Lyfta þarf lífeyri langt upp fyrir fátæktarmörk! Björgvin Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun