Tusk: Evrópa verður að varðveita menningararf sinn Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2017 15:43 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, í þingsal Evrópuþingsins í Strasbourg í morgun. Vísir/AFP Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að Evrópa búi yfir einstökum menningararfi sem nauðsynlegt sé að varðveita. Þetta skuli gert með hertari gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu í sal Evrópuþingsins í Strasbourg í Frakklandi fyrr í dag. „Við höfum bæði rétt og skyldu til að hlúa að því sem skilur okkur frá annarri menningu – ekki til að snúast gegn einhverjum, heldur til að fá að vera við sjálf,“ sagði Tusk. Í frétt SVT kemur fram að forseti leiðtogaráðsins hafi lagt áherslu á að með þessu sé hann ekki að segja að Evrópumenn séu æðri öðrum. „Menningin sameinar okkur en hún gerir okkur ekki betri eða verri en aðrir. Við erum bara ólík samanborin við umheiminn,“ sagði Tusk. Málefni innflytjenda hafa mikið verið í brennidepli í álfunni síðustu árin þar sem stjórnmálamenn hafa margir varað við að evrópskri menningu stafi ógn af auknum straumi innflytjenda. Aðildarríki ESB deila enn um hvernig haga skuli málum þegar kemur að málaflokknum. „Opið samfélag og umburðarlyndi okkar má ekki leiða til þess að við hættum að verja arfleifð okkar,“ sagði Tusk. Tusk vill meina að nauðsynlegt sé að herða eftirlit á ytri landamærum Evrópu enn frekar þó að hann hafi í ræðu sinni lagði ekki lagt til neinar ákveðnar hugmyndir. „Verkefni okkar er að vernda þá [flóttamenn]. Flóttamannakrísan hefur minnt okkur á þörfina á að koma upp skilvirku eftirliti við ytri landamæri okkar, á meðan órói og herská hegðun í fjölda ríkja í nágrenni okkar hafa minnt okkur á nauðsyn þess að verja landsvæði okkar,“ sagði Tusk í ræðu sinni. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að Evrópa búi yfir einstökum menningararfi sem nauðsynlegt sé að varðveita. Þetta skuli gert með hertari gæslu á ytri landamærum Evrópusambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu í sal Evrópuþingsins í Strasbourg í Frakklandi fyrr í dag. „Við höfum bæði rétt og skyldu til að hlúa að því sem skilur okkur frá annarri menningu – ekki til að snúast gegn einhverjum, heldur til að fá að vera við sjálf,“ sagði Tusk. Í frétt SVT kemur fram að forseti leiðtogaráðsins hafi lagt áherslu á að með þessu sé hann ekki að segja að Evrópumenn séu æðri öðrum. „Menningin sameinar okkur en hún gerir okkur ekki betri eða verri en aðrir. Við erum bara ólík samanborin við umheiminn,“ sagði Tusk. Málefni innflytjenda hafa mikið verið í brennidepli í álfunni síðustu árin þar sem stjórnmálamenn hafa margir varað við að evrópskri menningu stafi ógn af auknum straumi innflytjenda. Aðildarríki ESB deila enn um hvernig haga skuli málum þegar kemur að málaflokknum. „Opið samfélag og umburðarlyndi okkar má ekki leiða til þess að við hættum að verja arfleifð okkar,“ sagði Tusk. Tusk vill meina að nauðsynlegt sé að herða eftirlit á ytri landamærum Evrópu enn frekar þó að hann hafi í ræðu sinni lagði ekki lagt til neinar ákveðnar hugmyndir. „Verkefni okkar er að vernda þá [flóttamenn]. Flóttamannakrísan hefur minnt okkur á þörfina á að koma upp skilvirku eftirliti við ytri landamæri okkar, á meðan órói og herská hegðun í fjölda ríkja í nágrenni okkar hafa minnt okkur á nauðsyn þess að verja landsvæði okkar,“ sagði Tusk í ræðu sinni.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira