Gefum nemendum vængi Ívar Halldórsson skrifar 16. nóvember 2017 11:26 Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun