Körfubolti

Tímabilið búið hjá Emelíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emelía Ósk skilur eftir sig stórt skarð í liði Keflavíkur.
Emelía Ósk skilur eftir sig stórt skarð í liði Keflavíkur. vísir/daníel þór

Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili.

Emelía sleit krossbönd í hné í leik gegn Skallagrími á dögunum. Karfan.is greinir frá.

Emelía var með 10,0 stig og 3,2 fráköst að meðaltali í leik í Domino's deildinni í vetur.

Hún sló í gegn á síðasta tímabili, þegar Keflavík varð Íslands- og bikarmeistari, og vann sér sæti í íslenska landsliðinu.

Keflavík er í 2. sæti Domino's deildarinnar með 14 stig eftir 12 umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.