Spænskur bróðir Skoda Kodiaq og VW Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2017 14:37 Svona lítur hinn nýi jepplingur Seat út. Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent
Það hlaut ekki að líða að löngu þangað til Skoda Kodiaq og VW Tiguan eignuðust nýjan bróður með Seat merkinu á húddinu. Spæsnski framleiðandinn Seat ætlar að kynna þennan jeppling áður en árið er á enda og hann er byggður á sama MQB undirvagni og hinir bræður hans. Bíllinn verður framleiddur í Þýskalandi og í boði verða margar bensín- og dísilvélar. Mjög margir íhlutir verða sameiginlegir í þessum nýja bíl Seat og hinum bræðrum hans og sparar stóra Volkswagen bílasamstæðan sér mikinn þróunar- og framleiðslukostnað fyrir vikið. Hann fær þó stærra grill og Seat merkið að framan verður talsvert stærra en VW og Skoda merkið á hinum bílunum. Nafn bílsins er ekki ljóst ewnnþá en sögur herma að Seat ætlað velja á milli nafnanna Alboran, Aranda, Avila og Tarraco. Seat mun byrja að taka á móti pöntunum á bílnum snemma á næsta ári. Víst er að hann verður í boði með 1,4 lítra og 2,0 lítra TSI bensínvélum sem og 2,0 lítra TDI dísilvél og plug-in-hybrid útfærsla verður líklega í spilunum líka. Líklegt verð á bílnum er 33.800 evrur.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent