Áreitni og ofbeldi upp á yfirborðið Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu vonandi halda því áfram. BSRB og önnur heildarsamtök launafólks sendu á miðvikudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til aðgerða. Við verðum sem samfélag að senda skýr skilaboð. Fórnarlömbin verða að vita að þau fái stuðning og úrlausn sinna mála. Gerendur þurfa að vita að þeirra hegðun verður ekki liðin. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk. Lög og reglur um skyldur launagreiðenda eru skýr en það þarf að framfylgja þeim. Við köllum eftir því að eftirlit verði haft með því að atvinnurekendur fari eftir nýlegri reglugerð sem skýrir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þegar kemur að kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Efla þarf Vinnueftirlitið svo það hafi bolmagn til að heimsækja vinnustaði til að tryggja að þar séu til staðar verkferlar sem starfsfólk þekkir og yfirmenn fara eftir. Stjórnendur þurfa að taka upp samtalið við sitt starfsfólk og gera því ljóst hvar mörkin liggja, hvað má og hvað má ekki. Starfsmenn þurfa að hafa vissu fyrir því að unnið verði úr umkvörtunum þeirra þegar þeir stíga fram og að málum verði ekki sópað undir teppið eða þau hafi neikvæð áhrif á störf þeirra eða starfsframa. Það að stíga fram á að vera jafn eðlilegt og að óska eftir hlífðarfatnaði á vinnustað. Öll vinnuvernd miðar að því að tryggja að allir séu öruggir og líði vel. Stéttarfélögin hafa unnið ötullega í þessum málaflokki en þar verðum við augljóslega að gera betur. Við höfum veitt konum og körlum sem orðið hafa fyrir áreitni ráðgjöf, veitt fræðslu, gefið út bæklinga og fræðsluefni og notað net trúnaðarmanna til að auka þekkingu. Við verðum að halda þessari vinnu áfram og einsetjum okkur að gera það. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er óásættanleg og óþolandi hegðun sem verður ekki liðin. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu vonandi halda því áfram. BSRB og önnur heildarsamtök launafólks sendu á miðvikudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til aðgerða. Við verðum sem samfélag að senda skýr skilaboð. Fórnarlömbin verða að vita að þau fái stuðning og úrlausn sinna mála. Gerendur þurfa að vita að þeirra hegðun verður ekki liðin. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk. Lög og reglur um skyldur launagreiðenda eru skýr en það þarf að framfylgja þeim. Við köllum eftir því að eftirlit verði haft með því að atvinnurekendur fari eftir nýlegri reglugerð sem skýrir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þegar kemur að kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Efla þarf Vinnueftirlitið svo það hafi bolmagn til að heimsækja vinnustaði til að tryggja að þar séu til staðar verkferlar sem starfsfólk þekkir og yfirmenn fara eftir. Stjórnendur þurfa að taka upp samtalið við sitt starfsfólk og gera því ljóst hvar mörkin liggja, hvað má og hvað má ekki. Starfsmenn þurfa að hafa vissu fyrir því að unnið verði úr umkvörtunum þeirra þegar þeir stíga fram og að málum verði ekki sópað undir teppið eða þau hafi neikvæð áhrif á störf þeirra eða starfsframa. Það að stíga fram á að vera jafn eðlilegt og að óska eftir hlífðarfatnaði á vinnustað. Öll vinnuvernd miðar að því að tryggja að allir séu öruggir og líði vel. Stéttarfélögin hafa unnið ötullega í þessum málaflokki en þar verðum við augljóslega að gera betur. Við höfum veitt konum og körlum sem orðið hafa fyrir áreitni ráðgjöf, veitt fræðslu, gefið út bæklinga og fræðsluefni og notað net trúnaðarmanna til að auka þekkingu. Við verðum að halda þessari vinnu áfram og einsetjum okkur að gera það. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er óásættanleg og óþolandi hegðun sem verður ekki liðin. Höfundur er formaður BSRB.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun