BL fyrst umboða að selja yfir 6.000 bíla á einu ári Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2017 09:26 Mini er eitt af nýjum bílamerkjum BL.BL hóf einnig sölu Jaguar bíla á árinu. Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Um síðustu mánaðarmót var bílaumboðið BL búið að selja 5.914 bíla á árinu og ljóst að stutt yrði í sölu sex þúsundasta bílsins. Þegar sölutölur hjá Samgöngustofu voru skoðaðar í gær kom í ljós að seldir bílar hjá BL voru komnir í 6.024. Ekki er vitað til þess að nokkurt bílaumboð hafi áður selt yfir 6.000 bíla á einu ári. Sem dæmi er þessi sala svo til um helmingi meiri en heildarbílasalan á landinu árið 2009. BL er talsvert lang söluhæsta umboð landsins og með á milli 28 og 29 prósenta hlutdeild í heildarsölunni. Hjá umboðinu eru ein 10 bílamerki, þ.e. Hyundai, Nissan, Renault, Subaru, Dacia, BMW, Land Rover, Jaguar, Mini og Isuzu. Fjölgaði merkjunum um tvö á árinu en BL hóf að selja bíla frá Jaguar og Mini á Íslandi. BL hafði um síðustu mánaðarmót selt 1.164 fleiri bíla en árið áður og hafði salan því vaxið um 24,5% á milli ára þessa fyrstu 10 mánuði ársins.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent