Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Haraldur Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2017 07:00 Leitað hefur verið að gulli Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr jarðvegssýnum sem tekin voru í Þormóðsdal í Mosfellssveit í fyrra renna stoðum undir að þar sé að finna gull í vinnanlegu magni. Fyrirtækið Iceland Resources bíður nú úrskurðar kærunefndar um ákvörðun Mosfellsbæjar um að hafna umsókn þess um framkvæmdaleyfi til rannsókna á magni gulls í bergi. „Nýju tölurnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram og staðfesta að gullið sé á svæðinu. Þarna vorum við ekki að bora heldur er þetta úr grjóti á jörðinni en með borun geturðu komist í gullæðarnar og staðfest magnið. Það myndi ekki hafa nein umhverfisleg áhrif,“ segir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources, t.v.Fyrirtækið er í eigu kanadíska félagsins St-Georges Platinum & Base Metals Ltd. Samkvæmt kauphallartilkynningu þess þann 12. október síðastliðinn innihéldu sýnin 23, sem tekin voru í september í fyrra eða um svipað leyti og umsókninni var hafnað, frá 0,5 upp í 13,55 grömm af gulli í hverju tonni. Eitt eldra sýni úr dalnum innihélt 415 grömm í tonni en ekki hafa verið tekin ný kjarnasýni með rannsóknarborun þar síðan 2006. Vilhjálmur Þór hefur áður sagt að hér á landi þurfi gull að mælast yfir tíu grömm í tonni svo það sé vinnanlegt. Aftur á móti geti kanadíska fyrirtækið leitað þess á mun hagkvæmari hátt en þekkist og magnið á hvert tonn geti því verið minna. „Hér á landi eru oft há gullgildi frekar á litlum svæðum en í föstu bergi, enda gengurðu ekki fram á gullmola á Íslandi,“ segir Vilhjálmur Þór. Jarðfræðingar á vegum Iceland Resources, sem hefur sótt um alls átta rannsóknarleyfi víðs vegar um landið, tóku á sama tíma sýni í Vopnafirði þar sem fyrirtækið hefur fengið framkvæmdaleyfi til gullrannsókna. Einnig hefur Iceland Resources fengið leyfi til rannsókna á 1.013 ferkílómetra svæði á Tröllaskaga. Fréttastofa RÚV greindi á þriðjudag frá ákvörðun 34 landeigenda um að kæra leyfisveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Orkustofnun veitti leyfið í júlí síðastliðnum en Iceland Resources mun þar leggja sérstaka áherslu á gull og kopar. Landeigendur kvarta yfir samráðsleysi en búast ekki við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar fyrr en um mitt ár 2018. „Þeir hafa rétt til að kæra en í raun og veru snýr kæran ekki að okkur heldur stjórnsýslulegri meðferð málsins. Okkar skoðun er að þessi kæra sé byggð á misskilningi og að við höfum ekki fengið tækifæri til að skýra okkar sjónarmið gagnvart landeigendum. Það stendur til að gera það,“ segir Vilhjálmur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Niðurstöður úr jarðvegssýnum sem tekin voru í Þormóðsdal í Mosfellssveit í fyrra renna stoðum undir að þar sé að finna gull í vinnanlegu magni. Fyrirtækið Iceland Resources bíður nú úrskurðar kærunefndar um ákvörðun Mosfellsbæjar um að hafna umsókn þess um framkvæmdaleyfi til rannsókna á magni gulls í bergi. „Nýju tölurnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram og staðfesta að gullið sé á svæðinu. Þarna vorum við ekki að bora heldur er þetta úr grjóti á jörðinni en með borun geturðu komist í gullæðarnar og staðfest magnið. Það myndi ekki hafa nein umhverfisleg áhrif,“ segir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources, t.v.Fyrirtækið er í eigu kanadíska félagsins St-Georges Platinum & Base Metals Ltd. Samkvæmt kauphallartilkynningu þess þann 12. október síðastliðinn innihéldu sýnin 23, sem tekin voru í september í fyrra eða um svipað leyti og umsókninni var hafnað, frá 0,5 upp í 13,55 grömm af gulli í hverju tonni. Eitt eldra sýni úr dalnum innihélt 415 grömm í tonni en ekki hafa verið tekin ný kjarnasýni með rannsóknarborun þar síðan 2006. Vilhjálmur Þór hefur áður sagt að hér á landi þurfi gull að mælast yfir tíu grömm í tonni svo það sé vinnanlegt. Aftur á móti geti kanadíska fyrirtækið leitað þess á mun hagkvæmari hátt en þekkist og magnið á hvert tonn geti því verið minna. „Hér á landi eru oft há gullgildi frekar á litlum svæðum en í föstu bergi, enda gengurðu ekki fram á gullmola á Íslandi,“ segir Vilhjálmur Þór. Jarðfræðingar á vegum Iceland Resources, sem hefur sótt um alls átta rannsóknarleyfi víðs vegar um landið, tóku á sama tíma sýni í Vopnafirði þar sem fyrirtækið hefur fengið framkvæmdaleyfi til gullrannsókna. Einnig hefur Iceland Resources fengið leyfi til rannsókna á 1.013 ferkílómetra svæði á Tröllaskaga. Fréttastofa RÚV greindi á þriðjudag frá ákvörðun 34 landeigenda um að kæra leyfisveitinguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Orkustofnun veitti leyfið í júlí síðastliðnum en Iceland Resources mun þar leggja sérstaka áherslu á gull og kopar. Landeigendur kvarta yfir samráðsleysi en búast ekki við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar fyrr en um mitt ár 2018. „Þeir hafa rétt til að kæra en í raun og veru snýr kæran ekki að okkur heldur stjórnsýslulegri meðferð málsins. Okkar skoðun er að þessi kæra sé byggð á misskilningi og að við höfum ekki fengið tækifæri til að skýra okkar sjónarmið gagnvart landeigendum. Það stendur til að gera það,“ segir Vilhjálmur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent