Stefán Karl vill lóð undir grænmetisgámaþorp Haraldur Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Spretta hefur óskað eftir tímabundnum afnotum af lóðinni Strandgötu 86 í Hafnarfirði. Vísir/Ernir Sprotafyrirtækið Spretta, í eigu Stefáns Karls Stefánssonar leikara, hefur óskað eftir lóð við Strandgötu í Hafnarfirði undir gámaþorp og vill rækta þar sprettur (e. microgreens) og salat. Vill fyrirtækið gera þriggja til fimm ára samning og hefur Stefán Karl óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum sem allra fyrst.Stefán Karl Stefánsson, leikari og eigandi Sprettu ehf.Vísir/andriForsvarsmenn Sprettu, þau Stefán Karl og Soffía Steingrímsdóttir, sendu Hafnarfjarðarhöfn bréf þann 7. nóvember og óskuðu eftir samstarfi vegna tilraunaverkefnisins. Í því segjast þau vilja rækta spretturnar og innan tíðar salat í endurunnum frystigámum á lóðinni Strandgötu 86 fyrir veitingahús og almenning. Lóðin sé á milli „gamla Slipphússins“ og „gamla Íshússins“ við höfnina og að þau telji hana geta hentað verkefninu um matvælaræktun í borg (e. urban farming) afar vel. „Í gámaþorpi því sem við myndum vilja reisa við höfnina yrði gætt vandlega að útliti og aðkomu allri. Frágangur lóðar yrði á okkar ábyrgð og í fullri samvinnu við yfirvöld.“ „Þarna gæti orðið til vísir að matvælamarkaði í Hafnarfjarðarbæ þar sem hugsa mætti sér að um helgar væri hægt að nálgast hafnfirska matvöru og kaffisölu í hjarta bæjarins,“ segir í bréfinu og þar tekið fram að fyrirmyndir verkefnisins séu sóttar meðal annars til Bandaríkjanna og Bretlands. Erindi Sprettu var tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar síðasta föstudag og Lúðvík Geirssyni hafnarstjóra þá falið að ræða nánar við forráðamenn félagsins.Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðar.„Hafnarstjórnin hefur ekki tekið neina afstöðu og kallaði eftir frekari gögnum og upplýsingum. Þar er málið statt núna,“ segir Lúðvík í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er lóð sem höfnin á og er á mikilvægum stað hérna sem tengir saman miðbæjarsvæðið og höfnina og við höfum haldið eftir, því að bæði skipulag og nánari hugmyndavinna um framtíð svæðisins eru ófrágengin.“ „Við undirbúum nú opna samkeppni um allt þetta svæði sem fer í gang í byrjun nýs árs og á meðan erum við ekki að úthluta lóðinni en þarna er Spretta einungis að biðja um tímabundin afnot,“ segir Lúðvík. Ekki náðist í Stefán Karl eða Soffíu Steingrímsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sprotafyrirtækið Spretta, í eigu Stefáns Karls Stefánssonar leikara, hefur óskað eftir lóð við Strandgötu í Hafnarfirði undir gámaþorp og vill rækta þar sprettur (e. microgreens) og salat. Vill fyrirtækið gera þriggja til fimm ára samning og hefur Stefán Karl óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum sem allra fyrst.Stefán Karl Stefánsson, leikari og eigandi Sprettu ehf.Vísir/andriForsvarsmenn Sprettu, þau Stefán Karl og Soffía Steingrímsdóttir, sendu Hafnarfjarðarhöfn bréf þann 7. nóvember og óskuðu eftir samstarfi vegna tilraunaverkefnisins. Í því segjast þau vilja rækta spretturnar og innan tíðar salat í endurunnum frystigámum á lóðinni Strandgötu 86 fyrir veitingahús og almenning. Lóðin sé á milli „gamla Slipphússins“ og „gamla Íshússins“ við höfnina og að þau telji hana geta hentað verkefninu um matvælaræktun í borg (e. urban farming) afar vel. „Í gámaþorpi því sem við myndum vilja reisa við höfnina yrði gætt vandlega að útliti og aðkomu allri. Frágangur lóðar yrði á okkar ábyrgð og í fullri samvinnu við yfirvöld.“ „Þarna gæti orðið til vísir að matvælamarkaði í Hafnarfjarðarbæ þar sem hugsa mætti sér að um helgar væri hægt að nálgast hafnfirska matvöru og kaffisölu í hjarta bæjarins,“ segir í bréfinu og þar tekið fram að fyrirmyndir verkefnisins séu sóttar meðal annars til Bandaríkjanna og Bretlands. Erindi Sprettu var tekið fyrir á fundi hafnarstjórnar síðasta föstudag og Lúðvík Geirssyni hafnarstjóra þá falið að ræða nánar við forráðamenn félagsins.Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðar.„Hafnarstjórnin hefur ekki tekið neina afstöðu og kallaði eftir frekari gögnum og upplýsingum. Þar er málið statt núna,“ segir Lúðvík í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er lóð sem höfnin á og er á mikilvægum stað hérna sem tengir saman miðbæjarsvæðið og höfnina og við höfum haldið eftir, því að bæði skipulag og nánari hugmyndavinna um framtíð svæðisins eru ófrágengin.“ „Við undirbúum nú opna samkeppni um allt þetta svæði sem fer í gang í byrjun nýs árs og á meðan erum við ekki að úthluta lóðinni en þarna er Spretta einungis að biðja um tímabundin afnot,“ segir Lúðvík. Ekki náðist í Stefán Karl eða Soffíu Steingrímsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira