Óðinn á fullu á Fjóni Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson. EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson.
EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira