Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Baldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Eiríkur Ágústsson segir tilkomu Costco vera mikið högg. vísir/vilhelm „Þetta hafði heilmikil áhrif á okkur. Salan dróst verulega saman og við þurftum í kjölfarið að lækka verð til að koma vörunni út,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi á Kvistum í Reykholti í Biskupstungum. Einn jarðarberjabóndi sem Fréttablaðið ræddi við þurfti í sumar henda einhverjum tonnum af jarðarberjum. Koma heildsölurisans Costco hafði veruleg áhrif á stéttina. Nærri lætur að 180 tonn af jarðarberjum hafi verið flutt til landsins í júní, samanborið við 53 tonn í fyrra. Íslenskir bændur framleiða um það bil 50 tonn af jarðarberjum á ári. Hólmfríður, sem framleiðir meðal annars jarðarber, hindber og brómber og hefur hátt í 20 manns í vinnu á sumrin, segir að hún hafi sem betur fer ekki þurft að henda uppskerunni en að hún hafi orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu. Hólmfríður segir áhrifin jafnvel hafa verið verri hvað snertir brómber og hindber. „Við fengum góðan skell á okkur þar, meira en í jarðarberjunum,“ segir Hólmfríður. Uppskerunni hafi verið bjargað frá því að skemmast, meðal annars með því að frysta ber. Eiríkur Ágústsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum, segir verð fyrir jarðarber hafi lækkað um 20 til 25 prósent í sumar. Það hafi þó leitað jafnvægis síðan.Garðyrkjubændurnir Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen. Þau stækkuðu við sig í maí.vísir/stefánEiríkur tók á móti sex til átta hundruð manns eina helgi í ágúst er hann bauð hverjum sem vildi að tína ber án greiðslu til að koma í veg fyrir að henda þyrfti berjunum. Eiríkur segir að höggið hafi verið mikið þegar Costco var opnað og segir að innlendir verslunarmenn hafi brugðist við með því að stilla fram erlendum berjum í auknum mæli. „Þetta er mikið tjón en það jafnaði sig aðeins þegar leið á sumarið.“ Þá hafi íslensku berin aftur fengið sinn sess í búðum landsins. Eiríkur, sem framleiðir um 20 tonn af jarðarberjum á ári, segir að með haustinu hafi salan aukist á ný. Eiríkur byggir afkomu sína aðallega á sölu jarðarberja. „Já, maður hefur áhyggjur af þessu. Maður veit ekkert hvað gerist – eða hvað markaðurinn gerir.“ Hann segist hafa þurft að láta starfsfólk, sem hann hafði ætlað að hafa í vinnu í vetur, fara vegna þessa. Spurður hversu mikið af berjum hafi skemmst segir Eiríkur að um „fáein tonn“ hafi verið að ræða. Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi, segir að áhrifin á hans rekstur hafi ekki verið jafn mikil og þau Hólmfríður og Eiríkur lýsa. Hann segir að ómögulegt sé að keppa við Costco hvað verð snertir. „En við getum klárlega keppt við þá í gæðum og kolefnisfótsporum,“ segir Eiríkur sem trúir að Íslendingar haldi tryggð við innlenda framleiðslu. Í sama streng tekur Hólmfríður á Kvistum sem kveðst bjartsýn og ætla að halda sínu striki. „Ég vona að Íslendingar hugsi svolítið áður en þeir kaupa innflutta vöru – þó ekki væri nema um vatnið. Ber eru 90 til 95 prósent vatn. Hér er notað hreint íslenskt vatn á meðan sums staðar erlendis er víða notað endurunnið vatn eða jafnvel skólp,“ fullyrðir hún. Hólmfríður, sem ræktar líka trjáplöntur, segist ekki þola mörg ár eins og það sem nú er að renna sitt skeið. „Eitt ár er í lagi en ef það koma tvö eða þrjú í viðbót lendi ég í vandræðum. Þetta er allt í járnum.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
„Þetta hafði heilmikil áhrif á okkur. Salan dróst verulega saman og við þurftum í kjölfarið að lækka verð til að koma vörunni út,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi á Kvistum í Reykholti í Biskupstungum. Einn jarðarberjabóndi sem Fréttablaðið ræddi við þurfti í sumar henda einhverjum tonnum af jarðarberjum. Koma heildsölurisans Costco hafði veruleg áhrif á stéttina. Nærri lætur að 180 tonn af jarðarberjum hafi verið flutt til landsins í júní, samanborið við 53 tonn í fyrra. Íslenskir bændur framleiða um það bil 50 tonn af jarðarberjum á ári. Hólmfríður, sem framleiðir meðal annars jarðarber, hindber og brómber og hefur hátt í 20 manns í vinnu á sumrin, segir að hún hafi sem betur fer ekki þurft að henda uppskerunni en að hún hafi orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu. Hólmfríður segir áhrifin jafnvel hafa verið verri hvað snertir brómber og hindber. „Við fengum góðan skell á okkur þar, meira en í jarðarberjunum,“ segir Hólmfríður. Uppskerunni hafi verið bjargað frá því að skemmast, meðal annars með því að frysta ber. Eiríkur Ágústsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum, segir verð fyrir jarðarber hafi lækkað um 20 til 25 prósent í sumar. Það hafi þó leitað jafnvægis síðan.Garðyrkjubændurnir Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen. Þau stækkuðu við sig í maí.vísir/stefánEiríkur tók á móti sex til átta hundruð manns eina helgi í ágúst er hann bauð hverjum sem vildi að tína ber án greiðslu til að koma í veg fyrir að henda þyrfti berjunum. Eiríkur segir að höggið hafi verið mikið þegar Costco var opnað og segir að innlendir verslunarmenn hafi brugðist við með því að stilla fram erlendum berjum í auknum mæli. „Þetta er mikið tjón en það jafnaði sig aðeins þegar leið á sumarið.“ Þá hafi íslensku berin aftur fengið sinn sess í búðum landsins. Eiríkur, sem framleiðir um 20 tonn af jarðarberjum á ári, segir að með haustinu hafi salan aukist á ný. Eiríkur byggir afkomu sína aðallega á sölu jarðarberja. „Já, maður hefur áhyggjur af þessu. Maður veit ekkert hvað gerist – eða hvað markaðurinn gerir.“ Hann segist hafa þurft að láta starfsfólk, sem hann hafði ætlað að hafa í vinnu í vetur, fara vegna þessa. Spurður hversu mikið af berjum hafi skemmst segir Eiríkur að um „fáein tonn“ hafi verið að ræða. Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi, segir að áhrifin á hans rekstur hafi ekki verið jafn mikil og þau Hólmfríður og Eiríkur lýsa. Hann segir að ómögulegt sé að keppa við Costco hvað verð snertir. „En við getum klárlega keppt við þá í gæðum og kolefnisfótsporum,“ segir Eiríkur sem trúir að Íslendingar haldi tryggð við innlenda framleiðslu. Í sama streng tekur Hólmfríður á Kvistum sem kveðst bjartsýn og ætla að halda sínu striki. „Ég vona að Íslendingar hugsi svolítið áður en þeir kaupa innflutta vöru – þó ekki væri nema um vatnið. Ber eru 90 til 95 prósent vatn. Hér er notað hreint íslenskt vatn á meðan sums staðar erlendis er víða notað endurunnið vatn eða jafnvel skólp,“ fullyrðir hún. Hólmfríður, sem ræktar líka trjáplöntur, segist ekki þola mörg ár eins og það sem nú er að renna sitt skeið. „Eitt ár er í lagi en ef það koma tvö eða þrjú í viðbót lendi ég í vandræðum. Þetta er allt í járnum.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20