Nú er lag að gera rétt Haraldur Ólafsson skrifar 25. október 2017 09:45 Í margar kynslóðir hafa Katalónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hugmynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru rómantísku ljósi og í grámósku hversdagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingarlausu föndri, en ofbeldismönnunum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stórveldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í framlagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haraldur Ólafsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í margar kynslóðir hafa Katalónar búið við þær aðstæður að vera þegnar í ríki þar sem aðrir en Katalónar ráða ferðinni. Lög eru sett og dómar upp kveðnir í fjarlægri borg, af fólki sem talar aðra tungu. Slæmir og góðir tímar hafa skipst á. Á slæmum tímum hefur verið vont að vera Katalóni í Katalóníu, miklu verra en að vera Íslendingur á Íslandi þegar valdið var í Danmörku. Það er margsannað, ekki síst á Íslandi, að það er ljómandi góð hugmynd að þjóðir stjórni sér sjálfar. Það má sjá jafnskýrt í skæru rómantísku ljósi og í grámósku hversdagslegrar skynsemi. Áralöngum tilraunum Katalóna til að heimta þennan sjálfsagða rétt hefur nú verið svarað með því að berja mörg hundruð borgara sem fengust við það eitt að krota á miða. Því kroti hafði áður verið lýst sem merkingarlausu föndri, en ofbeldismönnunum þótti samt rétt að undirstrika merkingarleysið með því að berja fólkið svo eftir yrði tekið. Það er deginum ljósara að Katalónar geta ekki lengur deilt sæng með svoleiðis mönnum. Nú er lag fyrir Íslendinga að viðurkenna sjálfstæði Katalóna. Margt mælir með. Á móti má segja að rispa verði á sjálfsmynd þeirra sem byggja tilveru sína á að vera þegnar í stórveldi. Þeir hryggjast þegar molnar úr stórveldinu og meta gleði sína yfir stærð ríkisins meira en líf og heilsu þeirra sem vilja fara. Kannski sterkustu rökin fyrir því að styðja Katalóna til sjálfstæðis felist í framlagi til uppeldis þessa fólks. Svo sakar ekki að Katalónar munu muna Íslendingum stuðninginn næstu þúsund árin. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar