Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Baldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Eiríkur Ágústsson segir tilkomu Costco vera mikið högg. vísir/vilhelm „Þetta hafði heilmikil áhrif á okkur. Salan dróst verulega saman og við þurftum í kjölfarið að lækka verð til að koma vörunni út,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi á Kvistum í Reykholti í Biskupstungum. Einn jarðarberjabóndi sem Fréttablaðið ræddi við þurfti í sumar henda einhverjum tonnum af jarðarberjum. Koma heildsölurisans Costco hafði veruleg áhrif á stéttina. Nærri lætur að 180 tonn af jarðarberjum hafi verið flutt til landsins í júní, samanborið við 53 tonn í fyrra. Íslenskir bændur framleiða um það bil 50 tonn af jarðarberjum á ári. Hólmfríður, sem framleiðir meðal annars jarðarber, hindber og brómber og hefur hátt í 20 manns í vinnu á sumrin, segir að hún hafi sem betur fer ekki þurft að henda uppskerunni en að hún hafi orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu. Hólmfríður segir áhrifin jafnvel hafa verið verri hvað snertir brómber og hindber. „Við fengum góðan skell á okkur þar, meira en í jarðarberjunum,“ segir Hólmfríður. Uppskerunni hafi verið bjargað frá því að skemmast, meðal annars með því að frysta ber. Eiríkur Ágústsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum, segir verð fyrir jarðarber hafi lækkað um 20 til 25 prósent í sumar. Það hafi þó leitað jafnvægis síðan.Garðyrkjubændurnir Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen. Þau stækkuðu við sig í maí.vísir/stefánEiríkur tók á móti sex til átta hundruð manns eina helgi í ágúst er hann bauð hverjum sem vildi að tína ber án greiðslu til að koma í veg fyrir að henda þyrfti berjunum. Eiríkur segir að höggið hafi verið mikið þegar Costco var opnað og segir að innlendir verslunarmenn hafi brugðist við með því að stilla fram erlendum berjum í auknum mæli. „Þetta er mikið tjón en það jafnaði sig aðeins þegar leið á sumarið.“ Þá hafi íslensku berin aftur fengið sinn sess í búðum landsins. Eiríkur, sem framleiðir um 20 tonn af jarðarberjum á ári, segir að með haustinu hafi salan aukist á ný. Eiríkur byggir afkomu sína aðallega á sölu jarðarberja. „Já, maður hefur áhyggjur af þessu. Maður veit ekkert hvað gerist – eða hvað markaðurinn gerir.“ Hann segist hafa þurft að láta starfsfólk, sem hann hafði ætlað að hafa í vinnu í vetur, fara vegna þessa. Spurður hversu mikið af berjum hafi skemmst segir Eiríkur að um „fáein tonn“ hafi verið að ræða. Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi, segir að áhrifin á hans rekstur hafi ekki verið jafn mikil og þau Hólmfríður og Eiríkur lýsa. Hann segir að ómögulegt sé að keppa við Costco hvað verð snertir. „En við getum klárlega keppt við þá í gæðum og kolefnisfótsporum,“ segir Eiríkur sem trúir að Íslendingar haldi tryggð við innlenda framleiðslu. Í sama streng tekur Hólmfríður á Kvistum sem kveðst bjartsýn og ætla að halda sínu striki. „Ég vona að Íslendingar hugsi svolítið áður en þeir kaupa innflutta vöru – þó ekki væri nema um vatnið. Ber eru 90 til 95 prósent vatn. Hér er notað hreint íslenskt vatn á meðan sums staðar erlendis er víða notað endurunnið vatn eða jafnvel skólp,“ fullyrðir hún. Hólmfríður, sem ræktar líka trjáplöntur, segist ekki þola mörg ár eins og það sem nú er að renna sitt skeið. „Eitt ár er í lagi en ef það koma tvö eða þrjú í viðbót lendi ég í vandræðum. Þetta er allt í járnum.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Þetta hafði heilmikil áhrif á okkur. Salan dróst verulega saman og við þurftum í kjölfarið að lækka verð til að koma vörunni út,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, garðyrkjubóndi á Kvistum í Reykholti í Biskupstungum. Einn jarðarberjabóndi sem Fréttablaðið ræddi við þurfti í sumar henda einhverjum tonnum af jarðarberjum. Koma heildsölurisans Costco hafði veruleg áhrif á stéttina. Nærri lætur að 180 tonn af jarðarberjum hafi verið flutt til landsins í júní, samanborið við 53 tonn í fyrra. Íslenskir bændur framleiða um það bil 50 tonn af jarðarberjum á ári. Hólmfríður, sem framleiðir meðal annars jarðarber, hindber og brómber og hefur hátt í 20 manns í vinnu á sumrin, segir að hún hafi sem betur fer ekki þurft að henda uppskerunni en að hún hafi orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu. Hólmfríður segir áhrifin jafnvel hafa verið verri hvað snertir brómber og hindber. „Við fengum góðan skell á okkur þar, meira en í jarðarberjunum,“ segir Hólmfríður. Uppskerunni hafi verið bjargað frá því að skemmast, meðal annars með því að frysta ber. Eiríkur Ágústsson, garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum, segir verð fyrir jarðarber hafi lækkað um 20 til 25 prósent í sumar. Það hafi þó leitað jafnvægis síðan.Garðyrkjubændurnir Hólmfríður Geirsdóttir og Steinar Jensen. Þau stækkuðu við sig í maí.vísir/stefánEiríkur tók á móti sex til átta hundruð manns eina helgi í ágúst er hann bauð hverjum sem vildi að tína ber án greiðslu til að koma í veg fyrir að henda þyrfti berjunum. Eiríkur segir að höggið hafi verið mikið þegar Costco var opnað og segir að innlendir verslunarmenn hafi brugðist við með því að stilla fram erlendum berjum í auknum mæli. „Þetta er mikið tjón en það jafnaði sig aðeins þegar leið á sumarið.“ Þá hafi íslensku berin aftur fengið sinn sess í búðum landsins. Eiríkur, sem framleiðir um 20 tonn af jarðarberjum á ári, segir að með haustinu hafi salan aukist á ný. Eiríkur byggir afkomu sína aðallega á sölu jarðarberja. „Já, maður hefur áhyggjur af þessu. Maður veit ekkert hvað gerist – eða hvað markaðurinn gerir.“ Hann segist hafa þurft að láta starfsfólk, sem hann hafði ætlað að hafa í vinnu í vetur, fara vegna þessa. Spurður hversu mikið af berjum hafi skemmst segir Eiríkur að um „fáein tonn“ hafi verið að ræða. Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi, segir að áhrifin á hans rekstur hafi ekki verið jafn mikil og þau Hólmfríður og Eiríkur lýsa. Hann segir að ómögulegt sé að keppa við Costco hvað verð snertir. „En við getum klárlega keppt við þá í gæðum og kolefnisfótsporum,“ segir Eiríkur sem trúir að Íslendingar haldi tryggð við innlenda framleiðslu. Í sama streng tekur Hólmfríður á Kvistum sem kveðst bjartsýn og ætla að halda sínu striki. „Ég vona að Íslendingar hugsi svolítið áður en þeir kaupa innflutta vöru – þó ekki væri nema um vatnið. Ber eru 90 til 95 prósent vatn. Hér er notað hreint íslenskt vatn á meðan sums staðar erlendis er víða notað endurunnið vatn eða jafnvel skólp,“ fullyrðir hún. Hólmfríður, sem ræktar líka trjáplöntur, segist ekki þola mörg ár eins og það sem nú er að renna sitt skeið. „Eitt ár er í lagi en ef það koma tvö eða þrjú í viðbót lendi ég í vandræðum. Þetta er allt í járnum.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent