Úrelt kerfi RAI veltir allt að 11 milljörðum króna árlega Jórunn María Ólafsdóttir og María Fjóla Harðardóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Á milli Sjúkratrygginga Íslands og flestra hjúkrunarheimila landsins er í gildi samningur um þjónustu heimilanna við aldraða. Meðal þess sem samningurinn gerir kröfu um er að á heimilunum sé haldin mjög nákvæm skráning um „raunverulegan aðbúnað íbúa“ sem opinberlega kallast skráning RAI-mats. Umfangið er mikið þar sem þrisvar á ári er svarað um 400 spurningum um hvern og einn íbúa. Því er ljóst að gífurlegir fjármunir og dýrmætur tími heilbrigðisstarfsfólks á hjúkrunarheimilum fer í RAI-matið.Fjárveitingar fylgja ekki þróuninni Mælitækinu er meðal annars ætlað að meta gæði þjónustunnar sem heimilin veita, þörf íbúa fyrir hjúkrun og aðstoð ásamt því að móta einstaklingsbundna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn íbúa og halda utan um heilsufarsupplýsingar viðkomandi. Niðurstöður RAI-mats eru samanburðarhæfar milli tímabila, hjúkrunarheimila og annarra landa og gefa góða mynd af gæðamálum. Niðurstöðurnar eru einnig lagðar til grundvallar við veitingu fjármagns til einstakra hjúkrunarheimila. Sem dæmi um það voru greiddir um það bil 26 milljarðar króna á árinu 2016 til hjúkrunarheimila í gegnum ofangreindan samning þar sem um 11 milljarðar skiptast eftir niðurstöðum RAI-mælitækisins. Gæðamatshlutinn er gífurlega gagnlegur í núverandi útgáfu mælitækisins og því viljum við halda. Sá hluti sem snýr að útdeilingu fjármagns er umdeildari og úreltari þar sem hann nær síður yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfi hjúkrunarheimila á síðustu árum og áratugum. Sífellt flóknari meðferð veikari einstaklinga, sem áður var veitt á sjúkrahúsum er nú veitt á hjúkrunarheimilum landsins.Gamalt mælitæki Vandinn sem blasir við þeim sem vinna með RAI-mælitækið er að það er tæplega 20 ára gamalt. Nýrri og betri útgáfur eru til, en ekki fæst fjármagn til að uppfæra kerfið og færa hjúkrunarheimilin nær nútímanum. Ekki hefur heldur fengist fjármagn til að leiðrétta innbyggðar skekkjur í núverandi útgáfu þrátt fyrir ábendingar þess efnis til velferðarráðuneytisins. Nýrri útgáfa myndi einnig gefa möguleika á að tengjast þeim mælitækjum sem Landspítali og heimahjúkrun nota fyrir skjólstæðinga sína, og auka þannig samfellu í meðferð og öryggi upplýsinga.Eftirliti verulega ábótavant Í dag er staðan sú að það er enginn opinber aðili sem hefur virkt eftirlit með skráningu hjúkrunarheimila í mælitækið. Hingað til hefur verið brotalöm á því að opinber aðili kenni starfsmönnum hjúkrunarheimila hvernig eigi að skrá gögn í mælitækið svo að skráning uppfylli opinberar kröfur. Afleiðingin er því ósamræmd skráning í kerfið og staðreyndin sú að hið opinbera gerir kröfu um notkun mælitækis sem ekki er tryggt að notað sé með samræmdum og réttum hætti. Fagráð sem m.a. hafði það hlutverk var lagt niður í sumar án þess að viðfangsefninu væri fundinn viðunandi farvegur. Ef ekkert verður að gert munum við áfram sitja uppi með úrelt mælitæki sem ráðstafar, eins og áður segir, milljörðum króna til hjúkrunarheimila.Geri gangskör að breytingum Við köllum eftir að velferðarráðuneytið taki ábyrgð og gegni réttmætri skyldu sinni og skipi nú þegar í stað nefnd um mælitækið. Við köllum einnig eftir að umrædd nefnd verði skipuð fulltrúum notanda jafnt sem eftirlitsaðila. Nefndin þarf að hafa heimild og bolmagn til að standa fyrir kennslu og uppfærslu á kerfinu sem og virkt eftirlit með notkun þess. Á þeim grunni er hægt að byggja upp trúverðugt verkfæri í stað þess að sitja uppi með úrelt mælitæki. Jórunn María Ólafsdóttir er hjúkrunarforstjóri í Brákarhlíð Borgarnesi.María Fjóla Harðardóttir er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á milli Sjúkratrygginga Íslands og flestra hjúkrunarheimila landsins er í gildi samningur um þjónustu heimilanna við aldraða. Meðal þess sem samningurinn gerir kröfu um er að á heimilunum sé haldin mjög nákvæm skráning um „raunverulegan aðbúnað íbúa“ sem opinberlega kallast skráning RAI-mats. Umfangið er mikið þar sem þrisvar á ári er svarað um 400 spurningum um hvern og einn íbúa. Því er ljóst að gífurlegir fjármunir og dýrmætur tími heilbrigðisstarfsfólks á hjúkrunarheimilum fer í RAI-matið.Fjárveitingar fylgja ekki þróuninni Mælitækinu er meðal annars ætlað að meta gæði þjónustunnar sem heimilin veita, þörf íbúa fyrir hjúkrun og aðstoð ásamt því að móta einstaklingsbundna meðferðaráætlun fyrir hvern og einn íbúa og halda utan um heilsufarsupplýsingar viðkomandi. Niðurstöður RAI-mats eru samanburðarhæfar milli tímabila, hjúkrunarheimila og annarra landa og gefa góða mynd af gæðamálum. Niðurstöðurnar eru einnig lagðar til grundvallar við veitingu fjármagns til einstakra hjúkrunarheimila. Sem dæmi um það voru greiddir um það bil 26 milljarðar króna á árinu 2016 til hjúkrunarheimila í gegnum ofangreindan samning þar sem um 11 milljarðar skiptast eftir niðurstöðum RAI-mælitækisins. Gæðamatshlutinn er gífurlega gagnlegur í núverandi útgáfu mælitækisins og því viljum við halda. Sá hluti sem snýr að útdeilingu fjármagns er umdeildari og úreltari þar sem hann nær síður yfir þær breytingar sem orðið hafa á starfi hjúkrunarheimila á síðustu árum og áratugum. Sífellt flóknari meðferð veikari einstaklinga, sem áður var veitt á sjúkrahúsum er nú veitt á hjúkrunarheimilum landsins.Gamalt mælitæki Vandinn sem blasir við þeim sem vinna með RAI-mælitækið er að það er tæplega 20 ára gamalt. Nýrri og betri útgáfur eru til, en ekki fæst fjármagn til að uppfæra kerfið og færa hjúkrunarheimilin nær nútímanum. Ekki hefur heldur fengist fjármagn til að leiðrétta innbyggðar skekkjur í núverandi útgáfu þrátt fyrir ábendingar þess efnis til velferðarráðuneytisins. Nýrri útgáfa myndi einnig gefa möguleika á að tengjast þeim mælitækjum sem Landspítali og heimahjúkrun nota fyrir skjólstæðinga sína, og auka þannig samfellu í meðferð og öryggi upplýsinga.Eftirliti verulega ábótavant Í dag er staðan sú að það er enginn opinber aðili sem hefur virkt eftirlit með skráningu hjúkrunarheimila í mælitækið. Hingað til hefur verið brotalöm á því að opinber aðili kenni starfsmönnum hjúkrunarheimila hvernig eigi að skrá gögn í mælitækið svo að skráning uppfylli opinberar kröfur. Afleiðingin er því ósamræmd skráning í kerfið og staðreyndin sú að hið opinbera gerir kröfu um notkun mælitækis sem ekki er tryggt að notað sé með samræmdum og réttum hætti. Fagráð sem m.a. hafði það hlutverk var lagt niður í sumar án þess að viðfangsefninu væri fundinn viðunandi farvegur. Ef ekkert verður að gert munum við áfram sitja uppi með úrelt mælitæki sem ráðstafar, eins og áður segir, milljörðum króna til hjúkrunarheimila.Geri gangskör að breytingum Við köllum eftir að velferðarráðuneytið taki ábyrgð og gegni réttmætri skyldu sinni og skipi nú þegar í stað nefnd um mælitækið. Við köllum einnig eftir að umrædd nefnd verði skipuð fulltrúum notanda jafnt sem eftirlitsaðila. Nefndin þarf að hafa heimild og bolmagn til að standa fyrir kennslu og uppfærslu á kerfinu sem og virkt eftirlit með notkun þess. Á þeim grunni er hægt að byggja upp trúverðugt verkfæri í stað þess að sitja uppi með úrelt mælitæki. Jórunn María Ólafsdóttir er hjúkrunarforstjóri í Brákarhlíð Borgarnesi.María Fjóla Harðardóttir er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun