur skapast ófremdarástand í málefnum þeirra sem á slíkum rýmum þurfa að halda. Þegar rýmum fækkar gefur það auga leið að þjónusta við þessa einstaklinga verður að eflast og aukast til muna og er það heilbrigðisráðuneytis og fjármálaráðuneytis að bregðast tafarlaust við. Heimahjúkrun þarf að auka mikið, auk þess sem þetta ástand hefur veruleg áhrif á sjúkradeild HSU á Selfossi. Þar eru 18 rými sem eru ætluð öllum íbúum í Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftavellssýslu, nú eru þau að mestu teppt af einstaklingum sem bíða eftir að komast inn í hjúkrunarrými og geta alls ekki beðið heima. Þegar ákvörðun um lokun var tekin af ráðuneyti mátti það ljóst vera að ástandið yrði erfitt og því þyrfti að flýta byggingu nýs heimilis, það hefur þó tekið mikinn tíma að hefjast handa og mun heimilið aldrei verða tilbúið fyrr en árið 2020. Þangað til verður að hjálpa öllu því fólki sem er í mikilli þörf fyrir hjúkrunarrými. Heimahjúkrun hefur þyngst stöðugt síðan heimilum var lokað og er nú svo komið að heilsugæslan á Selfossi annar ekki þeirri þjónustuþörf sem á hennar svæði er. Rekin er kvöld og helgarþjónusta, fyrir utan venjubundna dagþjónustu, með einum sjúkraliða sem fer um Hveragerði, Ölfus, Árborg og Flóa. Hjúkrunarfræðingar sinna einnig kvöld og helgarþjónustu á sama svæði. Enn verður að bæta í þjónustuna en ekki er gert ráð fyrir fjármunum í fjárlögum sem munu dekka þá aukningu. Hafa ber í huga að við lokun rýma þá er ríkið að spara peninga í daggjöldum sem eðlilegt væri að nota á svæðinu til að sinna því fólki sem annars væri komið inn í hjúkrunarrými. Það er á engan hátt boðlegt að neyðarlokun skapi sparnað fyrir ríkið á kostnað íbúa. Er það ósk mín að fjármagn verði tryggt tafarlaust til að við getum sinnt fólki heima þetta er neyðarástand sem bregðast verður við strax.Staðreyndir: Á Suðurlandi eru 242 hjúkrunarrými á 10 heimilum en þau voru 260 á 12 heimilum þar til fyrir um ári síðan, daggjöld fyrir 18 rýmum eru ónýtt á svæðinu en verið getur að peningarnir fyrir þeim séu nýttir annarsstaðar á landinu og er það óásættanlegt.Af þeim 242 hjúkrunarrýmum í landshlutanum eru einungis 5 þeirra skilgreind sem hvíldarrými.Á biðlista eftir hjúkrunarrýmum í Árnessýslu þann 16 desember 2017 eru 23 einstaklingar og 23 einstaklingar bíða eftir hvíldarrýmum.Í Árnessýslu eru 16.467 íbúar skv. þjóðskrá, hjúkrunarrými eru 90 auk þriggja hvíldarrýma. Af þeim 18 sjúkrarýmum sem eru fyrir Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu voru nú á tímabili 12 teppt af einstaklingum sem áttu mat í hjúkrunarrými, það eru tæp 67% rýmanna. Höfundur er hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Selfossi og formaður Færni og heilsumatsnefndar heilbrigðisumdæmis Suðurlands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun