Jafnrétti Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. október 2017 07:00 Það hallar á hlut kvenna í fimm af þeim átta þingflokkum sem komu upp úr kjörkössunum um helgina. Staða kvenna á Alþingi hefur ekki verið jafn slæm í tíu ár og það verður þeim flokkum sem skipa nýtt Alþingi Íslendinga til ævarandi skammar að leiða jafna aðkomu kynjanna að löggjafarþinginu hjá sér. Þá sérstaklega í ljósi þess að á fyrra þingi voru kynjahlutföllin svo gott sem jöfn. Það er þó ekki aðeins í hlutskipti kvenna á nýju þingi sem jafnréttismálin eru fótum troðum. Misjafnt atkvæðavægi hefur á ný meiriháttar áhrif á niðurstöður kosninga. Nægir að líta á það hvernig atkvæði skiptast á milli Framsóknarflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn hlaut 10,7 prósent atkvæða (21.016) og átta kjördæmakjörna þingmenn á meðan Samfylking fékk 12,1 prósent (23.652) og sjö þingmenn, þar á meðal einn jöfnunarþingmann. Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda. Öll Norðurlöndin, utan Noregs, hafa fyrir löngu jafnað atkvæðavægi. Kjósendur í dreifbýli hafa lengi vel haft meira vægi í þingkosningum en kjósendur í þéttbýli. Um aldamót voru þessu misvægi sett ákveðin mörk þar sem vægi kjördæmis megi aldrei fara yfir tvöfalt það sem er í öðru kjördæmi. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdist með alþingiskosningunum árið 2009 og 2013 og í bæði skiptin skilaði nefndin áliti þar sem ójafnt atkvæðavægi milli kjördæma var harðlega gagnrýnt. Bent var á að misvægi atkvæða milli fjölmennasta kjördæmisins (Suðvesturkjördæmis) annars vegar og fámennasta kjördæmisins (Norðvesturkjördæmis) hins vegar er 100 prósent. Viðmið Feneyjanefndarinnar um ásættanlegt viðmið er tíu til fimmtán prósent. Íslenska kjördæmakerfið leyfir tvöfaldan mun á vægi atkvæða. Augljóslega þarf að gera bragarbót í þessum efnum. Það væri mun einfaldara að gera landið allt að einu kjördæmi, í stað þess að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þó þarf að stíga varlega til jarðar og tryggja öflug tengsl stjórnmálaflokka við kjósendur á landsbyggðinni til að tryggja að harðræði hins stóra meirihluta nái ekki fótfestu og upp blossi átök milli borgar og byggða. Þetta er mikið verk, en þó aðeins smámunir á meðan staðan er óbreytt og mismunun er fest í lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hallar á hlut kvenna í fimm af þeim átta þingflokkum sem komu upp úr kjörkössunum um helgina. Staða kvenna á Alþingi hefur ekki verið jafn slæm í tíu ár og það verður þeim flokkum sem skipa nýtt Alþingi Íslendinga til ævarandi skammar að leiða jafna aðkomu kynjanna að löggjafarþinginu hjá sér. Þá sérstaklega í ljósi þess að á fyrra þingi voru kynjahlutföllin svo gott sem jöfn. Það er þó ekki aðeins í hlutskipti kvenna á nýju þingi sem jafnréttismálin eru fótum troðum. Misjafnt atkvæðavægi hefur á ný meiriháttar áhrif á niðurstöður kosninga. Nægir að líta á það hvernig atkvæði skiptast á milli Framsóknarflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn hlaut 10,7 prósent atkvæða (21.016) og átta kjördæmakjörna þingmenn á meðan Samfylking fékk 12,1 prósent (23.652) og sjö þingmenn, þar á meðal einn jöfnunarþingmann. Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda. Öll Norðurlöndin, utan Noregs, hafa fyrir löngu jafnað atkvæðavægi. Kjósendur í dreifbýli hafa lengi vel haft meira vægi í þingkosningum en kjósendur í þéttbýli. Um aldamót voru þessu misvægi sett ákveðin mörk þar sem vægi kjördæmis megi aldrei fara yfir tvöfalt það sem er í öðru kjördæmi. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdist með alþingiskosningunum árið 2009 og 2013 og í bæði skiptin skilaði nefndin áliti þar sem ójafnt atkvæðavægi milli kjördæma var harðlega gagnrýnt. Bent var á að misvægi atkvæða milli fjölmennasta kjördæmisins (Suðvesturkjördæmis) annars vegar og fámennasta kjördæmisins (Norðvesturkjördæmis) hins vegar er 100 prósent. Viðmið Feneyjanefndarinnar um ásættanlegt viðmið er tíu til fimmtán prósent. Íslenska kjördæmakerfið leyfir tvöfaldan mun á vægi atkvæða. Augljóslega þarf að gera bragarbót í þessum efnum. Það væri mun einfaldara að gera landið allt að einu kjördæmi, í stað þess að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þó þarf að stíga varlega til jarðar og tryggja öflug tengsl stjórnmálaflokka við kjósendur á landsbyggðinni til að tryggja að harðræði hins stóra meirihluta nái ekki fótfestu og upp blossi átök milli borgar og byggða. Þetta er mikið verk, en þó aðeins smámunir á meðan staðan er óbreytt og mismunun er fest í lög.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun