Tesla brennir upp 8.000 dollurum á mínútu Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 16:00 Tesla bílar hafa hingað til ekki skilað fyrirtækinu hagnaði. Tesla fær mikla umfjöllun víða fyrir framúrstefnulega rafmagnsbíla sína og skemmst er að minnast kynningar á byltingarkenndum flutningabíl og sneggsta sportbíl heims nú bara fyrir nokkrum dögum. Það eru þó fleiri fréttir en góðar úr herbúðum Tesla. Tesla hefur tapað á starfsemi sinni sem nemur 4,2 milljörðum dollara á síðustu 12 mánuðum og ef því er deilt niður á hverja mínútu hverfa 8.000 dollarar úr féhirslum Tesla á mínútu. Það eru um 850.000 kr. á mínútuna, eða 50,7 milljónir kr. á hverjum klukkutíma, eða 1,2 milljarðar kr. á dag. Þetta eru engar smáupphæðir, en samt sem áður standa hlutabréf í Tesla hátt og hafa hækkað um 40% á þessu ári. Svo hátt eru hlutabréf í Tesla metin að fyrirtækið er meira virði en Ford og nálægt því helmingi meira virði en Fiat-Chrysler á hlutabréfamarkaðnum í Wall Street, þrátt fyrir að bæði þau fyrirtæki skili ávallt vænum hagnaði. Sérfræðingar hjá Bloomberg vilja meina að Elon Musk, forstjóri og aðaleigandi Tesla þurfi að tryggja sér að minnsta kosti 2 milljarða dollara viðbótar fjármagn fyrir mitt næsta ár til að tryggja framtíðarrekstur Tesla. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent
Tesla fær mikla umfjöllun víða fyrir framúrstefnulega rafmagnsbíla sína og skemmst er að minnast kynningar á byltingarkenndum flutningabíl og sneggsta sportbíl heims nú bara fyrir nokkrum dögum. Það eru þó fleiri fréttir en góðar úr herbúðum Tesla. Tesla hefur tapað á starfsemi sinni sem nemur 4,2 milljörðum dollara á síðustu 12 mánuðum og ef því er deilt niður á hverja mínútu hverfa 8.000 dollarar úr féhirslum Tesla á mínútu. Það eru um 850.000 kr. á mínútuna, eða 50,7 milljónir kr. á hverjum klukkutíma, eða 1,2 milljarðar kr. á dag. Þetta eru engar smáupphæðir, en samt sem áður standa hlutabréf í Tesla hátt og hafa hækkað um 40% á þessu ári. Svo hátt eru hlutabréf í Tesla metin að fyrirtækið er meira virði en Ford og nálægt því helmingi meira virði en Fiat-Chrysler á hlutabréfamarkaðnum í Wall Street, þrátt fyrir að bæði þau fyrirtæki skili ávallt vænum hagnaði. Sérfræðingar hjá Bloomberg vilja meina að Elon Musk, forstjóri og aðaleigandi Tesla þurfi að tryggja sér að minnsta kosti 2 milljarða dollara viðbótar fjármagn fyrir mitt næsta ár til að tryggja framtíðarrekstur Tesla.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent