Þarf ávallt að tilgreina tilefni vaxtahækkunar í lánssamningi við neytendur? Arnar Þór Stefánsson og Víðir Smári Petersen skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Þann 12. október síðastliðinn gekk dómur í Hæstarétti Íslands þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hefði brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um neytendalán með því að tilgreina ekki í lánssamningi við lántaka við hvaða aðstæður vextir á láni hans gætu breyst. Lántakinn hafði fengið lán hjá bankanum sem bar breytilega vexti, en í skuldabréfinu sem var gefið út í tilefni lántökunnar kom ekki fram hvaða utanaðkomandi þættir gætu haft áhrif til hækkunar eða lækkunar á vöxtunum. Dómurinn hefur það í för með sér að Íslandsbanka er bannað að breyta vöxtum lánsins. Lán lántakans verður því í reynd lán með föstum en ekki breytilegum vöxtum. Dómurinn er um margt áhugaverður og felur í sér áréttingu á mikilvægi upplýsingagjafar þegar kemur að neytendalánum. Í dóminum reyndi einungis á skýringu eldri laga um neytendalán frá árinu 1994 og verða fjármálafyrirtæki (og lífeyrissjóðir) að gæta að því að sambærileg ákvæði um þessi atriði í nýju lögunum frá árinu 2013 eru jafnvel enn strangari. Ýmsir þankar hafa leitað á höfunda þessarar greinar eftir uppkvaðningu dómsins sem þeim fannst rétt að setja niður á blað í fáeinum orðum. Varða þær einungis skýringu á eldri lögunum frá 1994, sem reyndi á í fyrrgreindum dómi. Ætla verður að fordæmisgildi dómsins sé líklega takmarkað við það þegar ekkert kemur fram í skuldabréfi/lánssamningi um hvað geti leitt til breytingar á vöxtum. Hæstiréttur áréttar einmitt sérstaklega í forsendum sínum að ekkert hafi komið fram um þetta í skuldabréfinu sem þar um ræddi og taldi rétturinn þegar af þeim sökum að skilmálar þess hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um neytendalán. Þeirri spurningu er því ósvarað hvernig fara eigi með skilmála þar sem einhverjar (en þó ekki tæmandi) upplýsingar um þetta atriði koma fram.Lánskjör og vextir Seðlabankans Varla er hægt að gera þá kröfu til lánveitanda að hann tilgreini með tæmandi hætti hvaða atriði geti haft áhrif til breytingar á vöxtum. Slíkt væri, að mati greinarhöfunda, of ströng túlkun á lögunum, enda eru engar vísbendingar um það, hvorki í lögunum né frumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi, hversu ítarlegar upplýsingarnar eigi að vera. Hafa verður í huga að tilgangur þeirra ákvæða sem reyndi á í dómi Hæstaréttar er að veita neytandanum helstu upplýsingar um lánveitinguna á aðgengilegu formi, svo að hann sé betur í stakk búinn til þess að leggja mat á áhætturnar af lánveitingunni. Of miklar, flóknar og tæknilegar upplýsingar gætu í raun snúist upp í andhverfu sína að þessu leyti. Að okkar mati gæti af þeim sökum dugað að nefna í dæmaskyni þau helstu atriði sem geta haft áhrif á vextina. Hæstiréttur gæti talið slíka skilmála lögmæta. Hér skal þó tekið fram að í nýju neytendalánalögunum eru skýrari fyrirmæli um hvaða upplýsingar lánveitanda ber að veita að þessu leyti.Víðir Smári Peterson, hrl.Þá má einnig velta því fyrir sér hvort óþarft sé fyrir fjármálafyrirtæki að tilgreina augljós atriði sem geta haft áhrif til breytingar á vöxtum, eins og t.d. vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands. Ekki er ósanngjarnt að ætlast til þess að almennum neytanda, sem tekur lán með breytilegum vöxtum, eigi að vera kunnugt um að vaxtastig Seðlabankans geti haft áhrif á lánskjör hans. Er það enda augljóslega fyrirsjáanlegt fyrir neytendur, sem aðra, að þegar samið er um heimild til hækkunar á vöxtum eigi slík heimild að minnsta kosti við þegar kostnaður lánveitanda af láni til neytanda hækkar. Er rétt í þessu efni meðal annars að hafa í huga ákvæði 3. mgr. 14. gr. neytendalánalaganna frá 1994 en af því ákvæði leiddi að neytandi varð að bera kostnaðarauka af láni, þótt hann hafi ekki verið tilgreindur í lánssamningi, ef lánveitandinn gat sannað að lántaka mátti vera um hann kunnugt. Virðist þetta síðastnefnda atriði ekki hafa komið til sérstakrar skoðunar í hinum nýlega dómi eða verið reifað þar sérstaklega.Þarf skýrari línur Hér hafa verið leidd rök að því að ekki megi draga afdráttarlausar ályktanir af forsendum hins nýlega dóms. Virðist því ljóst að Hæstiréttur þurfi að fjalla nánar um þau atriði sem hér hafa verið rakin í fleiri dómum svo skýrari línur fáist. Að lokum eru ýmis uppgjörsatriði sem gæti þurft að huga að, og ekki er fjallað um í dóminum, ekki ósvipað því sem gerðist í eftirmálum gengistryggingadómanna. Endurreikna þarf þau lán sem fela í sér ólögmæt eða ófullnægjandi ákvæði um breytilega vexti og falla með skýrum hætti undir fyrrgreint fordæmi. Þá geta risið álitaefni um til dæmis endurkröfurétt neytenda sem þegar hafa greitt upp lán sín, mögulega fyrningu krafna þeirra, gildi fullnaðarkvittana og fleiri atriði. Við öllum þessum atriðum verða dómstólar væntanlega að veita endanleg svör. Höfundar eru hæstarréttarlögmenn hjá LEX. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 12. október síðastliðinn gekk dómur í Hæstarétti Íslands þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hefði brotið gegn tilteknum ákvæðum laga um neytendalán með því að tilgreina ekki í lánssamningi við lántaka við hvaða aðstæður vextir á láni hans gætu breyst. Lántakinn hafði fengið lán hjá bankanum sem bar breytilega vexti, en í skuldabréfinu sem var gefið út í tilefni lántökunnar kom ekki fram hvaða utanaðkomandi þættir gætu haft áhrif til hækkunar eða lækkunar á vöxtunum. Dómurinn hefur það í för með sér að Íslandsbanka er bannað að breyta vöxtum lánsins. Lán lántakans verður því í reynd lán með föstum en ekki breytilegum vöxtum. Dómurinn er um margt áhugaverður og felur í sér áréttingu á mikilvægi upplýsingagjafar þegar kemur að neytendalánum. Í dóminum reyndi einungis á skýringu eldri laga um neytendalán frá árinu 1994 og verða fjármálafyrirtæki (og lífeyrissjóðir) að gæta að því að sambærileg ákvæði um þessi atriði í nýju lögunum frá árinu 2013 eru jafnvel enn strangari. Ýmsir þankar hafa leitað á höfunda þessarar greinar eftir uppkvaðningu dómsins sem þeim fannst rétt að setja niður á blað í fáeinum orðum. Varða þær einungis skýringu á eldri lögunum frá 1994, sem reyndi á í fyrrgreindum dómi. Ætla verður að fordæmisgildi dómsins sé líklega takmarkað við það þegar ekkert kemur fram í skuldabréfi/lánssamningi um hvað geti leitt til breytingar á vöxtum. Hæstiréttur áréttar einmitt sérstaklega í forsendum sínum að ekkert hafi komið fram um þetta í skuldabréfinu sem þar um ræddi og taldi rétturinn þegar af þeim sökum að skilmálar þess hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um neytendalán. Þeirri spurningu er því ósvarað hvernig fara eigi með skilmála þar sem einhverjar (en þó ekki tæmandi) upplýsingar um þetta atriði koma fram.Lánskjör og vextir Seðlabankans Varla er hægt að gera þá kröfu til lánveitanda að hann tilgreini með tæmandi hætti hvaða atriði geti haft áhrif til breytingar á vöxtum. Slíkt væri, að mati greinarhöfunda, of ströng túlkun á lögunum, enda eru engar vísbendingar um það, hvorki í lögunum né frumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi, hversu ítarlegar upplýsingarnar eigi að vera. Hafa verður í huga að tilgangur þeirra ákvæða sem reyndi á í dómi Hæstaréttar er að veita neytandanum helstu upplýsingar um lánveitinguna á aðgengilegu formi, svo að hann sé betur í stakk búinn til þess að leggja mat á áhætturnar af lánveitingunni. Of miklar, flóknar og tæknilegar upplýsingar gætu í raun snúist upp í andhverfu sína að þessu leyti. Að okkar mati gæti af þeim sökum dugað að nefna í dæmaskyni þau helstu atriði sem geta haft áhrif á vextina. Hæstiréttur gæti talið slíka skilmála lögmæta. Hér skal þó tekið fram að í nýju neytendalánalögunum eru skýrari fyrirmæli um hvaða upplýsingar lánveitanda ber að veita að þessu leyti.Víðir Smári Peterson, hrl.Þá má einnig velta því fyrir sér hvort óþarft sé fyrir fjármálafyrirtæki að tilgreina augljós atriði sem geta haft áhrif til breytingar á vöxtum, eins og t.d. vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands. Ekki er ósanngjarnt að ætlast til þess að almennum neytanda, sem tekur lán með breytilegum vöxtum, eigi að vera kunnugt um að vaxtastig Seðlabankans geti haft áhrif á lánskjör hans. Er það enda augljóslega fyrirsjáanlegt fyrir neytendur, sem aðra, að þegar samið er um heimild til hækkunar á vöxtum eigi slík heimild að minnsta kosti við þegar kostnaður lánveitanda af láni til neytanda hækkar. Er rétt í þessu efni meðal annars að hafa í huga ákvæði 3. mgr. 14. gr. neytendalánalaganna frá 1994 en af því ákvæði leiddi að neytandi varð að bera kostnaðarauka af láni, þótt hann hafi ekki verið tilgreindur í lánssamningi, ef lánveitandinn gat sannað að lántaka mátti vera um hann kunnugt. Virðist þetta síðastnefnda atriði ekki hafa komið til sérstakrar skoðunar í hinum nýlega dómi eða verið reifað þar sérstaklega.Þarf skýrari línur Hér hafa verið leidd rök að því að ekki megi draga afdráttarlausar ályktanir af forsendum hins nýlega dóms. Virðist því ljóst að Hæstiréttur þurfi að fjalla nánar um þau atriði sem hér hafa verið rakin í fleiri dómum svo skýrari línur fáist. Að lokum eru ýmis uppgjörsatriði sem gæti þurft að huga að, og ekki er fjallað um í dóminum, ekki ósvipað því sem gerðist í eftirmálum gengistryggingadómanna. Endurreikna þarf þau lán sem fela í sér ólögmæt eða ófullnægjandi ákvæði um breytilega vexti og falla með skýrum hætti undir fyrrgreint fordæmi. Þá geta risið álitaefni um til dæmis endurkröfurétt neytenda sem þegar hafa greitt upp lán sín, mögulega fyrningu krafna þeirra, gildi fullnaðarkvittana og fleiri atriði. Við öllum þessum atriðum verða dómstólar væntanlega að veita endanleg svör. Höfundar eru hæstarréttarlögmenn hjá LEX. Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar