Falið ofbeldi og umræðan Guðmunda Smári Veigarsdóttir skrifar 3. desember 2017 14:05 Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar