Golf

Frábær annar hringur og Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. vísir/getty
Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á móti í Ástralíu í nótt en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í heimi.

Birgir Leifur spilaði frábærlega á öðrum hring í nótt og skilaði sér í hús á 69 höggum. Hann er á einu höggi undir pari samtals.

Hann er í 57.-75. sæti og fór upp um 50 sæti með spilamennsku sinni í dag. Hann var því í hópi þeirra síðustu sem sluppu í gegnum niðurskurðinn.

Birgir Leifur var með tandurhreint skorkort en hann var með þrjá fugla í nótt og fimmtán pör.

Heimamennirnir Marc Leishman og Adam Bland eru í forystu á mótinu á tólf höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×