Facebook græddi 500 milljarða í sumar Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Á meðan Snapchat og Spotify hafa aldrei skilað hagnaði og tekjur Twitter dragast saman virðist allt ganga Facebook í haginn. Uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í síðustu viku og er það í áhugaverðari kantinum. Hagnaður félagsins nam um 500 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um 80% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og nam hagnaður sem hlutfall af tekjum 46%. Hagnaður þessa eina ársfjórðungs jafngildir því sem íslenska ríkið ver til félags, húsnæðis- og tryggingamála á heilu ári auk reksturs heilbrigðis- og menntakerfanna. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til félagsins og þrátt fyrir að uppgjörið hafi verið betra en vænst hafði verið lækkuðu hlutabréf félagsins samdægurs um 2,6%, einkum vegna áætlana um aukin útgjöld. Þar má sérstaklega nefna yfir 100 milljarða króna sem verja á til kaupa og framleiðslu myndbanda. Næsta árið verður því afar áhugavert að fylgjast með hvort Facebook hyggist til dæmis semja við ensku úrvalsdeildina um útsendingarrétt og fara í beina samkeppni við Netflix og Amazon um kaup á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Facebook, rétt eins og Google, byggir nær allar sínar tekjur á auglýsingum. Ágætis mælikvarði á árangur markaðsstarfsins eru þær tekjur sem hver notandi skilar. Munurinn milli landsvæða er afar mikill. Langsamlega mestu tekjurnar fær fyrirtækið frá notendum í Bandaríkjunum og í Kanada, en þær eru þrefalt meiri en í Evrópu og níu sinnum meiri en í Asíu. Vöxturinn í Evrópu lofar þó góðu og var hlutfallslega mestur á milli ára, eða 45% borið saman við 26% vöxt á heimsvísu. Samfélagsmiðlar stefna fyrst og fremst að tvennu. Fyrst þarf að laða að sem flesta notendur og svo þarf að láta þá borga. Facebook hefur tekist afar vel á báðum sviðum ólíkt helstu samkeppnisaðilum, sem eiga margir hverjir í mesta basli með að tryggja að notkun skili tekjum. Þeir sem tóku þátt í útboðinu við skráningu félagsins 2012 hafa nærri sjöfaldað aurinn sinn, sem hlýtur að teljast ansi gott. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á meðan Snapchat og Spotify hafa aldrei skilað hagnaði og tekjur Twitter dragast saman virðist allt ganga Facebook í haginn. Uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt í síðustu viku og er það í áhugaverðari kantinum. Hagnaður félagsins nam um 500 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um 80% aukning frá sama fjórðungi í fyrra og nam hagnaður sem hlutfall af tekjum 46%. Hagnaður þessa eina ársfjórðungs jafngildir því sem íslenska ríkið ver til félags, húsnæðis- og tryggingamála á heilu ári auk reksturs heilbrigðis- og menntakerfanna. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til félagsins og þrátt fyrir að uppgjörið hafi verið betra en vænst hafði verið lækkuðu hlutabréf félagsins samdægurs um 2,6%, einkum vegna áætlana um aukin útgjöld. Þar má sérstaklega nefna yfir 100 milljarða króna sem verja á til kaupa og framleiðslu myndbanda. Næsta árið verður því afar áhugavert að fylgjast með hvort Facebook hyggist til dæmis semja við ensku úrvalsdeildina um útsendingarrétt og fara í beina samkeppni við Netflix og Amazon um kaup á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Facebook, rétt eins og Google, byggir nær allar sínar tekjur á auglýsingum. Ágætis mælikvarði á árangur markaðsstarfsins eru þær tekjur sem hver notandi skilar. Munurinn milli landsvæða er afar mikill. Langsamlega mestu tekjurnar fær fyrirtækið frá notendum í Bandaríkjunum og í Kanada, en þær eru þrefalt meiri en í Evrópu og níu sinnum meiri en í Asíu. Vöxturinn í Evrópu lofar þó góðu og var hlutfallslega mestur á milli ára, eða 45% borið saman við 26% vöxt á heimsvísu. Samfélagsmiðlar stefna fyrst og fremst að tvennu. Fyrst þarf að laða að sem flesta notendur og svo þarf að láta þá borga. Facebook hefur tekist afar vel á báðum sviðum ólíkt helstu samkeppnisaðilum, sem eiga margir hverjir í mesta basli með að tryggja að notkun skili tekjum. Þeir sem tóku þátt í útboðinu við skráningu félagsins 2012 hafa nærri sjöfaldað aurinn sinn, sem hlýtur að teljast ansi gott. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar