Eftirlit á brauðfótum Þröstur Ólafsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar reið alda fordæmingar á opinberu eftirliti yfir land og lýð. Í stað eftirlitsstofnunar var starfsemin uppnefnd eftirlitsiðnaður, sem átti að gefa í skyn að það sem þarna færi fram, væri atvinnustarfsemi, en ekki opinber þjónusta. Starfsemin var talin allt of dýr, fánýt og væri verkefni einkaaðila. Þjónustan sögð þvælast fyrir skjóthyggjumönnum sem þurftu að hafa hraðan á. Stofnanir sem höfðu það hlutverk að verja borgarana og veita aðhald voru gerðar að óvinum atvinnulífsins, sem sóuðu skattpeningum almennings. Um þær lék neikvætt umtal; þær áttu í vök að verjast. Þeir sem voru á öndverðum meiði og töldu eftirlit nauðsynlegt til að styrkja heilbrigða viðskiptahætti og vernda almenning gegn misgjörðum, urðu úti í því gjörningaveðri sem svokölluð stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir. Tíminn leið. Að stjórnartaumum komu ríkisstjórnir sem voru brennimerktar nýfrjálshyggju, sem gefa vildu flest viðskiptasvið og margar mannlegar athafnir markaðinum á vald. Aðeins alfrjáls og óheftur markaður væri hin sanna árangursviðmiðun samfélagsins. Hann myndi leiða frelsi og farsæld yfir mannfólkið. Við tók hömlulaus markaðsátrúnaður, altekinn skjótgróðahyggju. Þetta urðu grunngildi íslensks samfélags. Án þeirra ekkert algert hrun. Síðan hafa fyrrnefnd gildi að vísu bliknað, en eru þó enn fyrirferðarmikil. Löggildingarstofan aflögð Ekki skorti að okkur hafði verið talin trú um að eftirlit væri haft með umsvifum fjármálastofnana áratuginn fyrir hrun. Fylgst væri glöggt með framferði þeirra. Við þyrftum ekkert að óttast. Fjármálaeftirlitið væri á verði. Þegar við kaupum eldsneyti á bílana okkar eða matvæli eftir vog, þá treystum við því að mælar bensínstöðvanna séu réttir svo og vogir verslananna. Til að fylgjast með að svo væri var Löggildingarstofan sett á stofn. Það fyrirkomulag var síðar ekki talið henta vinnubrögðum frjáls markaðar. Verkefnum stofunnar gætu einkaaðilar sinnt. Þeir sem selja vöru skyldu sjálfir sjá til þess að mælarnir væru í lagi. Löggildingarstofan var því lögð niður. Nú eru „mælaeftirlitsmenn“ trúnaðar- og starfsmenn olíufélaganna! Ekki alls fyrir löngu vöktu fjölmiðlar athygli okkar á meðferð fiðurfugla og svína. Sýndar voru heldur óskemmtilegar myndir af vannærðum, grindhoruðum og illa útlítandi dýrum sem virtust pínd áfram til að „framleiða“ matvæli ofan í okkur. Þegar matvælaeftirlitsstofnunin (Matís) var spurð álits virtist hún koma af fjöllum. Stofnunin hafði, því miður, ekki fylgst með þessu. Þar á bæ hörmuðu menn atvikið og lofuðu bót og betrun. Þessi stofnun var og er undirstofnun landbúnaðarráðuneytisins, sem er hagsmunagæslustofnun framleiðenda landbúnaðarvara. Það gefur auga leið að slík stofnun er ekki að hnýsast ofan í „innri mál“ framleiðenda. Þegar verið var að festa núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi var það talið eitt af úrslitaatriðum að landaður afli yrði alls staðar viktaður með sama hætti, væri það ekki gert yrðu aflatölur óvissar og ekki samanburðarhæfar. Fiskistofu var falið að sjá til þess að svo yrði. Nú kemur í ljós að ekkert eftirlit er með því hvernig útgerðarmenn haga viktun. Stofnunin virðist hafa fengið á sig brotsjó og glatað starfshæfni sinni, þökk sé fruntalegri aðför ráðherra að henni. Útgerðarmönnum virðist í sjálfsvald sett, hvaða aflatölur þeir gefa upp. Eftirlitið er ónýtt. Mældu rétt, strákur! Mýmörgum dæmum mætti bæta hér við, sem sýna hryggðarmynd opinberrar eftirlitsstarfsemi hérlendis. Því miður hefur þetta ekki gerst óvart, heldur er þetta hluti af þeirri pólitísku hugmyndafræði, sem telur eftirlit skaðlegt. Í löndum með þroskað viðskiptasiðferði skiptir viðurkennt eftirlit miklu máli, því mikið er í húfi fyrir atvinnulífið. Ef ekkert er að marka hve mikill afli kemur upp úr sjónum, þá er sjálft fiskveiðstjórnkerfið í hættu. Ef við glötum yfirsýn yfir aflamagnið þá vitum við ekkert um sjálfbærni kerfisins. Sjálftaka gæti orðið ríkjandi. Af fenginni reynslu er ekki líklegt að mikið traust ríki í garð slíks fyrirkomulags. Sömu sögu má segja um önnur þau svið sem skipta almenning máli að aðhald sé virkt. Við viljum að lög og reglur séu virtar. Höfum komið á fót margs konar stofnunum til að fylgjast með að farið sé eftir þeim. Þegar þessar stofnanir bregðast í ríkum mæli þá er voðinn vís. Gagnvart slíkum kerfisbresti er almenningur varnarlítill. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar reið alda fordæmingar á opinberu eftirliti yfir land og lýð. Í stað eftirlitsstofnunar var starfsemin uppnefnd eftirlitsiðnaður, sem átti að gefa í skyn að það sem þarna færi fram, væri atvinnustarfsemi, en ekki opinber þjónusta. Starfsemin var talin allt of dýr, fánýt og væri verkefni einkaaðila. Þjónustan sögð þvælast fyrir skjóthyggjumönnum sem þurftu að hafa hraðan á. Stofnanir sem höfðu það hlutverk að verja borgarana og veita aðhald voru gerðar að óvinum atvinnulífsins, sem sóuðu skattpeningum almennings. Um þær lék neikvætt umtal; þær áttu í vök að verjast. Þeir sem voru á öndverðum meiði og töldu eftirlit nauðsynlegt til að styrkja heilbrigða viðskiptahætti og vernda almenning gegn misgjörðum, urðu úti í því gjörningaveðri sem svokölluð stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir. Tíminn leið. Að stjórnartaumum komu ríkisstjórnir sem voru brennimerktar nýfrjálshyggju, sem gefa vildu flest viðskiptasvið og margar mannlegar athafnir markaðinum á vald. Aðeins alfrjáls og óheftur markaður væri hin sanna árangursviðmiðun samfélagsins. Hann myndi leiða frelsi og farsæld yfir mannfólkið. Við tók hömlulaus markaðsátrúnaður, altekinn skjótgróðahyggju. Þetta urðu grunngildi íslensks samfélags. Án þeirra ekkert algert hrun. Síðan hafa fyrrnefnd gildi að vísu bliknað, en eru þó enn fyrirferðarmikil. Löggildingarstofan aflögð Ekki skorti að okkur hafði verið talin trú um að eftirlit væri haft með umsvifum fjármálastofnana áratuginn fyrir hrun. Fylgst væri glöggt með framferði þeirra. Við þyrftum ekkert að óttast. Fjármálaeftirlitið væri á verði. Þegar við kaupum eldsneyti á bílana okkar eða matvæli eftir vog, þá treystum við því að mælar bensínstöðvanna séu réttir svo og vogir verslananna. Til að fylgjast með að svo væri var Löggildingarstofan sett á stofn. Það fyrirkomulag var síðar ekki talið henta vinnubrögðum frjáls markaðar. Verkefnum stofunnar gætu einkaaðilar sinnt. Þeir sem selja vöru skyldu sjálfir sjá til þess að mælarnir væru í lagi. Löggildingarstofan var því lögð niður. Nú eru „mælaeftirlitsmenn“ trúnaðar- og starfsmenn olíufélaganna! Ekki alls fyrir löngu vöktu fjölmiðlar athygli okkar á meðferð fiðurfugla og svína. Sýndar voru heldur óskemmtilegar myndir af vannærðum, grindhoruðum og illa útlítandi dýrum sem virtust pínd áfram til að „framleiða“ matvæli ofan í okkur. Þegar matvælaeftirlitsstofnunin (Matís) var spurð álits virtist hún koma af fjöllum. Stofnunin hafði, því miður, ekki fylgst með þessu. Þar á bæ hörmuðu menn atvikið og lofuðu bót og betrun. Þessi stofnun var og er undirstofnun landbúnaðarráðuneytisins, sem er hagsmunagæslustofnun framleiðenda landbúnaðarvara. Það gefur auga leið að slík stofnun er ekki að hnýsast ofan í „innri mál“ framleiðenda. Þegar verið var að festa núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi var það talið eitt af úrslitaatriðum að landaður afli yrði alls staðar viktaður með sama hætti, væri það ekki gert yrðu aflatölur óvissar og ekki samanburðarhæfar. Fiskistofu var falið að sjá til þess að svo yrði. Nú kemur í ljós að ekkert eftirlit er með því hvernig útgerðarmenn haga viktun. Stofnunin virðist hafa fengið á sig brotsjó og glatað starfshæfni sinni, þökk sé fruntalegri aðför ráðherra að henni. Útgerðarmönnum virðist í sjálfsvald sett, hvaða aflatölur þeir gefa upp. Eftirlitið er ónýtt. Mældu rétt, strákur! Mýmörgum dæmum mætti bæta hér við, sem sýna hryggðarmynd opinberrar eftirlitsstarfsemi hérlendis. Því miður hefur þetta ekki gerst óvart, heldur er þetta hluti af þeirri pólitísku hugmyndafræði, sem telur eftirlit skaðlegt. Í löndum með þroskað viðskiptasiðferði skiptir viðurkennt eftirlit miklu máli, því mikið er í húfi fyrir atvinnulífið. Ef ekkert er að marka hve mikill afli kemur upp úr sjónum, þá er sjálft fiskveiðstjórnkerfið í hættu. Ef við glötum yfirsýn yfir aflamagnið þá vitum við ekkert um sjálfbærni kerfisins. Sjálftaka gæti orðið ríkjandi. Af fenginni reynslu er ekki líklegt að mikið traust ríki í garð slíks fyrirkomulags. Sömu sögu má segja um önnur þau svið sem skipta almenning máli að aðhald sé virkt. Við viljum að lög og reglur séu virtar. Höfum komið á fót margs konar stofnunum til að fylgjast með að farið sé eftir þeim. Þegar þessar stofnanir bregðast í ríkum mæli þá er voðinn vís. Gagnvart slíkum kerfisbresti er almenningur varnarlítill. Höfundur er hagfræðingur.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun