Grimmari Hilux í bígerð Finnur Thorlacius skrifar 1. nóvember 2017 10:01 Grimmari Hilux gæti orðið í ætt við þessa Tonka útgáfu Hilux. Pallbíllinn Toyota Hilux selst eins og heitar lummur um allan heim, enda ódrepandi gæðabíll þar á ferð. Toyota býður hinsvegar ekki uppá mjög öfluga gerð gerð Hilux líkt og Ford gerir með 150 Raptor bíl sinn. Það gæti þó breyst á næstunni og er til mikillar skoðunar á heimavígstöðvum Toyota. Toyota Hilux hefur hingað til fengist með takmörkuðu úrvali véla og aðeins einni gerð undirvagns. Ford F-150 Raptor er hinsvegar með miklu öflugri vél en í hefðbundnum Ford F-150 pallbíl, með mun öflugra fjöðrunarkerfi og aukabúnað og stendur auk þess hærra á vegi. Toyota hefur ekki síst bílamarkaðinn í Ástralíu í huga varðandi grimmari Hilux, en hann ætti þó að eiga erindi í Bandaríkjunum og víðar fyrir þá sem kjósa mjög hæfan torfærubíl sem er þó minni en hinn stóri Ford F-150. Toyota metur stöðuna svo að markaður sé fyrir öllu grimmari Hilux sem viðbót við hinn hefðbundna. Vonandi verða þessar hugmyndir að veruleika og að Hilux aðdáendum bjóðist bæði öflugri og enn betur búinn bíll sem endist jafn vel. Íslenskir eigendur Hilux bíla hafa margir hverjir leyst þennan skort á mjög torfæruhæfum Hilux með breytingum á honum og hefur Arctic Trucks gengið hvað lengst í að búa Hilux bílana meiri torfæruhæfni. Ef til vill ætti Toyota helst að leita í smiðju þeirra. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent
Pallbíllinn Toyota Hilux selst eins og heitar lummur um allan heim, enda ódrepandi gæðabíll þar á ferð. Toyota býður hinsvegar ekki uppá mjög öfluga gerð gerð Hilux líkt og Ford gerir með 150 Raptor bíl sinn. Það gæti þó breyst á næstunni og er til mikillar skoðunar á heimavígstöðvum Toyota. Toyota Hilux hefur hingað til fengist með takmörkuðu úrvali véla og aðeins einni gerð undirvagns. Ford F-150 Raptor er hinsvegar með miklu öflugri vél en í hefðbundnum Ford F-150 pallbíl, með mun öflugra fjöðrunarkerfi og aukabúnað og stendur auk þess hærra á vegi. Toyota hefur ekki síst bílamarkaðinn í Ástralíu í huga varðandi grimmari Hilux, en hann ætti þó að eiga erindi í Bandaríkjunum og víðar fyrir þá sem kjósa mjög hæfan torfærubíl sem er þó minni en hinn stóri Ford F-150. Toyota metur stöðuna svo að markaður sé fyrir öllu grimmari Hilux sem viðbót við hinn hefðbundna. Vonandi verða þessar hugmyndir að veruleika og að Hilux aðdáendum bjóðist bæði öflugri og enn betur búinn bíll sem endist jafn vel. Íslenskir eigendur Hilux bíla hafa margir hverjir leyst þennan skort á mjög torfæruhæfum Hilux með breytingum á honum og hefur Arctic Trucks gengið hvað lengst í að búa Hilux bílana meiri torfæruhæfni. Ef til vill ætti Toyota helst að leita í smiðju þeirra.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent