AMG E63 S hraðasti skutbíllinn kringum Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 16:52 Mercedes AMG E63 S bíllinn á Nürburgring brautinni. Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent
Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent