Margt smátt gerir eitt stórt Helga Birgisdóttir skrifar 27. október 2017 11:00 Bækur Skrímsli í vanda Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal Myndir: Áslaug Jónsdóttir Útgefandi: Mál og menning Prentun: Almarose, Slóveníu Kápuhönnun og umbrot: Áslaug Jónsdóttir Í upphafi níundu skrímslabókarinnar, Skrímsli í vanda, mætir stóra skrímslið glaðbeitt til þess litla en bregður í brún þegar í ljós kemur að loðna skrímslið er komið í heimsókn og minnist ugglaust þess þegar hið loðna kom upp á milli vinanna í bókinni Skrímsli í heimsókn. Loðna skrímslið er hins vegar ekki eins sjálfsöruggt og vanalega með umbúðir vafðar um aðra hönd og plástur yfir auga. Þegar skrímslin stinga upp á því að það haldi heim á leið hvíslar loðna skrímslið ofurlágt að það geti hreinlega ekki farið heim, því það eigi hvergi heima. Skrímslunum tveimur bregður við þessar fréttir en leita svo lausna á vandamálinu, stinga til að mynda upp á því að það fari í Kattholt því þá „getur einhver tekið það með heim, eins og kettling“, en enda á því að byggja heilt hús fyrir heimilisleysingjann. Lesendur læra heilmikið við lestur bókarinnar, til að mynda að ekki er allt sem sýnist og að margt smátt gerir eitt stórt – með samstilltu átaki allra tekur nefnilega „ekki langan tíma að byggja heilt skrímslahús“. Vandamál loðna skrímslisins er auðvitað ekki einskorðað við það eitt. Óvissa og efi varðandi húsnæðismál er nokkuð sem margir kannast við og ekki þarf að leita lengra en á íslenskan leigumarkað til að finna dæmi. En hvað gæti hafa orsakað heimilisleysi loðna skrímslisins og af hverju er það svona illa farið? Litla og stóra skrímslið velta þessu fyrir sér í átakanlegri opnu þar sem gefur líta myndir af húsum sem benda til þess að kannski lenti heimili þess í hvirfilbyl, eldgosi, flóði, eldi eða jafnvel stríði. Þessi ímynduðu dæmi eru hins vegar veruleiki svo alltof margra í heiminum sem virkilega þurfa á stóru og litlu skrímsli að halda til að hjálpa sér. Áslaugu, Kalle og Rakel tekst vel að koma þessum skilaboðum á framfæri án þess að drekkja frásagnargleðinni og húmorinn fær að njóta sín, sérstaklega í persónu stóra skrímslisins sem er ekkert alltof hrifið af því loðna. Umbrot, myndir og liti kannast lesendur fyrri skrímslabóka við og Áslaug heldur áfram að nýta sér letur til að koma áherslum og tilfinningum sögupersóna á framfæri. Þannig vitum við að stóra skrímslinu bregður í brún þegar það sér loðna skrímslið heima hjá því litla þar sem orðin „Æ nei!“ eru prentuð með stórkallalegum og feitum stöfum og orð loðna skrímslisins eru táknuð með grönnu letri og smáu, enda er það lítið í sér og á bágt. Áberandi í þessari bók er einfalt ytra form húss. Framan á kápunni eru hús í gulum, rauðum og appelsínugulum lit og og halda svo áfram bókina út í gegn og einkum er rauði liturinn áberandi. Hver opna bókarinnar myndar eina heild og bókin helst vel opin þegar hún er lögð á borð – en það hentar litlum höndum einmitt mög vel. Skrímsli í vanda stendur algjörlega fyrir sínu sem skemmtileg og vel gerð myndabók en það eykur óneitanlega lestraránægjuna að þekkja fyrri bækur; vita til að mynda að stóra skrímslið er ekki laust við afbrýðisemi og sérstaklega að loðna skrímslið hefur áður komið upp á milli félaganna.Niðurstaða: Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. október. Bókmenntir Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Bækur Skrímsli í vanda Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güttler og Rakel Helmsdal Myndir: Áslaug Jónsdóttir Útgefandi: Mál og menning Prentun: Almarose, Slóveníu Kápuhönnun og umbrot: Áslaug Jónsdóttir Í upphafi níundu skrímslabókarinnar, Skrímsli í vanda, mætir stóra skrímslið glaðbeitt til þess litla en bregður í brún þegar í ljós kemur að loðna skrímslið er komið í heimsókn og minnist ugglaust þess þegar hið loðna kom upp á milli vinanna í bókinni Skrímsli í heimsókn. Loðna skrímslið er hins vegar ekki eins sjálfsöruggt og vanalega með umbúðir vafðar um aðra hönd og plástur yfir auga. Þegar skrímslin stinga upp á því að það haldi heim á leið hvíslar loðna skrímslið ofurlágt að það geti hreinlega ekki farið heim, því það eigi hvergi heima. Skrímslunum tveimur bregður við þessar fréttir en leita svo lausna á vandamálinu, stinga til að mynda upp á því að það fari í Kattholt því þá „getur einhver tekið það með heim, eins og kettling“, en enda á því að byggja heilt hús fyrir heimilisleysingjann. Lesendur læra heilmikið við lestur bókarinnar, til að mynda að ekki er allt sem sýnist og að margt smátt gerir eitt stórt – með samstilltu átaki allra tekur nefnilega „ekki langan tíma að byggja heilt skrímslahús“. Vandamál loðna skrímslisins er auðvitað ekki einskorðað við það eitt. Óvissa og efi varðandi húsnæðismál er nokkuð sem margir kannast við og ekki þarf að leita lengra en á íslenskan leigumarkað til að finna dæmi. En hvað gæti hafa orsakað heimilisleysi loðna skrímslisins og af hverju er það svona illa farið? Litla og stóra skrímslið velta þessu fyrir sér í átakanlegri opnu þar sem gefur líta myndir af húsum sem benda til þess að kannski lenti heimili þess í hvirfilbyl, eldgosi, flóði, eldi eða jafnvel stríði. Þessi ímynduðu dæmi eru hins vegar veruleiki svo alltof margra í heiminum sem virkilega þurfa á stóru og litlu skrímsli að halda til að hjálpa sér. Áslaugu, Kalle og Rakel tekst vel að koma þessum skilaboðum á framfæri án þess að drekkja frásagnargleðinni og húmorinn fær að njóta sín, sérstaklega í persónu stóra skrímslisins sem er ekkert alltof hrifið af því loðna. Umbrot, myndir og liti kannast lesendur fyrri skrímslabóka við og Áslaug heldur áfram að nýta sér letur til að koma áherslum og tilfinningum sögupersóna á framfæri. Þannig vitum við að stóra skrímslinu bregður í brún þegar það sér loðna skrímslið heima hjá því litla þar sem orðin „Æ nei!“ eru prentuð með stórkallalegum og feitum stöfum og orð loðna skrímslisins eru táknuð með grönnu letri og smáu, enda er það lítið í sér og á bágt. Áberandi í þessari bók er einfalt ytra form húss. Framan á kápunni eru hús í gulum, rauðum og appelsínugulum lit og og halda svo áfram bókina út í gegn og einkum er rauði liturinn áberandi. Hver opna bókarinnar myndar eina heild og bókin helst vel opin þegar hún er lögð á borð – en það hentar litlum höndum einmitt mög vel. Skrímsli í vanda stendur algjörlega fyrir sínu sem skemmtileg og vel gerð myndabók en það eykur óneitanlega lestraránægjuna að þekkja fyrri bækur; vita til að mynda að stóra skrímslið er ekki laust við afbrýðisemi og sérstaklega að loðna skrímslið hefur áður komið upp á milli félaganna.Niðurstaða: Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. október.
Bókmenntir Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira