Sérstaða Íslands: Jafnrétti – friður – sjálfbærni Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrirtækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamálastefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hagsæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórnvalda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrarumhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á markaði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisforskoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum.Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttismála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran viðburð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli.Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að friðsældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir.Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálfbærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í afararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækniþróun. Þess má geta að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til framtíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta- og samfélagslegu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíðar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skilaboðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofarlega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrirtækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamálastefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hagsæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórnvalda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrarumhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á markaði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisforskoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum.Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttismála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran viðburð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli.Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að friðsældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir.Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálfbærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í afararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækniþróun. Þess má geta að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til framtíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta- og samfélagslegu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíðar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun