Klúður í nauðgunarmáli íslenskrar konu dæmi um vanhæfni lögreglunnar í New York Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2017 17:45 Mál íslenskrar konur er miðpunktur í harðri gagnrýni á kynferðisbrotadeild lögreglunnar í New York. Konunni var nauðgað í borginni árið 2009 en lögreglufulltrúinn sem fór með rannsókn málsins sinnti því illa. Þetta kemur fram í umfjöllun Newsweek sem byggð er á minnisblöðum frá saksóknaraembættinu í New York frá árinu 2013. Þar voru starfsaðferðir og vanhæfni lögreglufulltrúa innan kynferðisbrotadeildarinnar harðlega gagnrýnd. Íslenska konan sem um ræðir var ferðamaður í New York árið 2009. Sofnaði hún á sófa í næturklúbbi í borginni. Vaknaði hún síðar við það að karlmaður væri að nauðga henni í íbúð hans eftir að hann hafði dregið hana heim til sín. Eftir að brotamaðurinn lét hana fá 20 dollara fyrir leigubíl komst hún til vinkvenna sinna sem sannfærðu hana um að kæra málið til lögreglunnar. Þar tók lögreglufulltrúi að nafni Rafael Astacio við henni. Í viðtali á lögreglustöðinni sagðist konan ekki vera viss um að hún vildi halda áfram með málið, þar sem hún væri á heimleið til Íslands.Reyndi ekki að rannsaka málið til hlítar Astacio lokaði málinu á þeim grundvelli að konan væri ósamvinnuþýð. Svo reyndist hins vega ekki vera um mánuði síðar þegar annar lögreglufulltrúi leysti málið. Fann hann DNA-samsvörun úr nauðgaranum, hafði samband við íslensku konuna sem gat borið kensl á manninn eftir að hafa verið sýndar myndir af honum. Maðurinn var síðar handtekinn og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Síðar kom í ljós að Astacio hafði sagt yfirmönnum sínum að öryggisverðir á næturklúbbnum sem konan hafði verið á hefðu ekki viljað veita sér upplýsingar né aðgang að upptökum úr öryggismyndavélum vegna málsins. Þegar rannsakandi á vegum saksóknaraembættisins fór hins vegar í málið vegna annars máls reyndist auðsótt mál að fá upptökur af því þegar nauðgarinn dró konuna út af klúbbnum. Astacio viðurkenndi síðar að hafa aldrei reynt að ná í upptökurnar.Breyst til hins betra Þessi misstök Astacio, og fleiri hjá öðrum lögreglufulltrúum innan deildarinnar, eru rakin í minnisblaði saksóknaraembættisins og eru þar sögð þykja lýsa vanhæfni innan raða kynferðisbrotadeildarinnar. Þar eru fulltrúarnir gagnrýndir fyrir að loka málum alltof fljótt án þess að rannsaka þau til hlítar, sem og koma illa fram við fórnarlömb kynferðisbrota sem leitað höfðu til deildarinnar. Í umfjöllun Newsweek kemur fram að svo virðist sem að slíkar starfsaðferðir eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá kynferðisbrotadeildinni. Lögreglufulltrúinn Astaci sem klúðraði nærri því máli íslensku stúlkunnar situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar sex ára dóm. Hann var fundinn sekur fyrir þátt sinn í glæpahring sem starfaði á árunum 2009-2012 og stal vörum og fjármunum að virði sex milljón dollurum. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Mál íslenskrar konur er miðpunktur í harðri gagnrýni á kynferðisbrotadeild lögreglunnar í New York. Konunni var nauðgað í borginni árið 2009 en lögreglufulltrúinn sem fór með rannsókn málsins sinnti því illa. Þetta kemur fram í umfjöllun Newsweek sem byggð er á minnisblöðum frá saksóknaraembættinu í New York frá árinu 2013. Þar voru starfsaðferðir og vanhæfni lögreglufulltrúa innan kynferðisbrotadeildarinnar harðlega gagnrýnd. Íslenska konan sem um ræðir var ferðamaður í New York árið 2009. Sofnaði hún á sófa í næturklúbbi í borginni. Vaknaði hún síðar við það að karlmaður væri að nauðga henni í íbúð hans eftir að hann hafði dregið hana heim til sín. Eftir að brotamaðurinn lét hana fá 20 dollara fyrir leigubíl komst hún til vinkvenna sinna sem sannfærðu hana um að kæra málið til lögreglunnar. Þar tók lögreglufulltrúi að nafni Rafael Astacio við henni. Í viðtali á lögreglustöðinni sagðist konan ekki vera viss um að hún vildi halda áfram með málið, þar sem hún væri á heimleið til Íslands.Reyndi ekki að rannsaka málið til hlítar Astacio lokaði málinu á þeim grundvelli að konan væri ósamvinnuþýð. Svo reyndist hins vega ekki vera um mánuði síðar þegar annar lögreglufulltrúi leysti málið. Fann hann DNA-samsvörun úr nauðgaranum, hafði samband við íslensku konuna sem gat borið kensl á manninn eftir að hafa verið sýndar myndir af honum. Maðurinn var síðar handtekinn og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Síðar kom í ljós að Astacio hafði sagt yfirmönnum sínum að öryggisverðir á næturklúbbnum sem konan hafði verið á hefðu ekki viljað veita sér upplýsingar né aðgang að upptökum úr öryggismyndavélum vegna málsins. Þegar rannsakandi á vegum saksóknaraembættisins fór hins vegar í málið vegna annars máls reyndist auðsótt mál að fá upptökur af því þegar nauðgarinn dró konuna út af klúbbnum. Astacio viðurkenndi síðar að hafa aldrei reynt að ná í upptökurnar.Breyst til hins betra Þessi misstök Astacio, og fleiri hjá öðrum lögreglufulltrúum innan deildarinnar, eru rakin í minnisblaði saksóknaraembættisins og eru þar sögð þykja lýsa vanhæfni innan raða kynferðisbrotadeildarinnar. Þar eru fulltrúarnir gagnrýndir fyrir að loka málum alltof fljótt án þess að rannsaka þau til hlítar, sem og koma illa fram við fórnarlömb kynferðisbrota sem leitað höfðu til deildarinnar. Í umfjöllun Newsweek kemur fram að svo virðist sem að slíkar starfsaðferðir eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá kynferðisbrotadeildinni. Lögreglufulltrúinn Astaci sem klúðraði nærri því máli íslensku stúlkunnar situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar sex ára dóm. Hann var fundinn sekur fyrir þátt sinn í glæpahring sem starfaði á árunum 2009-2012 og stal vörum og fjármunum að virði sex milljón dollurum.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira