Lífeyrissjóður unga fólksins Björn Berg Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2017 07:00 Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem eigum einhverja áratugi í eftirlaun eru lífeyrismál ekki beint vinsælasta umræðuefnið. Okkur hættir til að þykja fyrirkomulag greiðslna Tryggingastofnunar einkamál eldra fólks og aðalfundir lífeyrissjóðanna samkomur þeirra sem eru að taka út peninga og óviðkomandi þeim sem leggja þá inn. Við höfum hins vegar ekki efni á því. Þeir fjármunir sem við komum til með að lifa á á lífeyrisaldri geta komið úr ýmsum áttum. Það geta verið launatekjur, söluhagnaður vegna flutnings í ódýrara húsnæði, arfur, úttekt séreignarsparnaðar eða greiðslur frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun svo eitthvað sé nefnt. Þó það sé kannski ekki skemmtilegt þurfum við að byrja snemma að undirbúa efri árin og þá komumst við fljótt að því að það er allt of mikil áhætta að ætla að treysta á „kerfið“. Við höfum lengi vitað að aldursskipting þjóðarinnar er að breytast. Íslendingar á lífeyrisaldri eru í dag um 14 prósent þjóðarinnar en samkvæmt spá Hagstofunnar nær hlutfallið 26 prósentum árið 2066. Það þriggja stoða lífeyriskerfi sem við búum hér við mun því sinna sífellt stærra hlutverki. Með lífeyrissjóðunum söfnum við réttindum og tryggjum okkur meðal annars fyrir örorku og langlífi. Með hjálp vinnuveitenda söfnum við valfrjálsum séreignarsparnaði sem er að fullu laus til úttektar við sextugt og Tryggingastofnun millifærir hluta skatttekna hvers árs til þeirra lífeyrisþega sem lægstar hafa tekjurnar. Greiðslur frá lífeyrissjóðum einar og sér munu ekki duga til þess að tryggja okkur góðar tekjur við starfslok. Ef við ætlum okkur að hafa það gott á efri árunum verðum við því að gera eitthvað meira. Þeir sem leggja ekkert fyrir aukalega munu þurfa að treysta á að Tryggingastofnun bæti þeim hluta tekjutapsins. Við núverandi aldursskiptingu þjóðarinnar er nógu mikið rifist og barist um tilfærslu skattfjár til málaflokksins. Hvernig höldum við að þetta verði þegar lífeyrisþegar verða hlutfallslega tvöfalt fleiri en þeir eru nú? Vonandi verður þetta allt í lagi en það er best að treysta ekki á það. Verum dugleg að greiða í séreignarsparnað og leggja fyrir þar að auki, ef við höfum til þess svigrúm. Vöndum okkur svo við ávöxtun þessa mikilvæga sparnaðar. Ef greiðsluþátttaka eykst og geta ríkisins til greiðslu almannatrygginga verður minni þegar við förum sjálf á eftirlaun höfum við eitthvert fjárhagslegt svigrúm og kannski þurfa tekjur okkar ekki að lækka svo mikið þegar við förum af vinnumarkaði. Ef allt fer hins vegar á besta veg munum við hafa safnað sparnaði sem gerir okkur kleift að hafa það ennþá betra. Og við töpum ekkert á því. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun