Ekki missa af framtíðinni Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða. Sumt af því sem okkur er sagt hljómar óhugsandi en þannig er það með margt sem til framfara horfir. Fyrir hundrað árum þótti mörgum óhugsandi að konur fengju kosningarétt. En þær fengu hann samt. Fyrir fimmtíu árum þótti flestum óhugsandi að konur ættu rétt á nokkurra mánaða launuðu fæðingarorlofi (hvað þá karlar). En þannig er það þó í dag. Hvorki kosningarétturinn né fæðingarorlofið tengjast tækniframförum með beinum hætti. En hvort tveggja er þó óbein afleiðing iðnbyltinganna sem hófust fyrir 250 árum. Með þeim var rofin kyrrstaða gömlu landbúnaðarsamfélaganna sem iðnvæddust hvert á fætur öðru. Þær breytingar kölluðu á stofnun verklýðsfélaga , fyrst sem andsvar við verksmiðjuþrælkun en síðar sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um allan heim. Og síðast en ekki síst skilaði barátta kvenna fyrir frelsi og sjálfstæðum réttindum á vinnumarkaði okkur fram veginn. Sagan segir okkur að tæknibyltingar geta breytt atvinnuháttum og samfélagi. En byltingarnar hafa ekki orðið af sjálfum sér heldur af manna völdum. Þær hafa orðið vegna ákvarðana sem menn (nánast eingöngu karlmenn) hafa tekið og fylgt eftir. Þetta segir okkur að við getum og eigum að hafa stjórn á atburðarásinni svo að fjórða iðnbyltingin verði til góðs en ekki ills. Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar. Hlutverk stéttarfélaga mun breytast en mikilvægi þeirra fyrir réttindagæslu og hagsmunabaráttu félagsmanna verður hið sama og áður. Fyrir marga háskólamenntaða er fastráðning með tryggum kjörum og réttindum fjarlægur draumur. Þúsaldarkynslóðin er orðin fullorðin og vinnumarkaðurinn sem við henni blasir er allt annar en sá sem X-kynslóðin eða þau sem á undan henni fóru þurftu að fóta sig á. Margir eiga ekki kost á öðru en verktakavinnu og/eða tímabundnum ráðningum. Mörg fara frá „giggi“ til „giggs“ og verða að taka þau verkefni sem bjóðast. Þessi nýja staða kallar á breytt skipulag og vinnubrögð stéttarfélaga. Undirbúningurinn er hafinn af hálfu BHM. Við ætlum ekki að missa af framtíðinni. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það eru allir að tala um fjórðu iðnbyltinguna. Okkur er sagt að hún færi okkur stórkostlega stafræna framtíð. Óendanlega möguleika til nýsköpunar með tilheyrandi umbreytingu á samfélagsgerðinni – veröld nýja og góða. Sumt af því sem okkur er sagt hljómar óhugsandi en þannig er það með margt sem til framfara horfir. Fyrir hundrað árum þótti mörgum óhugsandi að konur fengju kosningarétt. En þær fengu hann samt. Fyrir fimmtíu árum þótti flestum óhugsandi að konur ættu rétt á nokkurra mánaða launuðu fæðingarorlofi (hvað þá karlar). En þannig er það þó í dag. Hvorki kosningarétturinn né fæðingarorlofið tengjast tækniframförum með beinum hætti. En hvort tveggja er þó óbein afleiðing iðnbyltinganna sem hófust fyrir 250 árum. Með þeim var rofin kyrrstaða gömlu landbúnaðarsamfélaganna sem iðnvæddust hvert á fætur öðru. Þær breytingar kölluðu á stofnun verklýðsfélaga , fyrst sem andsvar við verksmiðjuþrælkun en síðar sem sjálfstætt afl sem gætir réttinda launafólks um allan heim. Og síðast en ekki síst skilaði barátta kvenna fyrir frelsi og sjálfstæðum réttindum á vinnumarkaði okkur fram veginn. Sagan segir okkur að tæknibyltingar geta breytt atvinnuháttum og samfélagi. En byltingarnar hafa ekki orðið af sjálfum sér heldur af manna völdum. Þær hafa orðið vegna ákvarðana sem menn (nánast eingöngu karlmenn) hafa tekið og fylgt eftir. Þetta segir okkur að við getum og eigum að hafa stjórn á atburðarásinni svo að fjórða iðnbyltingin verði til góðs en ekki ills. Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á vinnumarkað framtíðarinnar. Hlutverk stéttarfélaga mun breytast en mikilvægi þeirra fyrir réttindagæslu og hagsmunabaráttu félagsmanna verður hið sama og áður. Fyrir marga háskólamenntaða er fastráðning með tryggum kjörum og réttindum fjarlægur draumur. Þúsaldarkynslóðin er orðin fullorðin og vinnumarkaðurinn sem við henni blasir er allt annar en sá sem X-kynslóðin eða þau sem á undan henni fóru þurftu að fóta sig á. Margir eiga ekki kost á öðru en verktakavinnu og/eða tímabundnum ráðningum. Mörg fara frá „giggi“ til „giggs“ og verða að taka þau verkefni sem bjóðast. Þessi nýja staða kallar á breytt skipulag og vinnubrögð stéttarfélaga. Undirbúningurinn er hafinn af hálfu BHM. Við ætlum ekki að missa af framtíðinni. Höfundur er formaður BHM.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun