Vistvæn bílasýning í Heklu Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2017 09:23 Volkswagen e-Golf og Golf GTE Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á 12 vistvæna bíla. Þetta breiða úrval endurspeglast í sölu vistvænna bíla hjá fyrirtækinu sem leiðir markaðinn með 60% markaðshlutdeild og sölu á yfir 1000 vistvænum bílum það sem af er árs. Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni eða dísil og tvíorkubíla sem ganga fyrir metani og bensíni. Fimm tengiltvinnbílar verða til sýnis á vistvænum dögum. Það eru Audi A3 e-tron, Audi Q7 e-tron, Mitsubishi Outlander PHEV, Volkswagen Golf GTE og Volkswagen Passat GTE. Af hreinum rafbílum eru það Volkswagen e-up! og e-Golf og metanbílanir eru fimm, Skoda Octavia G-Tec, Volkswagen up!, Golf og Caddy og Audi A3 g-tron sem er frumsýningastjarna dagsins. Hann er fyrsti metan- og bensínbíllinn frá Audi sem kemur til landsins en byrjað er að taka niður pantanir á A4 g-tron og A5 g-tron sem væntanlegir eru til landsins á næsta ári. Kappakstursbíll Team Spark verður á svæðinu en Team Spark er þróunarverkefni við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að þróa og smíða rafknúinn kappakstursbíl frá grunni og keppir liðið á alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni erlendis, Formula Student. „Við erum mjög spennt fyrir þessari sýningu og stolt af því að hafa tólf vistvæna kosti að bjóða,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það sem af er árs höfum við selt yfir 1000 vistvæna bíla sem er til marks um hversu mikill áhugi er fyrir vistvænum bílum í þjóðfélaginu. Íslendingar búa líka að miklum náttúruauðlindum. Raforkan okkar kemur frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Við höfum breytt úrval vistvænna farkosta og hlakkar til að taka móti sem flestum á laugardaginn.“Mitsubishiu Outlander PHEV Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent
Laugardaginn 4. nóvember verður haldin sýning á vistvænum bílum í húsakynnum Heklu Laugavegi. Vörumerki Heklu, Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi, eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa og Hekla býður í dag upp á 12 vistvæna bíla. Þetta breiða úrval endurspeglast í sölu vistvænna bíla hjá fyrirtækinu sem leiðir markaðinn með 60% markaðshlutdeild og sölu á yfir 1000 vistvænum bílum það sem af er árs. Þegar rætt er um vistvæna bíla er átt við hreina rafbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni, tengiltvinnbíla sem ganga fyrir raforku og bensíni eða dísil og tvíorkubíla sem ganga fyrir metani og bensíni. Fimm tengiltvinnbílar verða til sýnis á vistvænum dögum. Það eru Audi A3 e-tron, Audi Q7 e-tron, Mitsubishi Outlander PHEV, Volkswagen Golf GTE og Volkswagen Passat GTE. Af hreinum rafbílum eru það Volkswagen e-up! og e-Golf og metanbílanir eru fimm, Skoda Octavia G-Tec, Volkswagen up!, Golf og Caddy og Audi A3 g-tron sem er frumsýningastjarna dagsins. Hann er fyrsti metan- og bensínbíllinn frá Audi sem kemur til landsins en byrjað er að taka niður pantanir á A4 g-tron og A5 g-tron sem væntanlegir eru til landsins á næsta ári. Kappakstursbíll Team Spark verður á svæðinu en Team Spark er þróunarverkefni við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að þróa og smíða rafknúinn kappakstursbíl frá grunni og keppir liðið á alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni erlendis, Formula Student. „Við erum mjög spennt fyrir þessari sýningu og stolt af því að hafa tólf vistvæna kosti að bjóða,“ segir María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. „Það sem af er árs höfum við selt yfir 1000 vistvæna bíla sem er til marks um hversu mikill áhugi er fyrir vistvænum bílum í þjóðfélaginu. Íslendingar búa líka að miklum náttúruauðlindum. Raforkan okkar kemur frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og íslenska metanið er í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika. Við höfum breytt úrval vistvænna farkosta og hlakkar til að taka móti sem flestum á laugardaginn.“Mitsubishiu Outlander PHEV
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent