Evrópusambandið vill sjálfvirkan hemlunarbúnað sem skyldu Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 09:17 Líklegt má telja að sjálfvirkur hemlunarbúnaður verði brátt skilda í nýjum bílum. Í mörgum bílum er sjálfvirk hemlun staðalbúnaður, en það á þó ekki við þá alla og margir sem kaupa slíka bíla bæta þeim kostnaði ekki við kaupin. Þessu vill Evrópusambandið breyta með því að skylda bílaframleiðendur til þess að bjóða alla sína bíla með sjálfvirkum hemlunarbúnaði. Þessi tillaga er komin uppá borðið og verður sett fram í mars á næsta ári til samþykkis. Þá mun Evrópusambandið einnig hvetja bílaframleiðendur til að útbúa bíla sína búnaði sem hjálpar ökumönnum að halda löglegum hraða. Þennan búnað má finna í u 30% nýrra bíla, en Evrópusambandið vill sjá hann í sem flestum. Þessar aðgerðir Evrópusambandsins eru hugsaðar til að auka öryggi allra í umferðinni, ekki bara ökumanna og farþega þeirra, heldur einnig gangandi og hjólandi umferðar. Sjálfvirk hemlun hefur samkvæmt rannsóknum minnkað árekstra um 38% og því sé mikið til þess unnið að útbúa alla bíla með þessari tækni, sem sé að auki ekki svo ýkja dýr í framleiðslu. Í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt að allir bílar framleiddir frá og með árinu 2022 verði með sjálfvirkri hemlun. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent
Í mörgum bílum er sjálfvirk hemlun staðalbúnaður, en það á þó ekki við þá alla og margir sem kaupa slíka bíla bæta þeim kostnaði ekki við kaupin. Þessu vill Evrópusambandið breyta með því að skylda bílaframleiðendur til þess að bjóða alla sína bíla með sjálfvirkum hemlunarbúnaði. Þessi tillaga er komin uppá borðið og verður sett fram í mars á næsta ári til samþykkis. Þá mun Evrópusambandið einnig hvetja bílaframleiðendur til að útbúa bíla sína búnaði sem hjálpar ökumönnum að halda löglegum hraða. Þennan búnað má finna í u 30% nýrra bíla, en Evrópusambandið vill sjá hann í sem flestum. Þessar aðgerðir Evrópusambandsins eru hugsaðar til að auka öryggi allra í umferðinni, ekki bara ökumanna og farþega þeirra, heldur einnig gangandi og hjólandi umferðar. Sjálfvirk hemlun hefur samkvæmt rannsóknum minnkað árekstra um 38% og því sé mikið til þess unnið að útbúa alla bíla með þessari tækni, sem sé að auki ekki svo ýkja dýr í framleiðslu. Í Bandaríkjunum hefur verið samþykkt að allir bílar framleiddir frá og með árinu 2022 verði með sjálfvirkri hemlun.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent