Domino´s Körfuboltakvöld: Stelpurnar sem stóðu sig best í sjöttu umferðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 13:27 Carmen Tyson-Thomas. Vísir/Anton Sjöunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en sjötta umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að sjötta umferðin fór fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Besti leikmaður umferðarinnar var Carmen Tyson-Thomas hjá Skallagrími sem átti frábæran leik í mikilvægum útisigri á Stjörnunni. Carmen var með 23 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar á félaga sína í leiknum sem Skallagrímur vann 77-71. Hún var einnig með 2 varin skot og 1 stolinn bolta. Þetta skilaði henni 34 framlagsstigum. Það var hörð samkeppni um sæti bandaríska leikmannsins í liði umferðarinnar en Haukakonan Cherise Michelle Daniel (38 stig, 12 fráköst) og Blikinn Ivory Crawford (37 stig, 18 fráköst) áttu einnig mjög góðan leik. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari sjöttu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju umferðinni. Hinir fjórir leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Kristrún Sigurjónsdóttir í Val, í Keflavík og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í Skallagrím. Helena Sverrisdóttir var með 22 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 2 varin skot í 81-78 sigri Hauka á Keflavík Kristrún Sigurjónsdóttir var með 14 stig á 18 mínútum og hundrað prósent skot- (5/5) og vítanýtingu (2/2) þegar Valskonur fóru í Stykkishólm og unnu 78-71 sigur á Snæfelli. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 29 stig og 10 fráköst í 77-71 sigri Skallagríms á útivelli á móti Stjörnunni. Þóranna Kika Hodge-Carr var með 17 stig og 8 fráköst á 22 mínútum þegar Keflavík missti frá sér sigurinn í lokin á móti Haukum. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna í kvöld en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 4 verður leikur Vals og Stjörnunnar í Valshöllinni. Á sama tíma mætast nágrannaliði Keflavík og Njarðvík í Keflavík, Skallagrímur tekur á móti Haukum í Borgarnesi og Breiðablik fær Snæfell í heimsókn í Smárann. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira
Sjöunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en sjötta umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að sjötta umferðin fór fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Besti leikmaður umferðarinnar var Carmen Tyson-Thomas hjá Skallagrími sem átti frábæran leik í mikilvægum útisigri á Stjörnunni. Carmen var með 23 stig, 20 fráköst og 9 stoðsendingar á félaga sína í leiknum sem Skallagrímur vann 77-71. Hún var einnig með 2 varin skot og 1 stolinn bolta. Þetta skilaði henni 34 framlagsstigum. Það var hörð samkeppni um sæti bandaríska leikmannsins í liði umferðarinnar en Haukakonan Cherise Michelle Daniel (38 stig, 12 fráköst) og Blikinn Ivory Crawford (37 stig, 18 fráköst) áttu einnig mjög góðan leik. Hildur Sigurðardóttir þjálfari Breiðabliks, er besti þjálfari sjöttu umferðar en hún var líka valinn besti þjálfarinn í þriðju umferðinni. Hinir fjórir leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Kristrún Sigurjónsdóttir í Val, í Keflavík og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í Skallagrím. Helena Sverrisdóttir var með 22 stig, 15 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 2 varin skot í 81-78 sigri Hauka á Keflavík Kristrún Sigurjónsdóttir var með 14 stig á 18 mínútum og hundrað prósent skot- (5/5) og vítanýtingu (2/2) þegar Valskonur fóru í Stykkishólm og unnu 78-71 sigur á Snæfelli. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 29 stig og 10 fráköst í 77-71 sigri Skallagríms á útivelli á móti Stjörnunni. Þóranna Kika Hodge-Carr var með 17 stig og 8 fráköst á 22 mínútum þegar Keflavík missti frá sér sigurinn í lokin á móti Haukum. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna í kvöld en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 4 verður leikur Vals og Stjörnunnar í Valshöllinni. Á sama tíma mætast nágrannaliði Keflavík og Njarðvík í Keflavík, Skallagrímur tekur á móti Haukum í Borgarnesi og Breiðablik fær Snæfell í heimsókn í Smárann. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira