Áreitni og launamunur kynjanna eru nátengd fyrirbæri Drífa Snædal skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun