
Gæði, þægindi, kostnaður og aðgengi
Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja með tilheyrandi hætti þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Einhverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Ircinu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengi var best að versla við vídeóleigurnar.
Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrirtækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, myndbandaleigurisann Blockbuster. Netflix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu Netflix fyrir viðskiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar var Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru vídeóleigur ekki til og tekjur Netflix orðnar helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta fyrrnefnd gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum.
Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hugverkastofunnar (Intellectual property office) í fyrra að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta á borð við Netflix og Spotify og mikils samdráttar í ólöglegu niðurhali. Svo virðist því sem neytendur hafi ekki endilega viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi einfaldlega vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis.
Í áhugaverðri umfjöllun Fréttablaðsins nú í vikunni var þess getið að ólögleg dreifing íslensks sjónvarpsefnis á vefnum jafngilti yfir milljarði króna í töpuðum tekjum. Á svo litlum markaði er auðvitað ómögulegt að keppa við risa á borð við Netflix og Amazon Prime en þróunin virðist þó vera í rétta átt og vonandi verður áhugasömum brátt boðið upp á að kaupa einstaka seríur eða þætti á hagstæðu verði.
Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhugaverðan punkt í nýlegu viðtali við bandaríska bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmyndaframleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreifingu í formi DVD diska.
Það er ekki hægt að stöðva tæknilega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er.
Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfirburðarstöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta.
Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar