Bottas: Ég vil frekar ræsa af ráspól en þriðji Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. nóvember 2017 21:00 Sebastian Vettel, Valtteri Bottas og Kimi Raikkonen voru þrír hröðustu mennirnir í dag. Vísir/Getty Valtteri Bottas náði sínum þriðja ráspól á ferlinum á Mercedes bílnum í dag. Hann nappaði ráspólnum af Sebastian Vettel á Ferrari undir lok tímatökunnar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Mér líður vel. Þetta var afar góður hringur. Bilið var ekki mikið á milli okkar. Það er gott að ræsa af ráspól hér. Ég vil frekar ræsa af ráspól en að ræsa frá þriðja sæti. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að taka fram úr hérna. Við vitum að ræsingin er alltaf spennandi hér,“ sagði Bottas. „Þetta er allt í lagi fyrir morgundaginn. Ég hefði auðvitað vilja vera fremstur. Ég hefði getað bremsað seinna í lokatilrauninni inn í fyrstu beygju og hefði geta sparað meiri tíma þar en ég gugnaði eiginlega bara. ,“ sagði Vettel. „Það var erfitt að koma dekkjunum í rétt hitastig til að þau virkuðu strax í upphafi hringsins en það var allt að koma. Við náðum að bæta bílinn frá því í gær. En veðrið gæti spilað stóra rullu á morgun og það gæti breyst hratt,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð þriðji á Ferrari. „Lewis er heppinn að heimsmeistarakeppnin er ráðin. Þetta var gott fyrir Valtteri. Hann þurfti á þessu að halda til að auka sjálfstraust sitt.,“ sagði Niki Lauda sem varð þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 á sínum ferli.Felipe Massa varð tíundi í síðustu tímatökunni á heimavelli.Vísir/Getty„Þetta er það besta sem við gátum gert í dag. Renault var farið að anda ofan í hálsmálið á okkur og Fernando var afar góður í dag. Við bjuggumst við því að koma báðum bílum í þriðju lotu en Esteban [Ocon] var eiginlega bara óheppinn að missa af þriðju lotunni. Bilið i kringum 10. sætið var afar lítið,“ sagði Sergio Perez sem varð sjötti á Force India í dag. „Ég er bara nokkuð sáttur við þetta. Venjulega myndi ég vænta þess að vera níundi eða tíundi en ég er sáttur með að ræsa í sjötta sæti á morgun með refsingu Riccardo. Ég held að við séum í nokkuð góðum málum núna. Við ætlum okkur að ná góðri ræsingu og vera með góða keppnisáætlun og tryggja góðan árangur á morgun,“ sagði Fernando Alonso, sem varð sjöundi á McLaren í dag. Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas á ráspól í Brasilíu Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur í dag og ræsir fremstur í brasilíska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 11. nóvember 2017 17:07 Lewis Hamilton fljótastur á föstudegi í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes lét fjórða heimsmeistaratitilinn sem hann tryggði sér í síðustu keppni ekki aftra sér og var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. 10. nóvember 2017 22:00 Ætla að taka áhættur í síðustu tveimur keppnum ársins Vijay Mallya, einn eiganda Force India liðsins hefur sagt að nú geti liðið einbeitt sér að því að prófa nýja hluti og taka áhættur sem það ætli að gera. 7. nóvember 2017 20:15 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Valtteri Bottas náði sínum þriðja ráspól á ferlinum á Mercedes bílnum í dag. Hann nappaði ráspólnum af Sebastian Vettel á Ferrari undir lok tímatökunnar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Mér líður vel. Þetta var afar góður hringur. Bilið var ekki mikið á milli okkar. Það er gott að ræsa af ráspól hér. Ég vil frekar ræsa af ráspól en að ræsa frá þriðja sæti. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að taka fram úr hérna. Við vitum að ræsingin er alltaf spennandi hér,“ sagði Bottas. „Þetta er allt í lagi fyrir morgundaginn. Ég hefði auðvitað vilja vera fremstur. Ég hefði getað bremsað seinna í lokatilrauninni inn í fyrstu beygju og hefði geta sparað meiri tíma þar en ég gugnaði eiginlega bara. ,“ sagði Vettel. „Það var erfitt að koma dekkjunum í rétt hitastig til að þau virkuðu strax í upphafi hringsins en það var allt að koma. Við náðum að bæta bílinn frá því í gær. En veðrið gæti spilað stóra rullu á morgun og það gæti breyst hratt,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð þriðji á Ferrari. „Lewis er heppinn að heimsmeistarakeppnin er ráðin. Þetta var gott fyrir Valtteri. Hann þurfti á þessu að halda til að auka sjálfstraust sitt.,“ sagði Niki Lauda sem varð þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 á sínum ferli.Felipe Massa varð tíundi í síðustu tímatökunni á heimavelli.Vísir/Getty„Þetta er það besta sem við gátum gert í dag. Renault var farið að anda ofan í hálsmálið á okkur og Fernando var afar góður í dag. Við bjuggumst við því að koma báðum bílum í þriðju lotu en Esteban [Ocon] var eiginlega bara óheppinn að missa af þriðju lotunni. Bilið i kringum 10. sætið var afar lítið,“ sagði Sergio Perez sem varð sjötti á Force India í dag. „Ég er bara nokkuð sáttur við þetta. Venjulega myndi ég vænta þess að vera níundi eða tíundi en ég er sáttur með að ræsa í sjötta sæti á morgun með refsingu Riccardo. Ég held að við séum í nokkuð góðum málum núna. Við ætlum okkur að ná góðri ræsingu og vera með góða keppnisáætlun og tryggja góðan árangur á morgun,“ sagði Fernando Alonso, sem varð sjöundi á McLaren í dag.
Formúla Tengdar fréttir Valtteri Bottas á ráspól í Brasilíu Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur í dag og ræsir fremstur í brasilíska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 11. nóvember 2017 17:07 Lewis Hamilton fljótastur á föstudegi í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes lét fjórða heimsmeistaratitilinn sem hann tryggði sér í síðustu keppni ekki aftra sér og var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. 10. nóvember 2017 22:00 Ætla að taka áhættur í síðustu tveimur keppnum ársins Vijay Mallya, einn eiganda Force India liðsins hefur sagt að nú geti liðið einbeitt sér að því að prófa nýja hluti og taka áhættur sem það ætli að gera. 7. nóvember 2017 20:15 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Valtteri Bottas á ráspól í Brasilíu Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur í dag og ræsir fremstur í brasilíska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. 11. nóvember 2017 17:07
Lewis Hamilton fljótastur á föstudegi í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes lét fjórða heimsmeistaratitilinn sem hann tryggði sér í síðustu keppni ekki aftra sér og var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. 10. nóvember 2017 22:00
Ætla að taka áhættur í síðustu tveimur keppnum ársins Vijay Mallya, einn eiganda Force India liðsins hefur sagt að nú geti liðið einbeitt sér að því að prófa nýja hluti og taka áhættur sem það ætli að gera. 7. nóvember 2017 20:15