Stígamót veiti fötluðum brotaþolum þjónustu eða skili fjármagninu Snæbjörn Áki Friðriksson og Helga Baldvins- og Bjargardóttir skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Í mars 2014 tóku Stígamót sannkölluð tímamótaskref í þjónustu við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis. Þá var ráðinn inn starfsmaður með sérþekkingu á fötlun til að mæta betur þörfum fatlaðra brotaþola og gera Stígamót aðgengilegri. Fyrir þetta fengu Stígamót ýmsar viðurkenningar á borð við Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir að brjóta niður múra gagnvart fötluðu fólki á þessu sviði. Undirrituð gegndi því starfi fram til október 2016. Starfið var svo auglýst í mars á þessu ári og sótti þar um ein hæfasta fatlaða konan á þessu sviði til að sinna ráðgjöf við fatlaða brotaþola og fræðslu um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Stígamót treystu sér ekki til að vinna með þeirri baráttukonu þrátt fyrir að viðurkenna að hún væri sú hæfasta í starfið. Þess í stað var tekin sú ákvörðun að leggja starfið niður í þeirri mynd en taka frekar upp notendaráð sem einhvers konar samráðsvettvang fyrir hagsmunasamtök fatlaðs fólks til að koma að stefnumótun Stígamóta. Nú hefur verið ákveðið að leggja þetta notendaráð niður vegna samstarfsörðugleika. Samkvæmt skilningi okkar greinarhöfunda fengu Stígamót að halda fjármagninu úr Kristínarhúsi til að geta ráðið inn karlmann til að mæta betur karlkyns brotaþolum og svo manneskju með sérþekkingu á fötlunum, mismunun og jaðarsetningu til að mæta betur fötluðum brotaþolum. Undirritaður er formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun, og vill hrósa Stígamótum fyrir flottan fyrirlestur um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki sem haldinn var þann 4. september síðastliðinn. Hins vegar verður að benda á að nú er enginn sérhæfður stuðningur við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis á Stígamótum og er það mjög alvarleg staða. Stígamót eru burðug samtök með 11 starfsmenn. Til samanburðar má nefna að í Barnahúsi starfa sjö starfsmenn og á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu starfa að jafnaði 1-7 starfsmenn eftir því hvort starfsmenn hennar eru kallaðir út til annarra verkefna eða ekki. Fatlað fólk verður fyrir margfalt meira ofbeldi en ófatlað fólk og kynferðisofbeldi er þar engin undantekning. Á sama tíma er sérhæfður stuðningur fyrir fatlaða brotaþola af mjög skornum skammti og lítill sem enginn nú þegar ekki var ráðið aftur í stöðuna sem því var ætlað á Stígamótum. Við gerum þá kröfu að Stígamót ráði til sín fatlaðan eða sérhæfðan ráðgjafa til að sinna ráðgjöf við fatlaða brotaþola eða skili því fjármagni sem hugsað var til að mæta þessari þörf, því þörfin er vissulega mikil. Snæbjörn Áki Friðriksson er formaður Átaks.Helga Baldvins- og Bjargardóttir er lögfræðingur og þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í mars 2014 tóku Stígamót sannkölluð tímamótaskref í þjónustu við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis. Þá var ráðinn inn starfsmaður með sérþekkingu á fötlun til að mæta betur þörfum fatlaðra brotaþola og gera Stígamót aðgengilegri. Fyrir þetta fengu Stígamót ýmsar viðurkenningar á borð við Múrbrjótinn, viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir að brjóta niður múra gagnvart fötluðu fólki á þessu sviði. Undirrituð gegndi því starfi fram til október 2016. Starfið var svo auglýst í mars á þessu ári og sótti þar um ein hæfasta fatlaða konan á þessu sviði til að sinna ráðgjöf við fatlaða brotaþola og fræðslu um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Stígamót treystu sér ekki til að vinna með þeirri baráttukonu þrátt fyrir að viðurkenna að hún væri sú hæfasta í starfið. Þess í stað var tekin sú ákvörðun að leggja starfið niður í þeirri mynd en taka frekar upp notendaráð sem einhvers konar samráðsvettvang fyrir hagsmunasamtök fatlaðs fólks til að koma að stefnumótun Stígamóta. Nú hefur verið ákveðið að leggja þetta notendaráð niður vegna samstarfsörðugleika. Samkvæmt skilningi okkar greinarhöfunda fengu Stígamót að halda fjármagninu úr Kristínarhúsi til að geta ráðið inn karlmann til að mæta betur karlkyns brotaþolum og svo manneskju með sérþekkingu á fötlunum, mismunun og jaðarsetningu til að mæta betur fötluðum brotaþolum. Undirritaður er formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun, og vill hrósa Stígamótum fyrir flottan fyrirlestur um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki sem haldinn var þann 4. september síðastliðinn. Hins vegar verður að benda á að nú er enginn sérhæfður stuðningur við fatlaða brotaþola kynferðisofbeldis á Stígamótum og er það mjög alvarleg staða. Stígamót eru burðug samtök með 11 starfsmenn. Til samanburðar má nefna að í Barnahúsi starfa sjö starfsmenn og á kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu starfa að jafnaði 1-7 starfsmenn eftir því hvort starfsmenn hennar eru kallaðir út til annarra verkefna eða ekki. Fatlað fólk verður fyrir margfalt meira ofbeldi en ófatlað fólk og kynferðisofbeldi er þar engin undantekning. Á sama tíma er sérhæfður stuðningur fyrir fatlaða brotaþola af mjög skornum skammti og lítill sem enginn nú þegar ekki var ráðið aftur í stöðuna sem því var ætlað á Stígamótum. Við gerum þá kröfu að Stígamót ráði til sín fatlaðan eða sérhæfðan ráðgjafa til að sinna ráðgjöf við fatlaða brotaþola eða skili því fjármagni sem hugsað var til að mæta þessari þörf, því þörfin er vissulega mikil. Snæbjörn Áki Friðriksson er formaður Átaks.Helga Baldvins- og Bjargardóttir er lögfræðingur og þroskaþjálfi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar